Hverjum treystir þú til að leiða í Borgarbyggð? Jóhanna M. Þorvaldsdóttir skrifar 8. maí 2022 19:45 Sjá má að stefnuskrár flestra flokka í Borgarbyggð hafa svipaðar hugmyndir að geyma. Allir vilja það besta fyrir samfélagið okkar Borgarbyggð. Allir vilja taka vel á móti fleirum í sveitarfélagið okkar. Allir vilja auka uppbyggingu og viðhalda vel þeim eignum sem sveitarfélagið á nú þegar. Allir vilja úthluta og skipuleggja fleiri lóðir, hlúa að skólunum, menningunni, umhverfinu okkar og bæta samfélagið í heild sinni. Í stórum dráttum eru yfirmarkmiðin afar svipuð á milli flokkanna sem bjóða fram krafta sína í komandi sveitarstjórnarkosningum. Því standa kjósendur nú frammi fyrir því að velja þann sem þeir treysta best til að leiða þessar umbætur sem framundan eru í sveitarfélaginu okkar. Það er í valdi kjósenda á kjördag að kjósa sinn leiðtoga, leiðtoga með skýrar hugmyndir, leiðtoga sem talar máli íbúa sveitarfélagsins, leiðtoga sem kemur öllum skoðunum áleiðis og ígrundar allar mögulegar lausnir vel og vandlega áður en þær eru framkvæmdar og fylgja því vel eftir. Sjálf er ég að stíga mín fyrstu skref í pólitíkinni en þegar kallið kom frá Bjarneyju Bjarnadóttur oddvita sameiginlegs framboðs Samfylkingarinnar og Viðreisnar, svaraði ég játandi án þess að hika. Því það sem ég hafði heyrt af Bjarneyju var eingöngu jákvætt og þrátt fyrir að vera ekki fædd og uppalinn í Borgarfirði og aðeins búsett hér í þrjú ár hefur hún sett sitt mark á samfélagið okkar. Ég veit að ég tala fyrir marga þegar ég segi að sá drifkraftur, metnaður og leiðtogahæfni sem Bjarney hefur að geyma er áþreifanlegt. Hún er leiðtogi sem lætur verkin tala og er gædd þeim mikilvæga leiðtoga hæfileika að sjá ólíka styrkleika í samstarfsfólki sínu sem saman mynda sterka heild. Ég treysti henni til að leiða Borgarbyggð en þú? Síðasta haust fékk ég að kynnast henni betur þegar við stukkum báðar til þegar óskað var eftir meðlimum í stjórn Badmintondeildar Skallagríms og án þess að hiksta tók hún að sér formennsku félagsins og hefur hún leitt starfið síðan með eindæmum vel. Eitt af hennar fyrstu verkum var að fá styrki frá fyrirtækjum til að niðurgreiða boli fyrir alla iðkendur svo að allir hefðu tækifæri til að eignast bol. Hún hafði frumkvæði að því að fá félagsfærninámskeið frá KVAN í sveitarfélagið okkar. Sem veitti mörgum börnum gjöfult tækifæri til að öðlast færni í samskiptum við jafnaldra sína, átta sig á eigin styrkleikum og þjálfast í vináttufærni. Sem foreldri var ég afar þakklát frumkvæði Bjarneyjar enda hafði ég ekki tök á því að keyra vikulega með barnið mitt til Reykjavíkur á námskeið þar. Hún var meðvituð um þörf námskeiðsins vegna virkrar hlustunar í foreldrasamfélaginu og í stað þess að hugsa að gott væri að fá námskeiðið í sveitarfélagið tók hún af skarið og gerði það að veruleika að börn sveitarfélagsins sætu námskeiðið í heimabyggð. Framúrskarandi leiðtogahæfni Auk þess að vera framúrskarandi leiðtogi er Bjarney kennaramenntuð og hefur starfað við fagið í tíu ár. Hún er íþróttafræðingur í grunninn og hefur víðtæka reynslu af íþróttaiðkun og starfaði í tæp tuttugu ár sem einkaþjálfari og spinningkennari, bæði á Íslandi og í Englandi. Fljótlega eftir að hún flutti í Borgarbyggð stofnaði hún hópinn Valkyrjurnar á samfélagsmiðlinum Facebook sem telur nú hátt í 400 konur. Sem stuðlaði að því að konur í sveitarfélaginu hittust, hreyfðu sig saman, kynntust og stækkuðu tengslanet sitt. Þessi fáu dæmi sýna að Bjarney er óhrædd að færa hugmyndir af blaði og yfir í raunheima. Hún hefur víðtæka reynslu af fræðslu-, mennta-, velferðar-, lýðheilsu- og íþróttamálum. Hún tekur öllum áskorunum fagnandi, hún sér styrkleika samstarfsfólks síns og deilir verkefnum eftir styrkleika og áhugasviðum samstarfsfólks. Hún hefur næmt eyra fyrir þörfum samfélagsins og sinnir öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur af kostgæfni, líkt og sjá mátti þegar hún var í öðru sæti á lista Viðreisnar í síðustu Alþingiskosningum. Ég treysti henni til að leiða en þú? Höfundur er grunn- og framhaldsskólakennari og skipar 9. sæti Samfylkingarinnar og Viðreisnar í Borgarbyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarbyggð Skoðun: Kosningar 2022 Samfylkingin Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Sjá má að stefnuskrár flestra flokka í Borgarbyggð hafa svipaðar hugmyndir að geyma. Allir vilja það besta fyrir samfélagið okkar Borgarbyggð. Allir vilja taka vel á móti fleirum í sveitarfélagið okkar. Allir vilja auka uppbyggingu og viðhalda vel þeim eignum sem sveitarfélagið á nú þegar. Allir vilja úthluta og skipuleggja fleiri lóðir, hlúa að skólunum, menningunni, umhverfinu okkar og bæta samfélagið í heild sinni. Í stórum dráttum eru yfirmarkmiðin afar svipuð á milli flokkanna sem bjóða fram krafta sína í komandi sveitarstjórnarkosningum. Því standa kjósendur nú frammi fyrir því að velja þann sem þeir treysta best til að leiða þessar umbætur sem framundan eru í sveitarfélaginu okkar. Það er í valdi kjósenda á kjördag að kjósa sinn leiðtoga, leiðtoga með skýrar hugmyndir, leiðtoga sem talar máli íbúa sveitarfélagsins, leiðtoga sem kemur öllum skoðunum áleiðis og ígrundar allar mögulegar lausnir vel og vandlega áður en þær eru framkvæmdar og fylgja því vel eftir. Sjálf er ég að stíga mín fyrstu skref í pólitíkinni en þegar kallið kom frá Bjarneyju Bjarnadóttur oddvita sameiginlegs framboðs Samfylkingarinnar og Viðreisnar, svaraði ég játandi án þess að hika. Því það sem ég hafði heyrt af Bjarneyju var eingöngu jákvætt og þrátt fyrir að vera ekki fædd og uppalinn í Borgarfirði og aðeins búsett hér í þrjú ár hefur hún sett sitt mark á samfélagið okkar. Ég veit að ég tala fyrir marga þegar ég segi að sá drifkraftur, metnaður og leiðtogahæfni sem Bjarney hefur að geyma er áþreifanlegt. Hún er leiðtogi sem lætur verkin tala og er gædd þeim mikilvæga leiðtoga hæfileika að sjá ólíka styrkleika í samstarfsfólki sínu sem saman mynda sterka heild. Ég treysti henni til að leiða Borgarbyggð en þú? Síðasta haust fékk ég að kynnast henni betur þegar við stukkum báðar til þegar óskað var eftir meðlimum í stjórn Badmintondeildar Skallagríms og án þess að hiksta tók hún að sér formennsku félagsins og hefur hún leitt starfið síðan með eindæmum vel. Eitt af hennar fyrstu verkum var að fá styrki frá fyrirtækjum til að niðurgreiða boli fyrir alla iðkendur svo að allir hefðu tækifæri til að eignast bol. Hún hafði frumkvæði að því að fá félagsfærninámskeið frá KVAN í sveitarfélagið okkar. Sem veitti mörgum börnum gjöfult tækifæri til að öðlast færni í samskiptum við jafnaldra sína, átta sig á eigin styrkleikum og þjálfast í vináttufærni. Sem foreldri var ég afar þakklát frumkvæði Bjarneyjar enda hafði ég ekki tök á því að keyra vikulega með barnið mitt til Reykjavíkur á námskeið þar. Hún var meðvituð um þörf námskeiðsins vegna virkrar hlustunar í foreldrasamfélaginu og í stað þess að hugsa að gott væri að fá námskeiðið í sveitarfélagið tók hún af skarið og gerði það að veruleika að börn sveitarfélagsins sætu námskeiðið í heimabyggð. Framúrskarandi leiðtogahæfni Auk þess að vera framúrskarandi leiðtogi er Bjarney kennaramenntuð og hefur starfað við fagið í tíu ár. Hún er íþróttafræðingur í grunninn og hefur víðtæka reynslu af íþróttaiðkun og starfaði í tæp tuttugu ár sem einkaþjálfari og spinningkennari, bæði á Íslandi og í Englandi. Fljótlega eftir að hún flutti í Borgarbyggð stofnaði hún hópinn Valkyrjurnar á samfélagsmiðlinum Facebook sem telur nú hátt í 400 konur. Sem stuðlaði að því að konur í sveitarfélaginu hittust, hreyfðu sig saman, kynntust og stækkuðu tengslanet sitt. Þessi fáu dæmi sýna að Bjarney er óhrædd að færa hugmyndir af blaði og yfir í raunheima. Hún hefur víðtæka reynslu af fræðslu-, mennta-, velferðar-, lýðheilsu- og íþróttamálum. Hún tekur öllum áskorunum fagnandi, hún sér styrkleika samstarfsfólks síns og deilir verkefnum eftir styrkleika og áhugasviðum samstarfsfólks. Hún hefur næmt eyra fyrir þörfum samfélagsins og sinnir öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur af kostgæfni, líkt og sjá mátti þegar hún var í öðru sæti á lista Viðreisnar í síðustu Alþingiskosningum. Ég treysti henni til að leiða en þú? Höfundur er grunn- og framhaldsskólakennari og skipar 9. sæti Samfylkingarinnar og Viðreisnar í Borgarbyggð.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun