Börn eiga ekki að borga Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar 9. maí 2022 13:01 Börn hafa ekki tekjur og eiga ekki að greiða gjöld. Sveitarfélögin eiga að vera hönnuð út frá þörfum barna með hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Leikskólar og grunnskólar eiga að vera gjaldfrjálsir, þar sem boðið er upp á næringarríkan mat. Líta má til Finnlands sem hefur náð góðum árangri með gjaldfrjálsum skólamáltíðum til barna en slíkt á rætur sínar að rekja til stríðsáranna. Finnland var á meðal þeirra fyrstu í heimi til að bjóða upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir og þar er bent á að slíkt gagnist öllum börnum en sé nauðsynlegt fyrir sum. Reykjavík er ekki á réttri leið þar sem börn eru látin greiða fyrir að borða í skólanum. Skólar eru stofnanir í samfélaginu sem eiga að vera gjaldfrjálsar. Sameiginlegir sjóðir eiga að standa undir þeirri mikilvægri þjónustu sem þarf fer fram. Fjármagnseigendur þurfa að greiða til samfélagsins eins og launafólk með útsvari á fjármagnstekjur. Ekki er eðlilegt að ríkt fólk sé undanþegið því að greiða fyrir þá mikilvæga þjónustu sem leik- og grunnskólar eru. Gjaldfrjáls þjónusta við börn nær einnig yfir öll námsgögn, skemmtanir og ferðalög skólabarna ásamt dvöl á frístundaheimili. Þá eiga börn að geta sótt gjaldfrjálsar tómstundir, íþróttir og tónlistarnám. Núverandi inneignarkerfi frístundakortsins tryggir ekki að börn geti tekið þátt í uppbyggilegu frístundastarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum. Byggja þarf upp íþrótta- og tómstundastarf sem hluta af félagslegum innviðum í stað þess að börnum sé rétt inneign til niðurgreiðslu á starfi sem hefur verið markaðsvætt. Göngum burt frá markaðshugsun í skipulagningu frístundastarfs og göngum rakleiðis í átt að félagshyggju. Inneignarkerfi sem byggir á því að þú getir valið hvert þú ferð með þitt takmarkaða fjármagn tryggir ekki að öll börn geti tekið þátt í frístundastarfi óháð efnahag. Skipuleggja þarf frístundir sem öflugar félagslegar stofnanir. Sundferðir og líkamsrækt fyrir börn og ungmenni skal vera gjaldfrjáls. Börn á aldrinum 6-17 ára eiga ekki að greiða 175 krónur í hvert sinn sem farið er í laugina. Efla skal opin rými í kringum sundlaugar borgarinnar, með áherslu á heilsurækt. World Class hefur komið sér fyrir í kringum flestar sundlaugar borgarinnar, þá líkamsræktaraðstöðu þarf að greiða fyrir. Við eigum öll að geta komið saman í rýmum borgarinnar til að leggja stund á heilsurækt óháð efnahagslegri stöðu. Reykjavík á ekki bara að virka fyrir efnaðasta fólkið og börn þeirra sem lifa í landi tækifæranna. Breytum borginni og hættum að rukka börn fyrir þjónustu. Kjósum gjaldfrjálsa grunnþjónustu. Sósíalistar leggja til að börn og ungmenni borgi ekki fyrir þjónustu innan borgarinnar. Þetta er tillaga Sósíalista fyrir borgarstjórnarkosningarnar 14. maí. Sósíalistar treysta á að borgarbúar kjósi bestu lausnina, þá skynsamlegustu og réttlátustu. Þess vegna leggja þeir slíkar tillögur fram. Höfundur er oddviti Sósíalistaflokks Íslands í komandi borgarstjórnarkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sanna Magdalena Mörtudóttir Sósíalistaflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Félagsmál Íþróttir barna Mest lesið Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Börn hafa ekki tekjur og eiga ekki að greiða gjöld. Sveitarfélögin eiga að vera hönnuð út frá þörfum barna með hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Leikskólar og grunnskólar eiga að vera gjaldfrjálsir, þar sem boðið er upp á næringarríkan mat. Líta má til Finnlands sem hefur náð góðum árangri með gjaldfrjálsum skólamáltíðum til barna en slíkt á rætur sínar að rekja til stríðsáranna. Finnland var á meðal þeirra fyrstu í heimi til að bjóða upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir og þar er bent á að slíkt gagnist öllum börnum en sé nauðsynlegt fyrir sum. Reykjavík er ekki á réttri leið þar sem börn eru látin greiða fyrir að borða í skólanum. Skólar eru stofnanir í samfélaginu sem eiga að vera gjaldfrjálsar. Sameiginlegir sjóðir eiga að standa undir þeirri mikilvægri þjónustu sem þarf fer fram. Fjármagnseigendur þurfa að greiða til samfélagsins eins og launafólk með útsvari á fjármagnstekjur. Ekki er eðlilegt að ríkt fólk sé undanþegið því að greiða fyrir þá mikilvæga þjónustu sem leik- og grunnskólar eru. Gjaldfrjáls þjónusta við börn nær einnig yfir öll námsgögn, skemmtanir og ferðalög skólabarna ásamt dvöl á frístundaheimili. Þá eiga börn að geta sótt gjaldfrjálsar tómstundir, íþróttir og tónlistarnám. Núverandi inneignarkerfi frístundakortsins tryggir ekki að börn geti tekið þátt í uppbyggilegu frístundastarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum. Byggja þarf upp íþrótta- og tómstundastarf sem hluta af félagslegum innviðum í stað þess að börnum sé rétt inneign til niðurgreiðslu á starfi sem hefur verið markaðsvætt. Göngum burt frá markaðshugsun í skipulagningu frístundastarfs og göngum rakleiðis í átt að félagshyggju. Inneignarkerfi sem byggir á því að þú getir valið hvert þú ferð með þitt takmarkaða fjármagn tryggir ekki að öll börn geti tekið þátt í frístundastarfi óháð efnahag. Skipuleggja þarf frístundir sem öflugar félagslegar stofnanir. Sundferðir og líkamsrækt fyrir börn og ungmenni skal vera gjaldfrjáls. Börn á aldrinum 6-17 ára eiga ekki að greiða 175 krónur í hvert sinn sem farið er í laugina. Efla skal opin rými í kringum sundlaugar borgarinnar, með áherslu á heilsurækt. World Class hefur komið sér fyrir í kringum flestar sundlaugar borgarinnar, þá líkamsræktaraðstöðu þarf að greiða fyrir. Við eigum öll að geta komið saman í rýmum borgarinnar til að leggja stund á heilsurækt óháð efnahagslegri stöðu. Reykjavík á ekki bara að virka fyrir efnaðasta fólkið og börn þeirra sem lifa í landi tækifæranna. Breytum borginni og hættum að rukka börn fyrir þjónustu. Kjósum gjaldfrjálsa grunnþjónustu. Sósíalistar leggja til að börn og ungmenni borgi ekki fyrir þjónustu innan borgarinnar. Þetta er tillaga Sósíalista fyrir borgarstjórnarkosningarnar 14. maí. Sósíalistar treysta á að borgarbúar kjósi bestu lausnina, þá skynsamlegustu og réttlátustu. Þess vegna leggja þeir slíkar tillögur fram. Höfundur er oddviti Sósíalistaflokks Íslands í komandi borgarstjórnarkosningum.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun