Fyrirgefið mér, en ég reyndi Berglind Sunna Bragadóttir skrifar 6. maí 2022 19:30 Sem ungur frambjóðandi í Reykjavík finn ég mig knúna til að játa skammarlegt leyndarmál. Umhverfismál eru mér hugfangin eins og vonandi flestum (það er ekki játningin, bíddu aðeins). Ég geri mitt besta til að lifa lífi mínu þannig að ég skilji eftir mig sem allra minnst rusl og mengi lítið. Ég geri þetta ekkert fullkomlega – en ég reyni mitt besta. Ég hóf störf hjá fyrirtæki í aðeins fimm mínútna göngu frá heimili mínu í byrjun janúar og þótti það kjörið tilefni til að láta reyna á bíllausan lífsstíl og draga enn frekar úr kolefnisfótsporinu. Og þar kemur skammarlega játningin inn. Ég nefnilega gafst upp á ástandinu og keypti mér bíl í apríl. Ég veit, ég veit! Skítugt, óskilvirkt, mengandi, öll ljótu orðin - ég veit! En ég hafði mínar ástæður. Fimm mínútna gangan mín í vinnuna varð að tíu mínútna göngu í vetur vegna þess að ég þurfti heyja stríð gegn snjósköflunum sem söfnuðust fyrir, svo vikum skipti, á gangstéttunum. Ég mætti iðulega móð, holdvot og pirruð í vinnuna. Sem er kannski ekki þau fyrstu kynni sem maður vill veita af sér á nýjum vinnustað. Ég ætla ekki einu sinni að fara út í búðaferðirnar, látum duga að segja: þær voru lengri en labbið í vinnuna með þunga poka í ofanálag. Svo var það ræktin. Hreyfing hreinsar hugann og veitir mér orku fyrir daginn, ég er hroðbjóðslega léleg í öllu sem kallast íþrótt nema lyftingum svo ræktin er besti vinur minn. Ræktin mín er í 5 mínútna akstri frá heimili mínu, um 30 mínútna göngu segir Google Maps. „Ekkert mál!“, hugsaði ég, „þetta er Reykjavík, ég nota auðvitað bara Strætó!“ – já gleymdu því! Ég hefði þurft að ganga megnið af leiðinni, í sköflunum, með lágmarks tímasparnaði. En það sem vóg þyngst í þessari ákvarðanatöku minni var fjölskyldan mín, hún er öll búsett utan höfuðborgarsvæðisins. Það reyndist mér bara rosalega erfitt að geta ekki bara stokkið til og heimsótt þau þegar ég vildi eða þurfti. Ef við viljum draga úr umferð einkabíla þá verðum við að gera almenningssamgöngukerfið skilvirkara. Við verðum við að ryðja gangstéttirnar og hjólastígana almennilega, byggja þá upp og halda vel við. Við verðum að fella niður allar þessar dags daglegu hindranir, allt þetta vesen – svo getum við farið að þrengja vegi og njóta allra þeirra kosta sem færri bílum fylgir. Mig langar að nota bílinn sem minnst í borginni, en eins og er þá sé ég það ekki sem raunhæfan valkost. Framsókn í Reykjavík villöfluga uppbyggingu almenningssamgangna og skilvirka Borgarlínu ásamt því að sækja fram í uppbyggingu hjóla- og göngustíga. Breytum samgöngumálum í Reykjavík, gerum það skemmtilegt og aðlaðandi að nýta umhverfisvænni lausnir. Er ekki kominn tími á breytingar í borginni? Höfundur skipar 15. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar 14. maí næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Sem ungur frambjóðandi í Reykjavík finn ég mig knúna til að játa skammarlegt leyndarmál. Umhverfismál eru mér hugfangin eins og vonandi flestum (það er ekki játningin, bíddu aðeins). Ég geri mitt besta til að lifa lífi mínu þannig að ég skilji eftir mig sem allra minnst rusl og mengi lítið. Ég geri þetta ekkert fullkomlega – en ég reyni mitt besta. Ég hóf störf hjá fyrirtæki í aðeins fimm mínútna göngu frá heimili mínu í byrjun janúar og þótti það kjörið tilefni til að láta reyna á bíllausan lífsstíl og draga enn frekar úr kolefnisfótsporinu. Og þar kemur skammarlega játningin inn. Ég nefnilega gafst upp á ástandinu og keypti mér bíl í apríl. Ég veit, ég veit! Skítugt, óskilvirkt, mengandi, öll ljótu orðin - ég veit! En ég hafði mínar ástæður. Fimm mínútna gangan mín í vinnuna varð að tíu mínútna göngu í vetur vegna þess að ég þurfti heyja stríð gegn snjósköflunum sem söfnuðust fyrir, svo vikum skipti, á gangstéttunum. Ég mætti iðulega móð, holdvot og pirruð í vinnuna. Sem er kannski ekki þau fyrstu kynni sem maður vill veita af sér á nýjum vinnustað. Ég ætla ekki einu sinni að fara út í búðaferðirnar, látum duga að segja: þær voru lengri en labbið í vinnuna með þunga poka í ofanálag. Svo var það ræktin. Hreyfing hreinsar hugann og veitir mér orku fyrir daginn, ég er hroðbjóðslega léleg í öllu sem kallast íþrótt nema lyftingum svo ræktin er besti vinur minn. Ræktin mín er í 5 mínútna akstri frá heimili mínu, um 30 mínútna göngu segir Google Maps. „Ekkert mál!“, hugsaði ég, „þetta er Reykjavík, ég nota auðvitað bara Strætó!“ – já gleymdu því! Ég hefði þurft að ganga megnið af leiðinni, í sköflunum, með lágmarks tímasparnaði. En það sem vóg þyngst í þessari ákvarðanatöku minni var fjölskyldan mín, hún er öll búsett utan höfuðborgarsvæðisins. Það reyndist mér bara rosalega erfitt að geta ekki bara stokkið til og heimsótt þau þegar ég vildi eða þurfti. Ef við viljum draga úr umferð einkabíla þá verðum við að gera almenningssamgöngukerfið skilvirkara. Við verðum við að ryðja gangstéttirnar og hjólastígana almennilega, byggja þá upp og halda vel við. Við verðum að fella niður allar þessar dags daglegu hindranir, allt þetta vesen – svo getum við farið að þrengja vegi og njóta allra þeirra kosta sem færri bílum fylgir. Mig langar að nota bílinn sem minnst í borginni, en eins og er þá sé ég það ekki sem raunhæfan valkost. Framsókn í Reykjavík villöfluga uppbyggingu almenningssamgangna og skilvirka Borgarlínu ásamt því að sækja fram í uppbyggingu hjóla- og göngustíga. Breytum samgöngumálum í Reykjavík, gerum það skemmtilegt og aðlaðandi að nýta umhverfisvænni lausnir. Er ekki kominn tími á breytingar í borginni? Höfundur skipar 15. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar 14. maí næstkomandi.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun