Fótbolti

Beckham vill halda Ronaldo hjá Manchester United

Hjörvar Ólafsson skrifar
David Beckham með syni sínum Romeo á kappakstrinum í Miami í kvöld. 
David Beckham með syni sínum Romeo á kappakstrinum í Miami í kvöld.  Vísir/Getty

David Beckham, fyrrverandi leikmaður Manchester United, vill að félagið haldi Cristiano Ronaldo áfram í sínum herbúðum. 

„Það er augljóst að það vera töluverðar breytingar á leikmannahópi Manchester United í sumar. Ég myndi hins vegar vilja veðja áfram á Cristiano Ronaldo í framlínu liðsins. Að geta spilað í þessum gæðaflokki 37 ára gamall er ótrúlegt og ég tel að hann geti gert það áfram," sagði þessi fyrrum landsliðsmaður Englands. 

„Að mínu mati er það mikilvægt fyrir stuðningsmenn Manchester United að Ronaldo verði áfram og það sést langar leiðir hvað félagið hefur mikla þýðingu fyrir hann. Ronaldo er enn að skora mörk þrátt fyrir aldurinn og engin ástæða til að áætla að það haldi ekki áfram á næstu leiktíð," sagði eigandi Inter Miami sem staddur var á Formúlu 1-kappakstrinum í Miami í kvöld. 

„Mér finnst aðdáunarvert að Old Trafford hefur meira og minna verið fullur þrátt fyrir misjafnt gengi á tímabilinu. Leikmenn hafa verið að gera sitt besta í erfiðum aðstæðum og það sama á við um Ralf Rangnick. Það eru ekki mörg stór félög sem myndu fá svona mikinn stuðning eftir að hafa gengið í gegnum jafn mögur ár og Manchester United," sagði Bekcham. 

„Stuðningmsenn eru hins vegar þakklátir fyrir að þessari leiktíð sé að ljúka og ég líkt og þeir er spenntur að fylgjast með þeim breytingum sem eru í farvatninu," sagði hann um framhaldið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×