Afhjúpun í aðalskipulagi Árborgar Guðmundur Ármann Pétursson skrifar 9. maí 2022 13:45 Á því kjörtímabili sem nú er á enda hefur aðalskipulag sveitarfélagsins Árborgar verið til endurskoðunar. Fyrir liggur tillaga að nýju aðalskipulagi til ársins 2036. Aðalskipulagið er framtíðarsýn. Framtíðarsýn fyrir þróun, uppbyggingu og tækifæri atvinnulífsins. Framtíðarsýn er varðar uppbyggingu húsnæðis og byggðaþróun. Framtíðarsýn á innleiðingu umhverfismála og sjálfbærni. Skipulagið er rammi um það hvernig við ætlum að byggja upp lífvænlegt og gott samfélag, samfélag 21. aldar. Við erum tala um umhverfismál, nýjan veruleika í atvinnumálum, sjálfbærni, heimsmarkmið, breytta möguleika í menntun, breytta nálgun í húsnæðismálum, orkuskipti, tengsl við náttúruna, lífsgæði og hringrásarhagkerfið. Þeir stjórnmálaflokkar sem nú eru í meirihluta og bera ábyrgð á tillögu að nýju aðalskipulagi leggja mikla áherslu á umhverfismál, s.s. sjálfbærni, kolefnisjöfnun og orkuskipti. Orðin og áherslurnar hafa því miður ekki merkingu því þegar tillaga að aðalskipulagi er skoðuð kemur allt annað í ljós. Framtíðarsýn aðalskipulagsins sem nær til ársins 2036 endurspeglar ekki orðin og áherslunarnar. Efnislosunarsvæði við ósa Ölfusár. Framtíðarsýnin er að losa 500 þúsund rúmmetra af efni í og við ósa Ölfusár. Til að setja þetta magn í samhengi að þá eru þetta 50 þúsund ferðir vörubíla með uppgröft og alls kyns ónýtt efni sem á sturta í og við ósa Ölfusár. Ef þetta magn væri flutt á einu ári að þá væru þetta 159 ferðir vörubíla á dag, 6 daga vikunnar, það gera 13 vörubíla á klst. miðað við 12 stunda vinnudag. Þetta svæði er rétt ofan við Óseyrarbrú. Er þetta innleiðing á umhverfismálum og kolefnisjöfnuði? Viljum við virkilega byggja upp sveitarfélag þar sem það fyrsta sem mætir fólki er verklag fortíðar, það er efnislosun í og við viðkvæma náttúru Ölfusár? Tillaga að uppbyggingu á tveimur 14.5 hektara iðnaðarsvæðum við Eyrarbakkaveg var í fyrri drögum skipulagsins, alls 29 hektara iðnaðarsvæði. Það var talið hafa jákvæð áhrif á Tjarnarbyggð (Búgarðabyggð milli Selfoss og Eyrarbakka) að vera ekki með iðnaðarsvæði (stærð 14.5 hektar) við hlið byggðarinnar heldur að hafa hana nokkuð fjær. Við þessu var brugðist með þeim hætti að búa til eitt iðnaðarsvæði skammt frá Eyrarbakka sem er 58.6 hektarar að stærð. Um þetta svæði er staðhæft í skipulaginu; „að gert sé ráð fyrir mengandi starfsemi og stórum lóðum.„ Er þessi tími virkilega ekki liðinn? Er þetta ekki hluti af lærdóm fortíðar? Er þetta virkilega leið núverandi meirihluta til innleiðingar á sjálfbærni og umbreytingu í atvinnumálum í sveitarfélaginu Árborg? Svæðið og byggingar verða alltaf ráðandi í umhverfinu, ekki bara gagnvart Eyrarbakka, Tjarnarbyggð og Stokkseyri, heldur öllum íbúum í Árborg og gestum. Framkvæmdin er óafturkræf. Samkvæmt tillögu að aðalskipulagi er þetta megin sýn sveitarfélagsins í atvinnumálum fram til ársins 2036. Er þetta hin raunverulega innleiðing stefnu umhverfismála, sjálfbærni og atvinnutækifæra núverandi meirihluta? Það er sláandi að lesa um iðnaðarsvæði í Steinkotsmýri (Árborg), Helguvík (Reykjanesbær) og Bakka (Húsavík), þetta er svo gott sem sama skjalið. Það er verið að búa til freistingu, freistingu sem er framkvæmd fortíðar. Er þetta hin raunverulega framtíðarsýn núverandi meirihluta? Það er ástæða til að hafa áhyggjur. Fjárhagsstaða sveitarfélagsins er mjög slæm. Þörfin fyrir uppbyggingu atvinnu og fjármagnsþörf sveitarfélagsins er mikil. Sporin hræða. Við þurfum að standa í lappirnar og horfa inn í 21. öldina, ekki bara á næsta ársreikning. Við þurfum ekki framkvæmdir sem skerða tækifæri íbúa og atvinnurekenda í Árborg um alla framtíð. Við þurfum að ákveða hvert við viljum stefna og hvað atvinnustarfsemi við viljum fá til okkar í sveitarfélagið. Horfum til framtíðar, leggjum meðal annars áherslu á að byggja upp innviði hugverkaiðnaðar í Árborg. Hugverkaiðnaðurinn skilaði 160 milljörðum í útflutningstekjur árið 2020. Áætlanir gera ráð fyrir að fjölga þurfi sérfræðingum á sviði hugverkaiðnaðar um allt að 9 þúsund næstu fimm árin. Það eru 1.800 störf á ári. Sækjum þessi störf í sveitarfélagið Árborg. Það skiptir öllu máli hvaða áherslur við setjum og aðalskipulag sveitarfélagsins er grunnurinn. Hvaða tækifæri viljum við sækja, hvernig samfélag viljum við byggja upp, hvernig atvinnulíf viljum við og hver er raunveruleg innleiðing sjálfbærni og umhverfismála. Við erum að kjósa um framtíðina í Árborg á laugardag. Höfundur er umhverfisfræðingur og skipar 9. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Árborg Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Óheftar strandveiðar Arthur Bogason skrifar Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Sjá meira
Á því kjörtímabili sem nú er á enda hefur aðalskipulag sveitarfélagsins Árborgar verið til endurskoðunar. Fyrir liggur tillaga að nýju aðalskipulagi til ársins 2036. Aðalskipulagið er framtíðarsýn. Framtíðarsýn fyrir þróun, uppbyggingu og tækifæri atvinnulífsins. Framtíðarsýn er varðar uppbyggingu húsnæðis og byggðaþróun. Framtíðarsýn á innleiðingu umhverfismála og sjálfbærni. Skipulagið er rammi um það hvernig við ætlum að byggja upp lífvænlegt og gott samfélag, samfélag 21. aldar. Við erum tala um umhverfismál, nýjan veruleika í atvinnumálum, sjálfbærni, heimsmarkmið, breytta möguleika í menntun, breytta nálgun í húsnæðismálum, orkuskipti, tengsl við náttúruna, lífsgæði og hringrásarhagkerfið. Þeir stjórnmálaflokkar sem nú eru í meirihluta og bera ábyrgð á tillögu að nýju aðalskipulagi leggja mikla áherslu á umhverfismál, s.s. sjálfbærni, kolefnisjöfnun og orkuskipti. Orðin og áherslurnar hafa því miður ekki merkingu því þegar tillaga að aðalskipulagi er skoðuð kemur allt annað í ljós. Framtíðarsýn aðalskipulagsins sem nær til ársins 2036 endurspeglar ekki orðin og áherslunarnar. Efnislosunarsvæði við ósa Ölfusár. Framtíðarsýnin er að losa 500 þúsund rúmmetra af efni í og við ósa Ölfusár. Til að setja þetta magn í samhengi að þá eru þetta 50 þúsund ferðir vörubíla með uppgröft og alls kyns ónýtt efni sem á sturta í og við ósa Ölfusár. Ef þetta magn væri flutt á einu ári að þá væru þetta 159 ferðir vörubíla á dag, 6 daga vikunnar, það gera 13 vörubíla á klst. miðað við 12 stunda vinnudag. Þetta svæði er rétt ofan við Óseyrarbrú. Er þetta innleiðing á umhverfismálum og kolefnisjöfnuði? Viljum við virkilega byggja upp sveitarfélag þar sem það fyrsta sem mætir fólki er verklag fortíðar, það er efnislosun í og við viðkvæma náttúru Ölfusár? Tillaga að uppbyggingu á tveimur 14.5 hektara iðnaðarsvæðum við Eyrarbakkaveg var í fyrri drögum skipulagsins, alls 29 hektara iðnaðarsvæði. Það var talið hafa jákvæð áhrif á Tjarnarbyggð (Búgarðabyggð milli Selfoss og Eyrarbakka) að vera ekki með iðnaðarsvæði (stærð 14.5 hektar) við hlið byggðarinnar heldur að hafa hana nokkuð fjær. Við þessu var brugðist með þeim hætti að búa til eitt iðnaðarsvæði skammt frá Eyrarbakka sem er 58.6 hektarar að stærð. Um þetta svæði er staðhæft í skipulaginu; „að gert sé ráð fyrir mengandi starfsemi og stórum lóðum.„ Er þessi tími virkilega ekki liðinn? Er þetta ekki hluti af lærdóm fortíðar? Er þetta virkilega leið núverandi meirihluta til innleiðingar á sjálfbærni og umbreytingu í atvinnumálum í sveitarfélaginu Árborg? Svæðið og byggingar verða alltaf ráðandi í umhverfinu, ekki bara gagnvart Eyrarbakka, Tjarnarbyggð og Stokkseyri, heldur öllum íbúum í Árborg og gestum. Framkvæmdin er óafturkræf. Samkvæmt tillögu að aðalskipulagi er þetta megin sýn sveitarfélagsins í atvinnumálum fram til ársins 2036. Er þetta hin raunverulega innleiðing stefnu umhverfismála, sjálfbærni og atvinnutækifæra núverandi meirihluta? Það er sláandi að lesa um iðnaðarsvæði í Steinkotsmýri (Árborg), Helguvík (Reykjanesbær) og Bakka (Húsavík), þetta er svo gott sem sama skjalið. Það er verið að búa til freistingu, freistingu sem er framkvæmd fortíðar. Er þetta hin raunverulega framtíðarsýn núverandi meirihluta? Það er ástæða til að hafa áhyggjur. Fjárhagsstaða sveitarfélagsins er mjög slæm. Þörfin fyrir uppbyggingu atvinnu og fjármagnsþörf sveitarfélagsins er mikil. Sporin hræða. Við þurfum að standa í lappirnar og horfa inn í 21. öldina, ekki bara á næsta ársreikning. Við þurfum ekki framkvæmdir sem skerða tækifæri íbúa og atvinnurekenda í Árborg um alla framtíð. Við þurfum að ákveða hvert við viljum stefna og hvað atvinnustarfsemi við viljum fá til okkar í sveitarfélagið. Horfum til framtíðar, leggjum meðal annars áherslu á að byggja upp innviði hugverkaiðnaðar í Árborg. Hugverkaiðnaðurinn skilaði 160 milljörðum í útflutningstekjur árið 2020. Áætlanir gera ráð fyrir að fjölga þurfi sérfræðingum á sviði hugverkaiðnaðar um allt að 9 þúsund næstu fimm árin. Það eru 1.800 störf á ári. Sækjum þessi störf í sveitarfélagið Árborg. Það skiptir öllu máli hvaða áherslur við setjum og aðalskipulag sveitarfélagsins er grunnurinn. Hvaða tækifæri viljum við sækja, hvernig samfélag viljum við byggja upp, hvernig atvinnulíf viljum við og hver er raunveruleg innleiðing sjálfbærni og umhverfismála. Við erum að kjósa um framtíðina í Árborg á laugardag. Höfundur er umhverfisfræðingur og skipar 9. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Árborg.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar