Lýðræði, mannauður og bæjarskrifstofan í Fjarðabyggð Jóhanna Sigfúsdóttir og Kristinn Þór Jónasson skrifa 9. maí 2022 09:30 Með kröftugt málefnastarf að vopni leggjum við frambjóðendur Sjálfstæðisflokks í Fjarðabyggð áherslu bætt og lýðræðislegra samfélag. Við fullyrðum að ein af grunnstoðum íbúalýðræðis sé upplýsingaflæði og virkt samráð við íbúa. Við höfum talað fyrir mikilvægiaukins gagnsæis í rekstri og ákvarðanatöku. Í því samhengi er mikið hagræði í að nýta framþróun á sviði upplýsingatækni. Fjarðabyggð er vaxandi fjölkjarnasveitarfélag. Sú fjölbreytni sem liggur í byggðakjörnunum sjö er styrkur sveitarfélagsins. Þörf er á að efla markaðsstarf sveitarfélagsins og kynna það fyrir mögulegum íbúum, landsmönnum, fjárfestum og hagaðilum. En fjölbreytnin er víða: Innflytjendur og nýir íbúar auðga menningu og efnahag. Nýta þarf mannauð, þekkingu og reynslu innflytjenda sem vilja búa og starfa hér og innleiða þau í samfélagið með fræðslu. Sjálfstæðisflokkurinn í Fjarðabyggð vill: Átak í kynningu sveitafélagsins og markaðssetningu þess. Endurverkja „Lykill að Fjarðabyggð“ og bjóða aðflutta velkomna á svæðið. Sérstaklega verður horft til innflytjenda og markvissar innleiðingu þeirra í samfélagið þannig að allir íbúar verði strax hluti samfélagins. Koma á viðtalstímum bæjarfulltrúa í öllum byggðakjörnum. Halda reglulega íbúafundi í byggðakjörnum. Virkja íbúalýðræði og veita íbúum aukið aðgengi að ákvarðanatöku og forgangsröðun í sínu nærsamfélagi. Innleiða smáforrit fyrir samskipti við íbúa þar sem allar upplýsingar og samskiptaleiðir verða aðgengilegar. Gagnsæi með opnu bókhaldi sveitarfélagsins. Efla þjónustu við íbúa með annað móðurmál. Efla þýðingar og auka túlkaþjónustu. Kynna nýja vefsíðu Fjarðabyggðar með aðgengilegum upplýsingum. Koma á störfum án staðsetningar innan sveitarfélagsins og gefa starfsfólki þess aukin kost á því að vinna í heimabyggð. Við erum bjartsýn á Fjarðabyggð vaxtar og styrks. Gagnsæi og íbúalýðræði eru þar mikilvægt veganesti. Það verður kosið 14. maí n.k. Höfundar eru Jóhanna Sigfúsdóttir viðskiptafræðingur og Kristinn Þór Jónasson verkstjóri. Þau skipa 4. og 2. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Fjarðabyggð Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Með kröftugt málefnastarf að vopni leggjum við frambjóðendur Sjálfstæðisflokks í Fjarðabyggð áherslu bætt og lýðræðislegra samfélag. Við fullyrðum að ein af grunnstoðum íbúalýðræðis sé upplýsingaflæði og virkt samráð við íbúa. Við höfum talað fyrir mikilvægiaukins gagnsæis í rekstri og ákvarðanatöku. Í því samhengi er mikið hagræði í að nýta framþróun á sviði upplýsingatækni. Fjarðabyggð er vaxandi fjölkjarnasveitarfélag. Sú fjölbreytni sem liggur í byggðakjörnunum sjö er styrkur sveitarfélagsins. Þörf er á að efla markaðsstarf sveitarfélagsins og kynna það fyrir mögulegum íbúum, landsmönnum, fjárfestum og hagaðilum. En fjölbreytnin er víða: Innflytjendur og nýir íbúar auðga menningu og efnahag. Nýta þarf mannauð, þekkingu og reynslu innflytjenda sem vilja búa og starfa hér og innleiða þau í samfélagið með fræðslu. Sjálfstæðisflokkurinn í Fjarðabyggð vill: Átak í kynningu sveitafélagsins og markaðssetningu þess. Endurverkja „Lykill að Fjarðabyggð“ og bjóða aðflutta velkomna á svæðið. Sérstaklega verður horft til innflytjenda og markvissar innleiðingu þeirra í samfélagið þannig að allir íbúar verði strax hluti samfélagins. Koma á viðtalstímum bæjarfulltrúa í öllum byggðakjörnum. Halda reglulega íbúafundi í byggðakjörnum. Virkja íbúalýðræði og veita íbúum aukið aðgengi að ákvarðanatöku og forgangsröðun í sínu nærsamfélagi. Innleiða smáforrit fyrir samskipti við íbúa þar sem allar upplýsingar og samskiptaleiðir verða aðgengilegar. Gagnsæi með opnu bókhaldi sveitarfélagsins. Efla þjónustu við íbúa með annað móðurmál. Efla þýðingar og auka túlkaþjónustu. Kynna nýja vefsíðu Fjarðabyggðar með aðgengilegum upplýsingum. Koma á störfum án staðsetningar innan sveitarfélagsins og gefa starfsfólki þess aukin kost á því að vinna í heimabyggð. Við erum bjartsýn á Fjarðabyggð vaxtar og styrks. Gagnsæi og íbúalýðræði eru þar mikilvægt veganesti. Það verður kosið 14. maí n.k. Höfundar eru Jóhanna Sigfúsdóttir viðskiptafræðingur og Kristinn Þór Jónasson verkstjóri. Þau skipa 4. og 2. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar