Gjaldfrjáls leikskóli er réttlætismál Eggert Sigurbergsson skrifar 5. maí 2022 16:00 Í dag eru leikskólar orðnir að menntastofnunum þar sem ríkar kröfur eru gerðar til umönnunar og menntunar barna fram að grunnskóla. Um leið er krafist fimm ára háskólamenntunar leikskólakennara sem hafa jafnframt réttindi til að kenna í grunn- og framhaldsskólum. Svo virðist sem sú hugsun, sem var einkenndi síðari hluta síðustu aldar, að leikskóli sé geymslustaður fyrir börn sé en við lýði. Um leið sé sjálfsagt að innheimta mánaðargjöld af foreldrum sem leggst hlutfallslega mun þyngra á efnaminni fjölskyldur. Afsláttur til forgangshópa duga skammt til að vinna þetta óréttlæti upp. Við hjá Miðflokknum í Reykjanesbæ teljum að leikskóli eigi að vera gjaldfrjáls til samræmis við önnur skólastig enda leggjast þessi gjöld misþungt á foreldra og forráðamenn og sé því um mikið réttlætismál að ræða. Ef við skoðum kostnaðinn sem liggur að baki leikskólavistun þá er meðalverð á vistun, samkvæmt tölum frá Sambandi íslenskra sveitafélaga 2020, rétt rúmar 267.000 kr. uppreiknað til dagsins í dag. Samkvæmt gjaldskrá Reykjanesbæjar 2022 er gjald fyrir átta tíma vistun með matargjaldi rúmar 39.000 kr. Fyrir hvert barn er því tæp 13% af samanlögðum heildarkostnaði (niðurgreiðslur bæjarins + framlag foreldra) sem virðist bara nokkuð sanngjarnt svona fljótt á litið, en er það svo? Samanburður tekjuhópa Þegar öllu er á botninn hvolft þá skiptir öllu máli fyrir fjölskyldu hverjar ráðstöfunartekjur heimilisins eru til að borga fyrir allar nauðsynjar eins og húsnæði, mat og annað sem lýtur að þörfum barnsins. Foreldrar með 500.000 kr. í ráðstöfunartekjur á mánuði borga því 7,8% af ráðstöfunartekjum fyrir leikskóla með einu barni á meðan foreldrar með 1.000.000 kr. í ráðstöfunartekjur borga 3,9%. Rök sumra flokka um að þeir borgi sem hafa efni á því í þessum málaflokki standast því ekki skoðun. Ef við skoðum einstætt foreldri með 300.000 kr. í ráðstöfunartekjur og eitt barn í vistun þá greiða þeir tæp 32.000 kr. fyrir átta tíma vistun með matargjaldi, m.t.t afsláttar. Einstætt foreldri borgar því 10,7% af sínum ráðstöfunartekjum í leikskólavist með einu barni. Rök sumra flokka um að þeir borgi sem hafa efni á því stenst því ekki skoðun. Einfaldasta og réttasta nálgunin er að leikskóli verði gerður gjaldfrjáls sem mun nýtast lágtekjuhópum best og því um réttlætismál að ræða. Það leggur Miðflokkurinn áherslu á. Höfundur er í 2. sæti Miðflokksins í Reykjanesbæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Reykjanesbær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Leikskólar Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Í dag eru leikskólar orðnir að menntastofnunum þar sem ríkar kröfur eru gerðar til umönnunar og menntunar barna fram að grunnskóla. Um leið er krafist fimm ára háskólamenntunar leikskólakennara sem hafa jafnframt réttindi til að kenna í grunn- og framhaldsskólum. Svo virðist sem sú hugsun, sem var einkenndi síðari hluta síðustu aldar, að leikskóli sé geymslustaður fyrir börn sé en við lýði. Um leið sé sjálfsagt að innheimta mánaðargjöld af foreldrum sem leggst hlutfallslega mun þyngra á efnaminni fjölskyldur. Afsláttur til forgangshópa duga skammt til að vinna þetta óréttlæti upp. Við hjá Miðflokknum í Reykjanesbæ teljum að leikskóli eigi að vera gjaldfrjáls til samræmis við önnur skólastig enda leggjast þessi gjöld misþungt á foreldra og forráðamenn og sé því um mikið réttlætismál að ræða. Ef við skoðum kostnaðinn sem liggur að baki leikskólavistun þá er meðalverð á vistun, samkvæmt tölum frá Sambandi íslenskra sveitafélaga 2020, rétt rúmar 267.000 kr. uppreiknað til dagsins í dag. Samkvæmt gjaldskrá Reykjanesbæjar 2022 er gjald fyrir átta tíma vistun með matargjaldi rúmar 39.000 kr. Fyrir hvert barn er því tæp 13% af samanlögðum heildarkostnaði (niðurgreiðslur bæjarins + framlag foreldra) sem virðist bara nokkuð sanngjarnt svona fljótt á litið, en er það svo? Samanburður tekjuhópa Þegar öllu er á botninn hvolft þá skiptir öllu máli fyrir fjölskyldu hverjar ráðstöfunartekjur heimilisins eru til að borga fyrir allar nauðsynjar eins og húsnæði, mat og annað sem lýtur að þörfum barnsins. Foreldrar með 500.000 kr. í ráðstöfunartekjur á mánuði borga því 7,8% af ráðstöfunartekjum fyrir leikskóla með einu barni á meðan foreldrar með 1.000.000 kr. í ráðstöfunartekjur borga 3,9%. Rök sumra flokka um að þeir borgi sem hafa efni á því í þessum málaflokki standast því ekki skoðun. Ef við skoðum einstætt foreldri með 300.000 kr. í ráðstöfunartekjur og eitt barn í vistun þá greiða þeir tæp 32.000 kr. fyrir átta tíma vistun með matargjaldi, m.t.t afsláttar. Einstætt foreldri borgar því 10,7% af sínum ráðstöfunartekjum í leikskólavist með einu barni. Rök sumra flokka um að þeir borgi sem hafa efni á því stenst því ekki skoðun. Einfaldasta og réttasta nálgunin er að leikskóli verði gerður gjaldfrjáls sem mun nýtast lágtekjuhópum best og því um réttlætismál að ræða. Það leggur Miðflokkurinn áherslu á. Höfundur er í 2. sæti Miðflokksins í Reykjanesbæ
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun