Verður Stóra-Sandvík eyðilögð næst? Margrét Hugadóttir skrifar 6. maí 2022 13:00 Ein af þeim perlum sem er í hættu vegna virkjanaáforma er Stóra-Sandvík á Reykjanesi. Þetta er einstakt svæði með sjávarlóni og sandhólum, brimbrettaparadís og mikilvægur varpstaður kríunnar. Þarna tók Clint Eastwood upp Flag of Our Fathers. Stóra-Sandvík var sett í orkunýtingarflokk í Rammaáætlun sem þýðir að þar er talið að hagkvæmara sé að virkja en að vernda. Erum við sammála því? Í bígerð er 50 MW virkjun sem er kennd við Stóru Sandvík á iðnaðarsvæði sem mun ná yfir sjálfa víkina, gígaröðina Stampa og vinsælan áfangastað ferðamanna, „Brúna milli heimsálfa“. Sandvík á Reykjanesi.Ellert Grétarsson Einstök náttúra Íslands er gríðarlega verðmæt. Hún er verðmæt í sjálfu sér fyrir það eitt að vera til. Hún er verðmæt fyrir þjóðina og þær kynslóðir sem munu byggja þetta land. Hún er verðmæt fyrir alla Jarðarbúa því víðerni eru af skornum skammti í heiminum. Náttúra landsins er verðmæt til útivistar, lýðheilsu og aukinna lífsgæða. Náttúran er auk þess undirstaða stærstu útflutningsgreinar okkar - ferðaþjónustu. Eftirspurn eftir ódýrri orku er og verður alltaf mikil. Það er í raun eftirspurn sem verður seint hægt að mæta. Náttúra Íslands er takmörkuð auðlind. Viljum við eyðileggja hana fyrir megavött sem eru smá dropi í hafið og koma hvort sem ekki til með að nægja? Sandhólar í Stóru Sandvík.Ellert Grétarsson Á Íslandi er lögð áhersla á að selja stórnotendum raforku. Stóriðjufyrirtæki líkt og málmframleiðendur og gagnaver nota um 80 prósent orkunnar sem framleidd er á landinu. Um 5 prósent tapast í flutningskerfinu og virkjununum sjálfum. Orkutapið jafngildir raforkunotkun allra heimila í landinu, sem nota aðeins 5 prósent raforkunnar. Hvernig væri að breyta þessari forgangsröðun? Kynntu þér hvaða náttúruperlur eru í húfi vegna virkjunarhugmynda á náttúrukortinu. Höfundur er verkefnastjóri hjá Landvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Orkumál Margrét Hugadóttir Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Sjá meira
Ein af þeim perlum sem er í hættu vegna virkjanaáforma er Stóra-Sandvík á Reykjanesi. Þetta er einstakt svæði með sjávarlóni og sandhólum, brimbrettaparadís og mikilvægur varpstaður kríunnar. Þarna tók Clint Eastwood upp Flag of Our Fathers. Stóra-Sandvík var sett í orkunýtingarflokk í Rammaáætlun sem þýðir að þar er talið að hagkvæmara sé að virkja en að vernda. Erum við sammála því? Í bígerð er 50 MW virkjun sem er kennd við Stóru Sandvík á iðnaðarsvæði sem mun ná yfir sjálfa víkina, gígaröðina Stampa og vinsælan áfangastað ferðamanna, „Brúna milli heimsálfa“. Sandvík á Reykjanesi.Ellert Grétarsson Einstök náttúra Íslands er gríðarlega verðmæt. Hún er verðmæt í sjálfu sér fyrir það eitt að vera til. Hún er verðmæt fyrir þjóðina og þær kynslóðir sem munu byggja þetta land. Hún er verðmæt fyrir alla Jarðarbúa því víðerni eru af skornum skammti í heiminum. Náttúra landsins er verðmæt til útivistar, lýðheilsu og aukinna lífsgæða. Náttúran er auk þess undirstaða stærstu útflutningsgreinar okkar - ferðaþjónustu. Eftirspurn eftir ódýrri orku er og verður alltaf mikil. Það er í raun eftirspurn sem verður seint hægt að mæta. Náttúra Íslands er takmörkuð auðlind. Viljum við eyðileggja hana fyrir megavött sem eru smá dropi í hafið og koma hvort sem ekki til með að nægja? Sandhólar í Stóru Sandvík.Ellert Grétarsson Á Íslandi er lögð áhersla á að selja stórnotendum raforku. Stóriðjufyrirtæki líkt og málmframleiðendur og gagnaver nota um 80 prósent orkunnar sem framleidd er á landinu. Um 5 prósent tapast í flutningskerfinu og virkjununum sjálfum. Orkutapið jafngildir raforkunotkun allra heimila í landinu, sem nota aðeins 5 prósent raforkunnar. Hvernig væri að breyta þessari forgangsröðun? Kynntu þér hvaða náttúruperlur eru í húfi vegna virkjunarhugmynda á náttúrukortinu. Höfundur er verkefnastjóri hjá Landvernd.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar