Garðabær fyrir öll – líka fötluð Árni Björn Kristjánsson skrifar 8. maí 2022 14:30 Þegar ég vaknaði í morgun rifjaðist upp fyrir mér draumur. Mig dreymdi draum sem var ótrúlega skýr og raunverulegur. Ég þurfti að hrista hausinn nokkrum sinnum til þess að átta mig á að ég var í sama veruleika og þegar ég hafði dottið út í gærkvöldi. Þessi draumur var ekki aðeins raunverulegur heldur var hann líka raunhæfur. Í draumnum hafði allt snarnúist við í þjónustu Garðabæjar gagnvart okkur fjölskyldunni vegna þeirrar þjónustu sem fötluð og langveik dóttir mín þarf á að halda. Í draumnum var ég var að brasa í flutningum til Garðabæjar með fjölskyldu minni. Við vorum að gera og græja allt sem þarf til að dóttir okkar kæmist sem allra fyrst í sína mikilvægu rútínu. Viðmótið sem mætti mér hjá bænum mun aldrei hverfa úr minni mínu. Okkur var tekið með opnum örmum og boðin velkomin í nýtt sveitarfélag. Næsta sem gerðist var að Garðabær sinnti frumkvæðisskyldu sinni sem hvílir á sveitarfélögum og okkur voru kynnt hver væru næstu skref í okkar ferli. Viðmótið sem mætti okkur var fjölskyldunni svo óendanlega dýrmætt. Það er ekki alveg eins einfalt að flytja á milli staða og ætla mætti þegar einn af fjölskyldumeðlimum er fötluð manneskja og langveik. Það þarf að tryggja þessa daglegu þjónustu sem dóttir mín þarf á að halda og sveitarfélaginu ber að veita til þess að hún geti tekist á við athafnir daglegs lífs. Allt frá því að koma sér á fætur, borða, komast í skólann, iðjuþjálfun og aðra sérfræðiþjálfun, íþrótta- og tómstundaiðkun og þar til hún leggst á koddann sinn og sofnar. Þjónustan heldur svo áfram yfir nóttina þar sem hún þarf stöðugan stuðning allan sólahringinn vegna síns sjúkdóms. Í draumnum hafði Garðabær tekið ákvörðun um að styrkja stjórnsýsluna og fylgja frumkvæðisskyldu sinni markvisst án afsláttar og við þurftum ekki að byrja á því að leita uppi alla þjónustu. Þess í stað var okkur strax beint til félagsráðgjafa sem annast allt utanumhald og rafræna gátt sem heldur utan um öll okkar mál. Í draumnum hafði Garðabær tekið þá ákvörðun að mæta þörfum fatlaðra einstaklinga og fjölskyldum þeirra alveg 100% út frá faglegu mati sérfræðinga um hver væri raunveruleg þörf hins fatlaða. Enginn afsláttur. Það er von Því verður seint lýst fyllilega hversu mikill léttir slík aðkoma sveitarfélagsins að þörfum fjölskyldunnar vegna fatlaðrar dóttur minnar er fyrir okkur foreldrana. Það er áfall að eignast fatlað barn, finna vanmátt sinn og mæta kerfi sem hreyfist hægt. Það er sárt að geta ekki aðhafst, hafa ekki stjórn og geta ekki gert betur en vita að það er hægt. Þessi dásamlegi draumur sem mig dreymdi vakti með mér von og er í raun sá veruleiki sem ekki bara mig langar að lifa heldur sem mig langar að allt fatlað fólk fái að lifa. Það eru enginn forréttindi heldur aðeins sjálfsögð mannréttindi. Ég deili draumnum því hann er sá sem ég vil láta rætast. Við í Viðreisn viljum gera mikið betur. Höfundur skipar 4. sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ og er aðstoðarmaður fasteignasala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Björn Kristjánsson Viðreisn Garðabær Málefni fatlaðs fólks Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég vaknaði í morgun rifjaðist upp fyrir mér draumur. Mig dreymdi draum sem var ótrúlega skýr og raunverulegur. Ég þurfti að hrista hausinn nokkrum sinnum til þess að átta mig á að ég var í sama veruleika og þegar ég hafði dottið út í gærkvöldi. Þessi draumur var ekki aðeins raunverulegur heldur var hann líka raunhæfur. Í draumnum hafði allt snarnúist við í þjónustu Garðabæjar gagnvart okkur fjölskyldunni vegna þeirrar þjónustu sem fötluð og langveik dóttir mín þarf á að halda. Í draumnum var ég var að brasa í flutningum til Garðabæjar með fjölskyldu minni. Við vorum að gera og græja allt sem þarf til að dóttir okkar kæmist sem allra fyrst í sína mikilvægu rútínu. Viðmótið sem mætti mér hjá bænum mun aldrei hverfa úr minni mínu. Okkur var tekið með opnum örmum og boðin velkomin í nýtt sveitarfélag. Næsta sem gerðist var að Garðabær sinnti frumkvæðisskyldu sinni sem hvílir á sveitarfélögum og okkur voru kynnt hver væru næstu skref í okkar ferli. Viðmótið sem mætti okkur var fjölskyldunni svo óendanlega dýrmætt. Það er ekki alveg eins einfalt að flytja á milli staða og ætla mætti þegar einn af fjölskyldumeðlimum er fötluð manneskja og langveik. Það þarf að tryggja þessa daglegu þjónustu sem dóttir mín þarf á að halda og sveitarfélaginu ber að veita til þess að hún geti tekist á við athafnir daglegs lífs. Allt frá því að koma sér á fætur, borða, komast í skólann, iðjuþjálfun og aðra sérfræðiþjálfun, íþrótta- og tómstundaiðkun og þar til hún leggst á koddann sinn og sofnar. Þjónustan heldur svo áfram yfir nóttina þar sem hún þarf stöðugan stuðning allan sólahringinn vegna síns sjúkdóms. Í draumnum hafði Garðabær tekið ákvörðun um að styrkja stjórnsýsluna og fylgja frumkvæðisskyldu sinni markvisst án afsláttar og við þurftum ekki að byrja á því að leita uppi alla þjónustu. Þess í stað var okkur strax beint til félagsráðgjafa sem annast allt utanumhald og rafræna gátt sem heldur utan um öll okkar mál. Í draumnum hafði Garðabær tekið þá ákvörðun að mæta þörfum fatlaðra einstaklinga og fjölskyldum þeirra alveg 100% út frá faglegu mati sérfræðinga um hver væri raunveruleg þörf hins fatlaða. Enginn afsláttur. Það er von Því verður seint lýst fyllilega hversu mikill léttir slík aðkoma sveitarfélagsins að þörfum fjölskyldunnar vegna fatlaðrar dóttur minnar er fyrir okkur foreldrana. Það er áfall að eignast fatlað barn, finna vanmátt sinn og mæta kerfi sem hreyfist hægt. Það er sárt að geta ekki aðhafst, hafa ekki stjórn og geta ekki gert betur en vita að það er hægt. Þessi dásamlegi draumur sem mig dreymdi vakti með mér von og er í raun sá veruleiki sem ekki bara mig langar að lifa heldur sem mig langar að allt fatlað fólk fái að lifa. Það eru enginn forréttindi heldur aðeins sjálfsögð mannréttindi. Ég deili draumnum því hann er sá sem ég vil láta rætast. Við í Viðreisn viljum gera mikið betur. Höfundur skipar 4. sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ og er aðstoðarmaður fasteignasala.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun