Hefur engar áhyggjur af gagnrýni netverja á nýja lógóið Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. maí 2022 19:31 Frosti Ólafsson er framkvæmdastjóri Olís. Vísir/Arnar Olís vinnur nú að því að skipta út gamalgrónu merki sínu, sem hannað var fyrir nær fimmtíu árum, fyrir nýtt. Framkvæmdastjórinn hefur engar áhyggjur af gagnrýni þeirra sem þegar eru byrjaðir að sakna gamla merkisins. Nýja merkið hefur til dæmis verið sett upp á Olís-stöðinni í Norðlingaholti og þó að munurinn virðist kannski ekki mikill við fyrstu sýn má sjá samanburð á skýringarmyndinni hér fyrir neðan. Á hinu nýja merki er nýtt letur, auk þess sem talsvert betur loftar um stafina á nýja merkinu heldur en á því gamla - og kannski sögufræga. Gamlir tímar mæta nýjum. Netverjar hafa sett breytinguna í samhengi við yfirhalninguna á Bónusgrísnum sem var umdeild í fyrra. Þá tók Lýsi vörumerkið sem hér sést upp árið 2017 en hið gamla sést þó enn á vef og varningi fyrirtækisins.Kristján Jónsson Nýja merkið er liður í allsherjaryfirhalningu á Olís-útlitinu sem innleiða á smám saman á Olís-stöðvum landsins á næstu mánuðum. En margir eiga erfitt með að kyngja breytingum og á slíku bar á samfélagsmiðlum í vikunni þegar fregnir af nýju merki spurðust út. „HVAÐ Í FOKKANUM GERÐIST VIÐ OLÍS?“ var yfirskrift færslu inn á spjallþræði Íslendinga á samfélagsmiðlinum Reddit, hvar glöggur notandi hafði greinilega rambað á nýja merkið í Norðlingaholti. Og hér fyrir neðan má sjá örlitla samantekt af viðbrögðum á Twitter í kjölfarið. Kristján Jónsson Gamla merkið hefur enda staðið óbreytt í hartnær fimmtíu ár, líklega eitt það langlífasta á landinu. En Frosti Ólafsson framkvæmdastjóri Olís hefur engar áhyggjur af viðbrögðum netverja, breytingin sé einfaldlega í takt við nýjar þarfir. „Ég held það sé aðeins of seint að bakka úr því sem komið er,“ segir hann og hlær. „En eins og ég segi, maður þarf að venjast breytingum og við vonum að þær venjist vel í þessu tilfelli.“ „Þetta er auðvitað sögufrægt vörumerki og búið að standa tímans tönn. Ég held að það hafi verið sirka hálf öld sem það hefur enst, þannig að það hefur sannað gildi sitt og er geggjað vörumerki. En tímarnir breytast og þarfirnar í þessum myndheimi öllum með. Og við reyndum nú að sýna mikla virðingu gagnvart sögunni í þessari breytingu,“ segir Frosti. Auglýsinga- og markaðsmál Bensín og olía Tengdar fréttir Bónus lengir opnunartíma og gefur grísnum yfirhalningu Matvörurisinn Bónus hefur gert breytingar á útliti Bónusgríssins og þeirri leturgerð sem notast er við í firmamerki verslananna. Breytingarnar eru gerðar samhliða lengingu á opnunartíma verslana sem taka gildi í dag sem felur meðal annars í sér að sjö Bónusverslanir verða framvegis opnar til klukkan átta á kvöldin. 12. nóvember 2021 09:46 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Nýja merkið hefur til dæmis verið sett upp á Olís-stöðinni í Norðlingaholti og þó að munurinn virðist kannski ekki mikill við fyrstu sýn má sjá samanburð á skýringarmyndinni hér fyrir neðan. Á hinu nýja merki er nýtt letur, auk þess sem talsvert betur loftar um stafina á nýja merkinu heldur en á því gamla - og kannski sögufræga. Gamlir tímar mæta nýjum. Netverjar hafa sett breytinguna í samhengi við yfirhalninguna á Bónusgrísnum sem var umdeild í fyrra. Þá tók Lýsi vörumerkið sem hér sést upp árið 2017 en hið gamla sést þó enn á vef og varningi fyrirtækisins.Kristján Jónsson Nýja merkið er liður í allsherjaryfirhalningu á Olís-útlitinu sem innleiða á smám saman á Olís-stöðvum landsins á næstu mánuðum. En margir eiga erfitt með að kyngja breytingum og á slíku bar á samfélagsmiðlum í vikunni þegar fregnir af nýju merki spurðust út. „HVAÐ Í FOKKANUM GERÐIST VIÐ OLÍS?“ var yfirskrift færslu inn á spjallþræði Íslendinga á samfélagsmiðlinum Reddit, hvar glöggur notandi hafði greinilega rambað á nýja merkið í Norðlingaholti. Og hér fyrir neðan má sjá örlitla samantekt af viðbrögðum á Twitter í kjölfarið. Kristján Jónsson Gamla merkið hefur enda staðið óbreytt í hartnær fimmtíu ár, líklega eitt það langlífasta á landinu. En Frosti Ólafsson framkvæmdastjóri Olís hefur engar áhyggjur af viðbrögðum netverja, breytingin sé einfaldlega í takt við nýjar þarfir. „Ég held það sé aðeins of seint að bakka úr því sem komið er,“ segir hann og hlær. „En eins og ég segi, maður þarf að venjast breytingum og við vonum að þær venjist vel í þessu tilfelli.“ „Þetta er auðvitað sögufrægt vörumerki og búið að standa tímans tönn. Ég held að það hafi verið sirka hálf öld sem það hefur enst, þannig að það hefur sannað gildi sitt og er geggjað vörumerki. En tímarnir breytast og þarfirnar í þessum myndheimi öllum með. Og við reyndum nú að sýna mikla virðingu gagnvart sögunni í þessari breytingu,“ segir Frosti.
Auglýsinga- og markaðsmál Bensín og olía Tengdar fréttir Bónus lengir opnunartíma og gefur grísnum yfirhalningu Matvörurisinn Bónus hefur gert breytingar á útliti Bónusgríssins og þeirri leturgerð sem notast er við í firmamerki verslananna. Breytingarnar eru gerðar samhliða lengingu á opnunartíma verslana sem taka gildi í dag sem felur meðal annars í sér að sjö Bónusverslanir verða framvegis opnar til klukkan átta á kvöldin. 12. nóvember 2021 09:46 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Bónus lengir opnunartíma og gefur grísnum yfirhalningu Matvörurisinn Bónus hefur gert breytingar á útliti Bónusgríssins og þeirri leturgerð sem notast er við í firmamerki verslananna. Breytingarnar eru gerðar samhliða lengingu á opnunartíma verslana sem taka gildi í dag sem felur meðal annars í sér að sjö Bónusverslanir verða framvegis opnar til klukkan átta á kvöldin. 12. nóvember 2021 09:46