Bæjarstjórn Kópavogs vantar regluvörð Helga Jónsdóttir skrifar 9. maí 2022 08:01 Framboð Vina Kópavogs er til að halda bæjaryfirvöldum að lögum og reglum. Rótin er í skipulagsmálum. Bæjaryfirvöld, í samstarfi við fjárfesta, hafa farið yfir öll mörk í að þétta byggð. Þau hafa efnt til átaka við bæjarbúa, og hunsað lögmætar athugasemdir þeirra. Á þéttingarsvæðum, t.d. í miðbæ, Traðarreit og á Kársnesi sitja íbúarnir uppi með háan sérfræðikostnað af því að verjast yfirgangi bæjarins. Barátta þeirra hefur ekki borið árangur hjá bæjaryfirvöldum, jafnvel þótt undir aðfinnslur íbúa hafi verið tekið af Skipulagsstofnun, úrskurðarnefnd umhverfis- og skipulagsmála hafi ógilt skipulagsvinnu bæjarins og mál séu til meðferðar hjá ráðuneyti skipulags- og sveitarstjórnarmála. Skipulagsslys, sem ómögulegt verður að vinda ofan af, blasa við á stöðum sem varða allan almenning. Vinir Kópavogs eru alls ekki andvígir þéttingu byggðar, enda sé farið að reglum og almannahagsmunir hafðir að leiðarljósi. Með því að virða lögbundinn rétt íbúa til samráðs gætu bæjaryfirvöld fundið sátt um leiðir til að nýta land með skynsamlegum hætti fyrir þjónustu, almannarými og íbúðabyggð. Á það reynir ekki vegna þess að „vinnslutillögur” fjárfesta sem ekkert tala við íbúa ráða því frá upphafi hvernig deiliskipulag verður á endanum. Íbúðareitir eru skipulagðir hver af öðrum af fjárfestum en þjónusta, innviðir og mannlíf skilið eftir á ábyrgð bæjarins, oftast þannig að pláss til þess að sinna þeim hlutum með sóma er upp urið. Gott skipulag þarf að geta fóstrað gott mannlíf og til þess þarf rými til að bjóða upp á birtu, kyrrð, skjól og samveru. Þegar byggt er of mikið og of þétt eru íbúar sviptir lífsgæðum sem skipulag á að tryggja þeim. Fjárfestagræðgi stjórnar skipulagi Í skipulagsmálum Kópavogs hefur græðgin tekið völdin á kostnað lýðheilsu, lífsgæða og almannahags. Þétting byggðar í Kópavogi verður stórtækari með hverju verkefni. Þegar ný byggð reis t.d. í Lundi og á Kópavogstúni voru íbúar í grenndinni eðlilega gagnrýnir. Þar loftar þó vel milli húsa og lóðir eru grænar og grónar. Á nýrri þéttingarsvæðum t.d. sunnan Smáralindar og á Kársnesi er byggð svo þétt og há að steinsteypan ein ræður. Á Traðarreit eystri eiga 180 íbúðir að koma í stað átta húsa. Þar er krafa um þrefalt einangrunargler í nýbyggingunum vegna umferðarhávaða. Hvers eiga þeir sem búa við Digranesveg og hafa bara venjulegt gler í gluggum sínum að gjalda? Virðingarleysi bæjaryfirvalda við þá sem búa í gömlum hverfum er ótrúlegt. Og samkvæmt nýsamþykktu aðalskipulagi skal haldið áfram á þessari krefjandi braut: „Þó að eldri hverfi bæjarins teljist fullbyggð er í þessu aðalskipulagi áfram horft til þéttingar byggðar í þessum hverfum eins og stefnt hefur verið að á undanförnum árum.” Skylda yfirvalda til samráðs er skýr í skipulagslögum. Hugtakið „vinnslutillaga“ á sér enga stoð í lögum. Engu að síður réttlætir Kópavogsbær skipulagsvinnu fjárfesta - skipulagsvinnu sem bærinn á sjálfur að vinna, með vísan til þess. Vinir Kópavogs ætla að gæta hagsmuna íbúa gegn yfirgangi bæjaryfirvalda sem ganga erinda fjárfesta. Þess vegna þurfum við tvo menn kjörna í bæjarstjórn. Þannig verðum við í stöðu til að knýja bæjaryfirvöld til samráðs við íbúa. Séu yfirvöld reiðubúin til þess að fara á svig við lög og reglur í skipulagsmálum, því ekki á fleiri sviðum? Það er ekki samboðið virðingu Kópavogs að líða þeim sem fyrir bænum fara að brjóta reglur átölulaust. Vinir Kópavogs vilja reynast traustir regluverðir. Þess vegna er ástæða til að setja x við Y á kjördag. Höfundur skipar fyrsta sæti á framboðslita Vina Kópavogs, og er fyrrverandi borgarrritari og bæjarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Kópavogur Skipulag Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Sjá meira
Framboð Vina Kópavogs er til að halda bæjaryfirvöldum að lögum og reglum. Rótin er í skipulagsmálum. Bæjaryfirvöld, í samstarfi við fjárfesta, hafa farið yfir öll mörk í að þétta byggð. Þau hafa efnt til átaka við bæjarbúa, og hunsað lögmætar athugasemdir þeirra. Á þéttingarsvæðum, t.d. í miðbæ, Traðarreit og á Kársnesi sitja íbúarnir uppi með háan sérfræðikostnað af því að verjast yfirgangi bæjarins. Barátta þeirra hefur ekki borið árangur hjá bæjaryfirvöldum, jafnvel þótt undir aðfinnslur íbúa hafi verið tekið af Skipulagsstofnun, úrskurðarnefnd umhverfis- og skipulagsmála hafi ógilt skipulagsvinnu bæjarins og mál séu til meðferðar hjá ráðuneyti skipulags- og sveitarstjórnarmála. Skipulagsslys, sem ómögulegt verður að vinda ofan af, blasa við á stöðum sem varða allan almenning. Vinir Kópavogs eru alls ekki andvígir þéttingu byggðar, enda sé farið að reglum og almannahagsmunir hafðir að leiðarljósi. Með því að virða lögbundinn rétt íbúa til samráðs gætu bæjaryfirvöld fundið sátt um leiðir til að nýta land með skynsamlegum hætti fyrir þjónustu, almannarými og íbúðabyggð. Á það reynir ekki vegna þess að „vinnslutillögur” fjárfesta sem ekkert tala við íbúa ráða því frá upphafi hvernig deiliskipulag verður á endanum. Íbúðareitir eru skipulagðir hver af öðrum af fjárfestum en þjónusta, innviðir og mannlíf skilið eftir á ábyrgð bæjarins, oftast þannig að pláss til þess að sinna þeim hlutum með sóma er upp urið. Gott skipulag þarf að geta fóstrað gott mannlíf og til þess þarf rými til að bjóða upp á birtu, kyrrð, skjól og samveru. Þegar byggt er of mikið og of þétt eru íbúar sviptir lífsgæðum sem skipulag á að tryggja þeim. Fjárfestagræðgi stjórnar skipulagi Í skipulagsmálum Kópavogs hefur græðgin tekið völdin á kostnað lýðheilsu, lífsgæða og almannahags. Þétting byggðar í Kópavogi verður stórtækari með hverju verkefni. Þegar ný byggð reis t.d. í Lundi og á Kópavogstúni voru íbúar í grenndinni eðlilega gagnrýnir. Þar loftar þó vel milli húsa og lóðir eru grænar og grónar. Á nýrri þéttingarsvæðum t.d. sunnan Smáralindar og á Kársnesi er byggð svo þétt og há að steinsteypan ein ræður. Á Traðarreit eystri eiga 180 íbúðir að koma í stað átta húsa. Þar er krafa um þrefalt einangrunargler í nýbyggingunum vegna umferðarhávaða. Hvers eiga þeir sem búa við Digranesveg og hafa bara venjulegt gler í gluggum sínum að gjalda? Virðingarleysi bæjaryfirvalda við þá sem búa í gömlum hverfum er ótrúlegt. Og samkvæmt nýsamþykktu aðalskipulagi skal haldið áfram á þessari krefjandi braut: „Þó að eldri hverfi bæjarins teljist fullbyggð er í þessu aðalskipulagi áfram horft til þéttingar byggðar í þessum hverfum eins og stefnt hefur verið að á undanförnum árum.” Skylda yfirvalda til samráðs er skýr í skipulagslögum. Hugtakið „vinnslutillaga“ á sér enga stoð í lögum. Engu að síður réttlætir Kópavogsbær skipulagsvinnu fjárfesta - skipulagsvinnu sem bærinn á sjálfur að vinna, með vísan til þess. Vinir Kópavogs ætla að gæta hagsmuna íbúa gegn yfirgangi bæjaryfirvalda sem ganga erinda fjárfesta. Þess vegna þurfum við tvo menn kjörna í bæjarstjórn. Þannig verðum við í stöðu til að knýja bæjaryfirvöld til samráðs við íbúa. Séu yfirvöld reiðubúin til þess að fara á svig við lög og reglur í skipulagsmálum, því ekki á fleiri sviðum? Það er ekki samboðið virðingu Kópavogs að líða þeim sem fyrir bænum fara að brjóta reglur átölulaust. Vinir Kópavogs vilja reynast traustir regluverðir. Þess vegna er ástæða til að setja x við Y á kjördag. Höfundur skipar fyrsta sæti á framboðslita Vina Kópavogs, og er fyrrverandi borgarrritari og bæjarstjóri.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar