Þetta vilja Píratar gera fyrir yngstu íbúa Kópavogs Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar 7. maí 2022 08:00 Barn sem fæðist í dag á rétt á 12 mánaða fæðingarorlofi með forsjáraðilum sínum (gefum okkur að þetta ímyndaða barn eigi tvo foreldra sem báðir hafa verið í lágmarksstarfshlutfalli á vinnumarkaði, eða í námi, í tilgreindan tíma fyrir fæðingu þess). Hvað gerist að þessum 12 mánuðum loknum? Jú, ef barnið er fætt á vormánuðum getur það átt von á að fá inngöngu í leikskóla við 15 mánaða aldur. Ef það býr í heppilegu hverfi gæti sá leikskóli verið í göngufjarlægð frá heimili þess, annars gæti hann verið hvar sem er í bænum. Ef barnið er fætt um sumar þarf það að bíða í ár í viðbót eftir að fá inngöngu í leikskóla, þar sem að jafnaði losnar aðeins um pláss á haustin þegar elstu börnin fara í grunnskóla. Leikskólapláss í nærumhverfi og heimgreiðslur fram að því Staðan er því sú að í mörgum tilfellum er annað foreldrið áfram heima með barnið í allt að ár þar til það fær inngöngu í leiksklóla. Þessu fylgir auðvitað mikil tekjuskerðing fyrir heimilið, sumir bregða á það ráð að skrá sig í háskólanám aðeins til þess að geta fengið framfærslulán frá Menntasjóði. Við Píratar viljum stefna að því að öllum börnum í Kópavogi bjóðist leikskólapláss í nærumhverfi sínu frá 12 mánaða aldri, óski forsjáraðilar þess, og við viljum strax bjóða forsjáraðilum heimgreiðslur á meðan beðið er. Upphæð heimgreiðslna ætti að taka mið af kostnaði sveitarfélagsins við að niðurgreiða leikskólapláss, sem nemur hátt í 200.000 krónum á mánuði. Ef kostnaður sveitarfélagsins er lægri fyrir þau börn sem ekki hafa fengið inngöngu í leikskóla er raunverulega innbygður hvati til óbreytts ástands. Sex tíma gjaldfrjáls leikskóli Við viljum líka skapa hvata til styttri dagvistunar með 6 tíma gjaldfrjálsum leikskóla og höfum þegar lagt fram tillögu þess efnis í bæjarstjórn Kópavogs. Þetta er hægt að gera með litlum sem engum tilkostnaði fyrir bæjarsjóð, en í núverandi fyrirkomulagi greiðir Kópavogsbær um 75% kostnaðar við leikskóladvöl barna. Langflest börn dvelja á leikskólum í átta tíma á dag og því eru sex tímar einmitt 75% af vistunartíma flestra barna. Haldist dvalartími barna sá sami eftir breytinguna eykst kostnaður sveitarfélagsins því ekki að neinu ráði. En fleira hangir á spýtunni en aðstæður foreldra og barna þeirra. Nái breytingin fram að ganga mun álag á leikskólakennara og leiðbeinendur minnka og veita aukið svigrúm til að vinna að undirbúningi námsins. Þá mætti færa deildarfundi yfir á dagvinnutíma og þannig spara kostnað við yfirvinnu. Auk þess spilar aðgerðin vel með markmiðum um styttingu vinnuvikunnar. Þar sem sambærilegar tillögur hafa verið rýndar hefur niðurstaðan verið sú að tekjutap bæjarins vegna styttri dvalartíma yrði í öllum tilfellum minna en sparnaður vegna minni þrýstings á kerfið. Stundum er sem betur fer hægt að gera líf almennings betra með litlum tilkostnaði, einföldum aðgerðum og bara smá vilja til að líta hlutina frá nýju sjónarhorni. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Pírata í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Píratar Skoðun: Kosningar 2022 Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Barn sem fæðist í dag á rétt á 12 mánaða fæðingarorlofi með forsjáraðilum sínum (gefum okkur að þetta ímyndaða barn eigi tvo foreldra sem báðir hafa verið í lágmarksstarfshlutfalli á vinnumarkaði, eða í námi, í tilgreindan tíma fyrir fæðingu þess). Hvað gerist að þessum 12 mánuðum loknum? Jú, ef barnið er fætt á vormánuðum getur það átt von á að fá inngöngu í leikskóla við 15 mánaða aldur. Ef það býr í heppilegu hverfi gæti sá leikskóli verið í göngufjarlægð frá heimili þess, annars gæti hann verið hvar sem er í bænum. Ef barnið er fætt um sumar þarf það að bíða í ár í viðbót eftir að fá inngöngu í leikskóla, þar sem að jafnaði losnar aðeins um pláss á haustin þegar elstu börnin fara í grunnskóla. Leikskólapláss í nærumhverfi og heimgreiðslur fram að því Staðan er því sú að í mörgum tilfellum er annað foreldrið áfram heima með barnið í allt að ár þar til það fær inngöngu í leiksklóla. Þessu fylgir auðvitað mikil tekjuskerðing fyrir heimilið, sumir bregða á það ráð að skrá sig í háskólanám aðeins til þess að geta fengið framfærslulán frá Menntasjóði. Við Píratar viljum stefna að því að öllum börnum í Kópavogi bjóðist leikskólapláss í nærumhverfi sínu frá 12 mánaða aldri, óski forsjáraðilar þess, og við viljum strax bjóða forsjáraðilum heimgreiðslur á meðan beðið er. Upphæð heimgreiðslna ætti að taka mið af kostnaði sveitarfélagsins við að niðurgreiða leikskólapláss, sem nemur hátt í 200.000 krónum á mánuði. Ef kostnaður sveitarfélagsins er lægri fyrir þau börn sem ekki hafa fengið inngöngu í leikskóla er raunverulega innbygður hvati til óbreytts ástands. Sex tíma gjaldfrjáls leikskóli Við viljum líka skapa hvata til styttri dagvistunar með 6 tíma gjaldfrjálsum leikskóla og höfum þegar lagt fram tillögu þess efnis í bæjarstjórn Kópavogs. Þetta er hægt að gera með litlum sem engum tilkostnaði fyrir bæjarsjóð, en í núverandi fyrirkomulagi greiðir Kópavogsbær um 75% kostnaðar við leikskóladvöl barna. Langflest börn dvelja á leikskólum í átta tíma á dag og því eru sex tímar einmitt 75% af vistunartíma flestra barna. Haldist dvalartími barna sá sami eftir breytinguna eykst kostnaður sveitarfélagsins því ekki að neinu ráði. En fleira hangir á spýtunni en aðstæður foreldra og barna þeirra. Nái breytingin fram að ganga mun álag á leikskólakennara og leiðbeinendur minnka og veita aukið svigrúm til að vinna að undirbúningi námsins. Þá mætti færa deildarfundi yfir á dagvinnutíma og þannig spara kostnað við yfirvinnu. Auk þess spilar aðgerðin vel með markmiðum um styttingu vinnuvikunnar. Þar sem sambærilegar tillögur hafa verið rýndar hefur niðurstaðan verið sú að tekjutap bæjarins vegna styttri dvalartíma yrði í öllum tilfellum minna en sparnaður vegna minni þrýstings á kerfið. Stundum er sem betur fer hægt að gera líf almennings betra með litlum tilkostnaði, einföldum aðgerðum og bara smá vilja til að líta hlutina frá nýju sjónarhorni. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Pírata í Kópavogi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar