Hvað hefur Framsókn gert fyrir Reykjavík? Pétur Marteinn Urbancic Tómasson skrifar 6. maí 2022 09:45 Ég á dálítið erfitt með að skilja Reykvíkinga sem kjósa Framsóknarflokkinn. Ég hreinlega man ekki til þess að sá flokkur hafi á nokkurn hátt barist fyrir hagsmunum höfuðborgarinnar, að minnsta kosti ekki frá því ég komst til vits og ára. Það eru þó ótal dæmi um að Framsókn hafi gert allt sem í þeirra valdi stendur, sem hefur verið umtalsvert, til að berja á borginni. Framsókn hefur ítrekað talað fyrir því að svipta Reykjavík skipulagsvaldi innan marka sveitarfélagsins. Nú síðast leggst innviðaráðherra gegn uppbyggingu hverfis þar sem rúmlega 1.000 íbúðir eiga að rísa.* Fyrir fimm dögum sá sami ráðherra þó ástæðu til að kvarta yfir því að það skorti verulega á lóðir í Reykjavík.** Raunar vill hann að Reykjavík byggi 75% allra íbúða á Íslandi! Formaður Framsóknar sakar Reykjavík um að brjóta samkomulag um flugvöllinn. Fyrir utan að íslenska ríkið tapaði eftirminnilega máli í Hæstarétti*** þá kemur orðrétt fram í samkomulagi ríkisins og borgarinnar „Að norð-austur/suð-vestur flugbrautin verði lögð af og það land sem við það losnar sunnan vallarins verði skipulagt undir blandaða byggð.“ Skýrara verður það ekki. Framsóknarflokkurinn hefur alla tíð staðið vörð um misvægi atkvæða og verið á móti því að Reykvíkingar fái jafnmörg atkvæði og aðrir landsmenn í Alþingiskosningum. Framsóknarflokkurinn viðheldur og styður að Reykvíkingar niðurgreiða rekstur allra annarra sveitarfélaga í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga vegna íslenskukennslu barna af erlendum uppruna. Öll sveitarfélög landsins fá framlög úr sjóðnum fyrir utan Reykjavík.**** Oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem er Sjálfstæðismaður úr Kópavogi, nefndi í viðtali við RÚV um daginn að það væri langt síðan hann hefði hitt Reykvíking sem væri stoltur af því að búa í Reykjavík. Það er kannski skiljanlegt fyrir mann sem hefur búið í Kópavogi þar til fyrir skemmstu. Ég get a.m.k. sagst vera stoltur Reykvíkingur. Grundvöllur lýðræðisins er að fólk geti kynnt sér stefnur flokka og metið trúverðugleika þeirra út frá fyrri stöfum og því fólki sem er í framboði hverju sinni. Framsóknarflokkurinn í Reykjavík birti stefnu sína fyrst í fyrradag, níu dögum fyrir kosningar. Allir aðrir flokkar, að meira að segja smáframboðin, sýna borgarbúum þá virðingu að vera með stefnu sem hægt er að kynna sér tímanlega fyrir kosningar. Þetta kæmi mér á óvart ef það rímaði ekki fullkomnlega við raunveruleikann - Framsóknarflokknum er sama um Reykjavík. Mér þykir vænt um borgina mína og finnst hún vera á góðri leið. Ég átta mig alveg á því að það eru ekki allir í Reykjavík sammála stefnu okkar í Samfylkingunni. Það er bara eðlilegt og gott. Við höfum þó skýra framtíðarsýn um hvernig borgin okkar á að vera. Aftur - fólk getur verið sammála þeirri sýn eða ekki. Mér þætti virkilega gaman að fá að taka þátt í að móta borgina okkar á næsta kjörtímabili. Til þess þarf Samfylkingin að fá góða kosningu - 7 fulltrúa inn að lágmarki. Við verðum að gera einhverjar lágmarkskröfur til þeirra flokka sem við kjósum. Ég get skilið fólk sem kýs hina og þessa flokka, án þess að vera sammála þeim. Ég bara fæ ekki skilið hvers vegna í ósköpunum nokkur Reykvíkingur myndi kjósa Framsóknarflokkinn. *https://kjarninn.is/frettir/sigurdur-ingi-leggst-gegn-uppbyggingu-nys-hverfis-i-skerjafirdi/?fbclid=IwAR2Gic4Q7ULnWnseqZe-VnYbDNIYQFV8y1WrtbC_L3P68Zl-jjRi73hT4So ** https://www.althingi.is/altext/raeda/152/rad20220429T111150.html?fbclid=IwAR1PY8ogzM0c6YmkbwvvWP3O-EvT1Zunk97H0eOFZlcgm-FEPEQApGE9S2o ***https://www.haestirettur.is/default.aspx?pageid=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&id=fe8350ce-02e6-45bc-8086-5f3192c541cf&fbclid=IwAR3IzyT5rG63HVlfTmLaLF-dLbzRvikPeg08vKH5s_Ysesec2ho_kmQiQNM **** Sjá ítarlega grein Sara Björg Sigurðardóttir hér: https://www.visir.is/g/20222251043d?fbclid=IwAR2Xy63HKLHAa5ku-UibfUUH-rwr99O_VolUJ__aOHO8jN-exyldMTnwpVw Sjá einnig frumvarp Jóhann Páll Jóhannsson um sama mál hér: https://www.althingi.is/altext/152/s/0574.html?fbclid=IwAR0OXuIg_Vwo-ota_Hxo5HwC3hRMx-MVR3abTqoS1Pd4dVvBGaQ0XWYDm-w Höfundur er lögfræðingur og formaður Hallveigar, ungra jafnaðarmanna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Pétur Marteinn Urbancic Tómasson Samfylkingin Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Ég á dálítið erfitt með að skilja Reykvíkinga sem kjósa Framsóknarflokkinn. Ég hreinlega man ekki til þess að sá flokkur hafi á nokkurn hátt barist fyrir hagsmunum höfuðborgarinnar, að minnsta kosti ekki frá því ég komst til vits og ára. Það eru þó ótal dæmi um að Framsókn hafi gert allt sem í þeirra valdi stendur, sem hefur verið umtalsvert, til að berja á borginni. Framsókn hefur ítrekað talað fyrir því að svipta Reykjavík skipulagsvaldi innan marka sveitarfélagsins. Nú síðast leggst innviðaráðherra gegn uppbyggingu hverfis þar sem rúmlega 1.000 íbúðir eiga að rísa.* Fyrir fimm dögum sá sami ráðherra þó ástæðu til að kvarta yfir því að það skorti verulega á lóðir í Reykjavík.** Raunar vill hann að Reykjavík byggi 75% allra íbúða á Íslandi! Formaður Framsóknar sakar Reykjavík um að brjóta samkomulag um flugvöllinn. Fyrir utan að íslenska ríkið tapaði eftirminnilega máli í Hæstarétti*** þá kemur orðrétt fram í samkomulagi ríkisins og borgarinnar „Að norð-austur/suð-vestur flugbrautin verði lögð af og það land sem við það losnar sunnan vallarins verði skipulagt undir blandaða byggð.“ Skýrara verður það ekki. Framsóknarflokkurinn hefur alla tíð staðið vörð um misvægi atkvæða og verið á móti því að Reykvíkingar fái jafnmörg atkvæði og aðrir landsmenn í Alþingiskosningum. Framsóknarflokkurinn viðheldur og styður að Reykvíkingar niðurgreiða rekstur allra annarra sveitarfélaga í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga vegna íslenskukennslu barna af erlendum uppruna. Öll sveitarfélög landsins fá framlög úr sjóðnum fyrir utan Reykjavík.**** Oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem er Sjálfstæðismaður úr Kópavogi, nefndi í viðtali við RÚV um daginn að það væri langt síðan hann hefði hitt Reykvíking sem væri stoltur af því að búa í Reykjavík. Það er kannski skiljanlegt fyrir mann sem hefur búið í Kópavogi þar til fyrir skemmstu. Ég get a.m.k. sagst vera stoltur Reykvíkingur. Grundvöllur lýðræðisins er að fólk geti kynnt sér stefnur flokka og metið trúverðugleika þeirra út frá fyrri stöfum og því fólki sem er í framboði hverju sinni. Framsóknarflokkurinn í Reykjavík birti stefnu sína fyrst í fyrradag, níu dögum fyrir kosningar. Allir aðrir flokkar, að meira að segja smáframboðin, sýna borgarbúum þá virðingu að vera með stefnu sem hægt er að kynna sér tímanlega fyrir kosningar. Þetta kæmi mér á óvart ef það rímaði ekki fullkomnlega við raunveruleikann - Framsóknarflokknum er sama um Reykjavík. Mér þykir vænt um borgina mína og finnst hún vera á góðri leið. Ég átta mig alveg á því að það eru ekki allir í Reykjavík sammála stefnu okkar í Samfylkingunni. Það er bara eðlilegt og gott. Við höfum þó skýra framtíðarsýn um hvernig borgin okkar á að vera. Aftur - fólk getur verið sammála þeirri sýn eða ekki. Mér þætti virkilega gaman að fá að taka þátt í að móta borgina okkar á næsta kjörtímabili. Til þess þarf Samfylkingin að fá góða kosningu - 7 fulltrúa inn að lágmarki. Við verðum að gera einhverjar lágmarkskröfur til þeirra flokka sem við kjósum. Ég get skilið fólk sem kýs hina og þessa flokka, án þess að vera sammála þeim. Ég bara fæ ekki skilið hvers vegna í ósköpunum nokkur Reykvíkingur myndi kjósa Framsóknarflokkinn. *https://kjarninn.is/frettir/sigurdur-ingi-leggst-gegn-uppbyggingu-nys-hverfis-i-skerjafirdi/?fbclid=IwAR2Gic4Q7ULnWnseqZe-VnYbDNIYQFV8y1WrtbC_L3P68Zl-jjRi73hT4So ** https://www.althingi.is/altext/raeda/152/rad20220429T111150.html?fbclid=IwAR1PY8ogzM0c6YmkbwvvWP3O-EvT1Zunk97H0eOFZlcgm-FEPEQApGE9S2o ***https://www.haestirettur.is/default.aspx?pageid=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&id=fe8350ce-02e6-45bc-8086-5f3192c541cf&fbclid=IwAR3IzyT5rG63HVlfTmLaLF-dLbzRvikPeg08vKH5s_Ysesec2ho_kmQiQNM **** Sjá ítarlega grein Sara Björg Sigurðardóttir hér: https://www.visir.is/g/20222251043d?fbclid=IwAR2Xy63HKLHAa5ku-UibfUUH-rwr99O_VolUJ__aOHO8jN-exyldMTnwpVw Sjá einnig frumvarp Jóhann Páll Jóhannsson um sama mál hér: https://www.althingi.is/altext/152/s/0574.html?fbclid=IwAR0OXuIg_Vwo-ota_Hxo5HwC3hRMx-MVR3abTqoS1Pd4dVvBGaQ0XWYDm-w Höfundur er lögfræðingur og formaður Hallveigar, ungra jafnaðarmanna í Reykjavík.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun