Hverfið mitt, borgin okkar Birkir Ingibjartsson skrifar 7. maí 2022 07:00 Það er oft sagt að mestu verðmæti hverrar þjóðar séu falin í hinu byggða umhverfi. Þar verjum við mestum okkar tíma en ekki síður fjármunum. Það er kostnaðarsamt að byggja ný hús og hverfi en í núverandi byggingum, götum, ljósastaurum og görðum eru bundnar miklar fjárfestingar. Víða hefur það tekið þrjár til fimm kynslóðir borgarbúa að byggja upp og græða núverandi borgarlandslag. Styrkur Reykjavíkur felst í þeim fjölbreyttu hverfum sem eru í borginni, hver með sitt sérkenni. Þar býr mesti félagsauður borgarinnar, í íbúum og þeim samfélögum sem innan hennar þrífast og dafna. Stærð þeirra og hlutverk eru ólík og mörg en hverfi borgarinnar eru öll sterkar samfélagseiningar sem mikilvægt er að hlúa að og fjárfesta í. Við frambjóðendur og sjálfboðaliðar Samfylkingarinnar í Reykjavík höfum verið að ganga í hús í hverfum Reykjavíkur. Bankað uppá hjá íbúum og rætt við þau um málefni þeirra hverfis. Bæði í afmörkuðum málum sem snerta hverfin beint en einnig í samhengi við þróun Reykjavíkur og höfuðborgarsvæðisins í heild sinni. Húsnæðis- og samgöngumálin eru málaflokkar sem eru fólki ofarlega í huga en ekki síst loftslags- og umhverfismálin. Þar stöndum við frammi fyrir stórum úrlausnarefnum sem snerta okkur öll og mikilvægt er að taka föstum tökum. Mikilvægi þessara málaflokka krefst þess að við fjárfestum í núverandi hverfum borgarinnar og þéttum byggð innan þeirra. Með nýjum íbúum eykst fjölbreytileiki mannlífsins innan hverfanna. Það eykur breidd og styrk þeirra samfélaga sem þar eru fyrir en getur líka verið þörf innspýting til að bregðast við aukinni einsleitni sem fylgt hefur hækkandi aldri þjóðarinnar. Með nýjum og endurbættum innviðum auk fjölgun íbúa verða hverfin betur til þess fallin að takast á við áskoranir samtímans og framtíðarinnar. Við viljum öll öflugri nærþjónustu, sjálfbærari hverfi og meiri nánd okkar á milli. Þar skipta fjölbreytt og sterk hverfi miklu máli. Að búa til vel starfandi samfélög innan nýrra hverfa er hinsvegar ekki eitthvað sem hægt er að skilgreina á teikniborðinu. Það krefst áhuga, vilja, þátttöku og tíma frá íbúum hverfanna. Þau þarf að byggja upp frá grunni og viðhalda. Þar græða nýir íbúar hverfanna mest. Í eldri hverfum eru félagslegir innviðir til staðar sem hægt er að ganga inn í og byrja strax að taka þátt. Þar er mikil þekking og reynsla á málefnum hverfisins sem getur veitt nýjum íbúum mikla hjálp við að koma sér fyrir í nýju umhverfi. Það hefur verið gaman að hitta fólkið í borginni og okkur hjá Samfylkingunni verið vel tekið í okkar heimsóknum. Reykvíkingar eru stoltir af borginni sinni en horfa ekki síður með brennandi áhuga á sitt eigið nærumhverfi. Hverfin eru þeirra heimili og oft sú samfélagsmiðja sem þau skilgreina sig útfrá. Íbúar borgarinnar hafa sterkar skoðanir á þróun borgarinnar og eru oft mjög gagnrýnin á það sem er gallað og þarf að laga. Það er ekki vegna skorts á stolti, heldur einmitt vegna sterkra tilfinninga í garð borgarinnar og þess samfélags sem hér býr. Um helgina ætlum við í Samfylkingunni að ganga í hús í Vesturbæ og Hlíðum. Við hlökkum til að banka á dyr hjá ykkur og ræða málin. Höfundur er arkitekt og skipar 8. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Birkir Ingibjartsson Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er oft sagt að mestu verðmæti hverrar þjóðar séu falin í hinu byggða umhverfi. Þar verjum við mestum okkar tíma en ekki síður fjármunum. Það er kostnaðarsamt að byggja ný hús og hverfi en í núverandi byggingum, götum, ljósastaurum og görðum eru bundnar miklar fjárfestingar. Víða hefur það tekið þrjár til fimm kynslóðir borgarbúa að byggja upp og græða núverandi borgarlandslag. Styrkur Reykjavíkur felst í þeim fjölbreyttu hverfum sem eru í borginni, hver með sitt sérkenni. Þar býr mesti félagsauður borgarinnar, í íbúum og þeim samfélögum sem innan hennar þrífast og dafna. Stærð þeirra og hlutverk eru ólík og mörg en hverfi borgarinnar eru öll sterkar samfélagseiningar sem mikilvægt er að hlúa að og fjárfesta í. Við frambjóðendur og sjálfboðaliðar Samfylkingarinnar í Reykjavík höfum verið að ganga í hús í hverfum Reykjavíkur. Bankað uppá hjá íbúum og rætt við þau um málefni þeirra hverfis. Bæði í afmörkuðum málum sem snerta hverfin beint en einnig í samhengi við þróun Reykjavíkur og höfuðborgarsvæðisins í heild sinni. Húsnæðis- og samgöngumálin eru málaflokkar sem eru fólki ofarlega í huga en ekki síst loftslags- og umhverfismálin. Þar stöndum við frammi fyrir stórum úrlausnarefnum sem snerta okkur öll og mikilvægt er að taka föstum tökum. Mikilvægi þessara málaflokka krefst þess að við fjárfestum í núverandi hverfum borgarinnar og þéttum byggð innan þeirra. Með nýjum íbúum eykst fjölbreytileiki mannlífsins innan hverfanna. Það eykur breidd og styrk þeirra samfélaga sem þar eru fyrir en getur líka verið þörf innspýting til að bregðast við aukinni einsleitni sem fylgt hefur hækkandi aldri þjóðarinnar. Með nýjum og endurbættum innviðum auk fjölgun íbúa verða hverfin betur til þess fallin að takast á við áskoranir samtímans og framtíðarinnar. Við viljum öll öflugri nærþjónustu, sjálfbærari hverfi og meiri nánd okkar á milli. Þar skipta fjölbreytt og sterk hverfi miklu máli. Að búa til vel starfandi samfélög innan nýrra hverfa er hinsvegar ekki eitthvað sem hægt er að skilgreina á teikniborðinu. Það krefst áhuga, vilja, þátttöku og tíma frá íbúum hverfanna. Þau þarf að byggja upp frá grunni og viðhalda. Þar græða nýir íbúar hverfanna mest. Í eldri hverfum eru félagslegir innviðir til staðar sem hægt er að ganga inn í og byrja strax að taka þátt. Þar er mikil þekking og reynsla á málefnum hverfisins sem getur veitt nýjum íbúum mikla hjálp við að koma sér fyrir í nýju umhverfi. Það hefur verið gaman að hitta fólkið í borginni og okkur hjá Samfylkingunni verið vel tekið í okkar heimsóknum. Reykvíkingar eru stoltir af borginni sinni en horfa ekki síður með brennandi áhuga á sitt eigið nærumhverfi. Hverfin eru þeirra heimili og oft sú samfélagsmiðja sem þau skilgreina sig útfrá. Íbúar borgarinnar hafa sterkar skoðanir á þróun borgarinnar og eru oft mjög gagnrýnin á það sem er gallað og þarf að laga. Það er ekki vegna skorts á stolti, heldur einmitt vegna sterkra tilfinninga í garð borgarinnar og þess samfélags sem hér býr. Um helgina ætlum við í Samfylkingunni að ganga í hús í Vesturbæ og Hlíðum. Við hlökkum til að banka á dyr hjá ykkur og ræða málin. Höfundur er arkitekt og skipar 8. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun