Okkar samfélag – Uppbygging í Garðabæ sem allir njóta Guðjón Pétur Lýðsson skrifar 8. maí 2022 19:30 Ég vil byrja á að óska Garðabæ til hamingju með glænýtt fjölnota íþróttahús, Miðgarð. Þetta flotta hús mun auka til muna þau gæði sem hægt er að bjóða bæjarbúum og íþróttafélögum bæjarins. Hús sem allir eiga að nýta og er upphafið að framtíðarsvæði Stjörnunnar. Nú er vonandi hægt að einblína á aðra innviði í sveitarfélaginu og klára framkvæmdir við það sem hefur svo sannarlega setið á hakanum, samanber Urriðaholtsskóla. Við hjá Garðabæjarlistanum höfum ítrekað hvatt meirihlutann til að flýta framkvæmdum í Urriðaholti en það hefur engan veginn verið í forgangi líkt og dæmin sanna, engu líkara en að það sé viljandi gert að láta hverfið byggjast þannig upp að allt verði klárað fyrir utan grunnþjónustuna t.d. göngustígar, leiksvæði, skólar og leikskólar, aðgengi að íþróttasvæði Stjörnunnar svo eitthvað sé nefnt. Bærinn hefur tekið þá stefnu að byggja bráðabirgðarhúsnæði í kringum grunn- og leikskólana okkar, sem skilur eftir lítið framtíðarverðmæti eftir fyrir sveitarfélagið. Þess í stað fara allir þeir fjármunir til þess aðila sem leigir sveitarfélaginu þær byggingar. Eftir standa gáma- og kofabyggðir. Þannig hefur skólinn í Urriðaholti, sem var forhannaður og búið var að skipuleggja, aðeins verið byggður upp að litlu leyti. Ef meirihlutinn vill koma með það mótsvar, sem ég hef reyndar heyrt og bæjarstjóri nefndi á íbúafundi bæði hér í okkar hverfi og á fundi á Álftanesi, að þegar hverfi eldast verði allt í einu mun minna af börnum þar: Halda þessi rök vatni? Hver er staðan í þeim skólum sem voru eru byggðir upp í eldri hverfum í sveitarfélaginu? Þeir skólar standa ekki tómir í dag og að auki hafa bráðabirgðakofar staðið við þá nánast alla tíð. Ég verð þakklátur fyrir það ef yngsta barnið mitt nær að upplifa að skólinn, íþróttahúsið og sundlaugin verði fullbyggð í Urriðaholti. Hnoðraholtið mun fara í mikla uppbyggingu á næstu árum. Það mun laða að sér svipaða íbúasamsetningu og er í Urriðaholti. Mikið af ungu fjölskyldufólki mun kappkosta við að byggja sér framtíðarheimili í vel staðsettu hverfi þar sem stutt er í stofnbrautir, náttúruna og íþróttaaðstöðu. Við þurfum að læra af reynslunni og klára innviðina tímanlega. Að lokum langar mig að fjalla aðeins um Álftanesið mitt. Þar er búið að skipuleggja mikla þéttingu byggðar og þar er nauðsynlegt að tryggja uppbyggingu á grunn- og leikskólum til að mæta aukningu íbúafjölda. Einnig þarf að tryggja að aðstaða fyrir íþróttir og aðra félagsstarfsemi verði til fyrirmyndar. Íþróttahúsið er komið í ágætis ástand og með uppsetning flóðljósa á aðalvöll hefur aðstaðan tekið stakkaskiptum. Aftur á móti þarf að bæta aðstöðu fyrir áhorfendur og væri stórkostlegt ef útbúinn yrði annar völlur við hlið íþróttahússins. Ég óttast það að ef ekki verður farið í uppbyggingu þessara innviða strax muni sagan úr Urriðaholti endurtaka sig. Staðan í dag er sú að í skólanum er lítið rými fyrir fjölgun nemenda, aðstaða fyrir utan skólann fyrir útiveru er langt frá þeim kröfum sem íbúar gera. Það væri óskandi að farið væri sem allra fyrst í framkvæmdir við körfuboltavöll og battavöll í nálægð við skólann og að byggt væri upp sambærilegt leiksvæði og er við Flataskóla og Sjálandsskóla. Höfundur er í 4. sæti á Garðabæjarlistanum, X-G. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Ég vil byrja á að óska Garðabæ til hamingju með glænýtt fjölnota íþróttahús, Miðgarð. Þetta flotta hús mun auka til muna þau gæði sem hægt er að bjóða bæjarbúum og íþróttafélögum bæjarins. Hús sem allir eiga að nýta og er upphafið að framtíðarsvæði Stjörnunnar. Nú er vonandi hægt að einblína á aðra innviði í sveitarfélaginu og klára framkvæmdir við það sem hefur svo sannarlega setið á hakanum, samanber Urriðaholtsskóla. Við hjá Garðabæjarlistanum höfum ítrekað hvatt meirihlutann til að flýta framkvæmdum í Urriðaholti en það hefur engan veginn verið í forgangi líkt og dæmin sanna, engu líkara en að það sé viljandi gert að láta hverfið byggjast þannig upp að allt verði klárað fyrir utan grunnþjónustuna t.d. göngustígar, leiksvæði, skólar og leikskólar, aðgengi að íþróttasvæði Stjörnunnar svo eitthvað sé nefnt. Bærinn hefur tekið þá stefnu að byggja bráðabirgðarhúsnæði í kringum grunn- og leikskólana okkar, sem skilur eftir lítið framtíðarverðmæti eftir fyrir sveitarfélagið. Þess í stað fara allir þeir fjármunir til þess aðila sem leigir sveitarfélaginu þær byggingar. Eftir standa gáma- og kofabyggðir. Þannig hefur skólinn í Urriðaholti, sem var forhannaður og búið var að skipuleggja, aðeins verið byggður upp að litlu leyti. Ef meirihlutinn vill koma með það mótsvar, sem ég hef reyndar heyrt og bæjarstjóri nefndi á íbúafundi bæði hér í okkar hverfi og á fundi á Álftanesi, að þegar hverfi eldast verði allt í einu mun minna af börnum þar: Halda þessi rök vatni? Hver er staðan í þeim skólum sem voru eru byggðir upp í eldri hverfum í sveitarfélaginu? Þeir skólar standa ekki tómir í dag og að auki hafa bráðabirgðakofar staðið við þá nánast alla tíð. Ég verð þakklátur fyrir það ef yngsta barnið mitt nær að upplifa að skólinn, íþróttahúsið og sundlaugin verði fullbyggð í Urriðaholti. Hnoðraholtið mun fara í mikla uppbyggingu á næstu árum. Það mun laða að sér svipaða íbúasamsetningu og er í Urriðaholti. Mikið af ungu fjölskyldufólki mun kappkosta við að byggja sér framtíðarheimili í vel staðsettu hverfi þar sem stutt er í stofnbrautir, náttúruna og íþróttaaðstöðu. Við þurfum að læra af reynslunni og klára innviðina tímanlega. Að lokum langar mig að fjalla aðeins um Álftanesið mitt. Þar er búið að skipuleggja mikla þéttingu byggðar og þar er nauðsynlegt að tryggja uppbyggingu á grunn- og leikskólum til að mæta aukningu íbúafjölda. Einnig þarf að tryggja að aðstaða fyrir íþróttir og aðra félagsstarfsemi verði til fyrirmyndar. Íþróttahúsið er komið í ágætis ástand og með uppsetning flóðljósa á aðalvöll hefur aðstaðan tekið stakkaskiptum. Aftur á móti þarf að bæta aðstöðu fyrir áhorfendur og væri stórkostlegt ef útbúinn yrði annar völlur við hlið íþróttahússins. Ég óttast það að ef ekki verður farið í uppbyggingu þessara innviða strax muni sagan úr Urriðaholti endurtaka sig. Staðan í dag er sú að í skólanum er lítið rými fyrir fjölgun nemenda, aðstaða fyrir utan skólann fyrir útiveru er langt frá þeim kröfum sem íbúar gera. Það væri óskandi að farið væri sem allra fyrst í framkvæmdir við körfuboltavöll og battavöll í nálægð við skólann og að byggt væri upp sambærilegt leiksvæði og er við Flataskóla og Sjálandsskóla. Höfundur er í 4. sæti á Garðabæjarlistanum, X-G.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun