Veðjum á börnin okkar Bjarni Gunnólfsson skrifar 5. maí 2022 15:31 Stundum vildi maður að hægt væri að færa tímann til baka, fyrir þann tíma þegar öllu því var lofað sem ekki er búið að framkvæma í dag. Að venju lofa allir bæjarstjórnarflokkarnir nú öllu fögru eftir að lítið sem ekkert hefur verið framkvæmt síðustu fjögur ár. Við Miðflokksmenn erum hins vegar með víðfema og trausta stefnuskrá sem okkur iðar í skinninu að fá að framkvæma fáum við til þess brautargengi hjá kjósendum í Reykjanesbæ. Við í Miðflokknum munum láta verkin tala. Við tölum fyrir fríum skólamáltíðum fyrir börn og aukningu á hvatagreiðslum fyrir börnin. Við viljum um leið ráðdeild og teljum að kostnaðurinn við þetta sé aðeins um 1,5% af rekstrartekjum bæjarins, okkur finnst framtíð barnanna vera þess virði. Um leið tala margir þeirra fyrir því að hækka framlög til íþróttamála upp í allt að 12% af rekstrartekjum, en enginn segir hvernig á að gera það. Menning og íþróttir frí fyrir börnin Miðflokkurinn ætlar sér að fjórfalda hvatagreiðslur, sem þýðir að menning og íþróttastarf verði því sem næst frítt fyrir börnin og þá geta börnin, eftir því hvar þeirra áhugasvið liggur, gert það sem þau vilja, ekki það sem foreldrar og forráðamenn hafa efni á. Þetta þýðir að bæði menningarstarfsemi og íþróttastarf getur sótt sér fjármagn til bæjarins með því að laða börnin til sín og þurfa um leið að halda áhuga þeirra á því sem þau velja sér áfram með skemmtilegu og áhugaverðu starfi. Með þessari nálgun er öruggt að heildarframlög til menningar- og íþróttastarfa aukast á kjörtímabilinu, en með skynsömum og fyrirséðum hætti. Bygging nýs miðbæjar er hugsuð til þess að gera Reykjanesbæ að miðstöð verslunar og þjónustu. Okkar útfærsla gengur út á að reisa hann á Vatnsnesi og við Keflavíkurhöfn, við viljum gera þennan miðbæ að miðstöð svokallaðrar "TAX FREE" verslunar þar sem ferðamenn stoppa á leiðinni til landsins eða á leiðinni aftur heim og geti á einum stað keypt vörur og fengið skattpeninginn sinn tilbaka. Við teljum að nýr og öflugur miðbær sé forsenda þess að önnur starfsemi geti dafnað.Kjósið flokk sem er settur saman til að þjónusta bæjarbúa og hugsar til framtíðar. Vertu MEMM, X-M! Höfundur er oddviti Miðflokksins í Reykjanesbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Skoðun: Kosningar 2022 Miðflokkurinn Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Stundum vildi maður að hægt væri að færa tímann til baka, fyrir þann tíma þegar öllu því var lofað sem ekki er búið að framkvæma í dag. Að venju lofa allir bæjarstjórnarflokkarnir nú öllu fögru eftir að lítið sem ekkert hefur verið framkvæmt síðustu fjögur ár. Við Miðflokksmenn erum hins vegar með víðfema og trausta stefnuskrá sem okkur iðar í skinninu að fá að framkvæma fáum við til þess brautargengi hjá kjósendum í Reykjanesbæ. Við í Miðflokknum munum láta verkin tala. Við tölum fyrir fríum skólamáltíðum fyrir börn og aukningu á hvatagreiðslum fyrir börnin. Við viljum um leið ráðdeild og teljum að kostnaðurinn við þetta sé aðeins um 1,5% af rekstrartekjum bæjarins, okkur finnst framtíð barnanna vera þess virði. Um leið tala margir þeirra fyrir því að hækka framlög til íþróttamála upp í allt að 12% af rekstrartekjum, en enginn segir hvernig á að gera það. Menning og íþróttir frí fyrir börnin Miðflokkurinn ætlar sér að fjórfalda hvatagreiðslur, sem þýðir að menning og íþróttastarf verði því sem næst frítt fyrir börnin og þá geta börnin, eftir því hvar þeirra áhugasvið liggur, gert það sem þau vilja, ekki það sem foreldrar og forráðamenn hafa efni á. Þetta þýðir að bæði menningarstarfsemi og íþróttastarf getur sótt sér fjármagn til bæjarins með því að laða börnin til sín og þurfa um leið að halda áhuga þeirra á því sem þau velja sér áfram með skemmtilegu og áhugaverðu starfi. Með þessari nálgun er öruggt að heildarframlög til menningar- og íþróttastarfa aukast á kjörtímabilinu, en með skynsömum og fyrirséðum hætti. Bygging nýs miðbæjar er hugsuð til þess að gera Reykjanesbæ að miðstöð verslunar og þjónustu. Okkar útfærsla gengur út á að reisa hann á Vatnsnesi og við Keflavíkurhöfn, við viljum gera þennan miðbæ að miðstöð svokallaðrar "TAX FREE" verslunar þar sem ferðamenn stoppa á leiðinni til landsins eða á leiðinni aftur heim og geti á einum stað keypt vörur og fengið skattpeninginn sinn tilbaka. Við teljum að nýr og öflugur miðbær sé forsenda þess að önnur starfsemi geti dafnað.Kjósið flokk sem er settur saman til að þjónusta bæjarbúa og hugsar til framtíðar. Vertu MEMM, X-M! Höfundur er oddviti Miðflokksins í Reykjanesbæ.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun