Íslandsbanki hagnaðist um 5,2 milljarða Eiður Þór Árnason skrifar 5. maí 2022 16:26 Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Vísir/Egill Íslandsbanki hagnaðist um 5,2 milljarða króna á fyrstu þremur mánuðum ársins, samanborið um 3,6 milljarða króna á sama tíma árið 2021. Arðsemi eigin fjár var 10,2% á ársgrundvelli en var 7,7% í fyrra. Arðsemin er yfir markmiðum bankans og spám greiningaraðila en að sögn stjórnenda eru helstu ástæður góðrar afkomu sterk tekjumyndun, aðhald í rekstri og jákvæð virðisbreyting útlána. Þetta kemur fram í nýbirtu uppgjöri Íslandsbanka en hreinar vaxtatekjur jukust um 2,4% á milli ára og námu 9,2 milljörðum króna. Vaxtamunur nam 2,6% á tímabilinu samanborið við 2,4% á sama tíma í fyrra. Virðisrýrnun var jákvæð á fyrsta ársfjórðungi um 483 milljónir króna og er sögð skýrast helst af batnandi útliti í ferðaþjónustu. Á fyrstu þremur mánuðum 2021 var virðisrýrnun neikvæð um 518 milljónir króna. Fram kemur í uppgjörinu að útlán til viðskiptavina hafi aukist um 21,6 milljarða króna á fjórðungnum, eða um 2,0% og verið 1.108 milljarðar króna í lok mars 2022. Aukninguna megi að mestu rekja til húsnæðislána. Styr hefur staðið um sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Innlán jukust en stjórnunarkostnaður dróst saman Innlán frá viðskiptavinum jukust um 17,4 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi 2022 eða um 2,3% og voru 761 milljarður króna í lok mars. Að sögn Íslandsbanka má aukninguna að mestu rekja til sölu ríkisins á bankanum. Eigið fé bankans nam 197,2 milljörðum króna í lok mars síðastliðnum. Eiginfjárhlutfall bankans var 22,5% samanborið við 25,3% í árslok 2021. Hreinar þóknanatekjur jukust um 7,1% á milli ára og námu samtals 3,1 milljarði króna á fyrsta ársfjórðungi samanborið við 2,9 milljarða króna í fyrra. Auknar tekjur í greiðslumiðlun, eignastýringu, fjárfestingarbanka og verðbréfa- og gjaldeyrismiðlun eru sagðar leiða hækkunina. Stjórnunarkostnaður nam 5,8 milljörðum króna sem er lækkun um 0,3% frá fyrsta ársfjórðungi 2021. Ætla að breyta reglum um verðbréfaviðskipti starfsmanna „Við erum ánægð með afkomu bankans á fyrsta ársfjórðungi sem nam 5,2 ma. kr. Arðsemi eigin fjár var 10,2% sem er í takti við arðsemismarkmið bankans. Hreinar vaxtatekjur uxu um 12,4% miðað við sama fjórðung í fyrra og vaxtamunur tímabilsins hækkaði í 2,6%,“ segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. „Á fjórðungnum hélt ríkið áfram sölu á hlut sínum í bankanum í kjölfarið af vel heppnuðu frumútboði í fyrra og fer ríkið nú með 42,5% eignarhlut. Mikil umræða hefur skapast í samfélaginu um söluferlið og það fyrirkomulag sem notast var við. Meðal annars hefur komið fram gagnrýni á þátttöku starfsmanna bankans í útboðinu. Því tökum við alvarlega og stendur vinna yfir við breytingar á reglum bankans varðandi verðbréfaviðskipti starfsmanna.“ Birna bætir við að rafræn sala bankans á einstaklingsmarkaði sé nú um 75% af allri sölu og á hún von á því að sú tala hækki með tilkomu nýs söluvefs. „Útlitið fyrir árið 2022 er bjart þar sem horfur í efnahagslífinu eru góðar og benda fyrstu merki til þess að ferðaþjónustan nái aftur fyrri hæðum.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Íslenskir bankar Kauphöllin Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Hagnaður Landsbankans helmingast milli ára Landbankinn hagnaðist um 3,2 milljarða króna eftir skatta á fyrsta ársfjórðungi þessa árs samanborið við 7,6 milljarða króna á sama tímabili árið 2021. 5. maí 2022 14:57 Arion banki skilaði 5,8 milljarða hagnaði á fyrsta ársfjórðungi Arion banki hagnaðist um 5.818 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2022, samanborið við 6.039 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Var arðsemi eiginfjár 12,7% á fyrstu þremur mánuðum þessa árs og námu heildareignir 1.341 milljörðum króna í lok mars, samanborið við 1.314 milljarða króna í árslok 2021. 4. maí 2022 16:51 Íslandsbanki hagnaðist um 23,7 milljarða Hagnaður af rekstri Íslandsbanka nam 23,7 milljörðum króna á seinasta ári samanborið við 6,8 milljarða árið 2020. Bankinn hagnaðist um 7,1 milljarð króna á fjórða ársfjórðungi 2021. 10. febrúar 2022 15:57 Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Sjá meira
Arðsemin er yfir markmiðum bankans og spám greiningaraðila en að sögn stjórnenda eru helstu ástæður góðrar afkomu sterk tekjumyndun, aðhald í rekstri og jákvæð virðisbreyting útlána. Þetta kemur fram í nýbirtu uppgjöri Íslandsbanka en hreinar vaxtatekjur jukust um 2,4% á milli ára og námu 9,2 milljörðum króna. Vaxtamunur nam 2,6% á tímabilinu samanborið við 2,4% á sama tíma í fyrra. Virðisrýrnun var jákvæð á fyrsta ársfjórðungi um 483 milljónir króna og er sögð skýrast helst af batnandi útliti í ferðaþjónustu. Á fyrstu þremur mánuðum 2021 var virðisrýrnun neikvæð um 518 milljónir króna. Fram kemur í uppgjörinu að útlán til viðskiptavina hafi aukist um 21,6 milljarða króna á fjórðungnum, eða um 2,0% og verið 1.108 milljarðar króna í lok mars 2022. Aukninguna megi að mestu rekja til húsnæðislána. Styr hefur staðið um sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Innlán jukust en stjórnunarkostnaður dróst saman Innlán frá viðskiptavinum jukust um 17,4 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi 2022 eða um 2,3% og voru 761 milljarður króna í lok mars. Að sögn Íslandsbanka má aukninguna að mestu rekja til sölu ríkisins á bankanum. Eigið fé bankans nam 197,2 milljörðum króna í lok mars síðastliðnum. Eiginfjárhlutfall bankans var 22,5% samanborið við 25,3% í árslok 2021. Hreinar þóknanatekjur jukust um 7,1% á milli ára og námu samtals 3,1 milljarði króna á fyrsta ársfjórðungi samanborið við 2,9 milljarða króna í fyrra. Auknar tekjur í greiðslumiðlun, eignastýringu, fjárfestingarbanka og verðbréfa- og gjaldeyrismiðlun eru sagðar leiða hækkunina. Stjórnunarkostnaður nam 5,8 milljörðum króna sem er lækkun um 0,3% frá fyrsta ársfjórðungi 2021. Ætla að breyta reglum um verðbréfaviðskipti starfsmanna „Við erum ánægð með afkomu bankans á fyrsta ársfjórðungi sem nam 5,2 ma. kr. Arðsemi eigin fjár var 10,2% sem er í takti við arðsemismarkmið bankans. Hreinar vaxtatekjur uxu um 12,4% miðað við sama fjórðung í fyrra og vaxtamunur tímabilsins hækkaði í 2,6%,“ segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. „Á fjórðungnum hélt ríkið áfram sölu á hlut sínum í bankanum í kjölfarið af vel heppnuðu frumútboði í fyrra og fer ríkið nú með 42,5% eignarhlut. Mikil umræða hefur skapast í samfélaginu um söluferlið og það fyrirkomulag sem notast var við. Meðal annars hefur komið fram gagnrýni á þátttöku starfsmanna bankans í útboðinu. Því tökum við alvarlega og stendur vinna yfir við breytingar á reglum bankans varðandi verðbréfaviðskipti starfsmanna.“ Birna bætir við að rafræn sala bankans á einstaklingsmarkaði sé nú um 75% af allri sölu og á hún von á því að sú tala hækki með tilkomu nýs söluvefs. „Útlitið fyrir árið 2022 er bjart þar sem horfur í efnahagslífinu eru góðar og benda fyrstu merki til þess að ferðaþjónustan nái aftur fyrri hæðum.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Íslenskir bankar Kauphöllin Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Hagnaður Landsbankans helmingast milli ára Landbankinn hagnaðist um 3,2 milljarða króna eftir skatta á fyrsta ársfjórðungi þessa árs samanborið við 7,6 milljarða króna á sama tímabili árið 2021. 5. maí 2022 14:57 Arion banki skilaði 5,8 milljarða hagnaði á fyrsta ársfjórðungi Arion banki hagnaðist um 5.818 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2022, samanborið við 6.039 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Var arðsemi eiginfjár 12,7% á fyrstu þremur mánuðum þessa árs og námu heildareignir 1.341 milljörðum króna í lok mars, samanborið við 1.314 milljarða króna í árslok 2021. 4. maí 2022 16:51 Íslandsbanki hagnaðist um 23,7 milljarða Hagnaður af rekstri Íslandsbanka nam 23,7 milljörðum króna á seinasta ári samanborið við 6,8 milljarða árið 2020. Bankinn hagnaðist um 7,1 milljarð króna á fjórða ársfjórðungi 2021. 10. febrúar 2022 15:57 Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Sjá meira
Hagnaður Landsbankans helmingast milli ára Landbankinn hagnaðist um 3,2 milljarða króna eftir skatta á fyrsta ársfjórðungi þessa árs samanborið við 7,6 milljarða króna á sama tímabili árið 2021. 5. maí 2022 14:57
Arion banki skilaði 5,8 milljarða hagnaði á fyrsta ársfjórðungi Arion banki hagnaðist um 5.818 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2022, samanborið við 6.039 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Var arðsemi eiginfjár 12,7% á fyrstu þremur mánuðum þessa árs og námu heildareignir 1.341 milljörðum króna í lok mars, samanborið við 1.314 milljarða króna í árslok 2021. 4. maí 2022 16:51
Íslandsbanki hagnaðist um 23,7 milljarða Hagnaður af rekstri Íslandsbanka nam 23,7 milljörðum króna á seinasta ári samanborið við 6,8 milljarða árið 2020. Bankinn hagnaðist um 7,1 milljarð króna á fjórða ársfjórðungi 2021. 10. febrúar 2022 15:57
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent