Fannst ömurlegt á körfuboltaæfingum og veit ekki hvaðan löngu innköstin komu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. maí 2022 09:00 Sveindís Jane Jónsdóttir tekur eitt af sínum gríðar löngu innköstum. vísir/Hulda Margrét Sveindís Jane Jónsdóttir, nýkrýndur Þýskalandsmeistari, veit ekki hvaðan hæfileiki hennar til að grýta boltanum langt inn í vítateig andstæðinganna kemur. Í yngri flokkunum stundaði hún það að kasta boltanum í mótherja og inn. Hæfileikinn kemur allavega ekki úr körfuboltanum. Þótt Keflavík, heimabær Sveindísar, sé þekktur körfuboltabær fann hún sig ekki á parketinu. „Ég hef bara æft fótbolta. Ég byrjaði þegar ég var níu ára. Ég gerði ótrúlega lítið þegar ég var krakki og var eitthvað löt. Ég fór í fótboltann út af vinkonum mínum úr grunnskólanum. En ég fór á tvær körfuboltaæfingar, fannst það ömurlegt og hélt ekki áfram,“ sagði Sveindís í léttum dúr í samtali við blaðamann Vísis í Tékklandi í síðasta mánuði. Sveindís er þekkt fyrir löngu innköstin sín sem hafa vakið heimsathygli enda hefur hún meðal annars beitt þeim með Wolfsburg í Meistaradeild Evrópu. Keflvíkingurinn uppgötvaði þennan hæfileika nánast óvart. „Ég veit það í alvöru ekki. Ég hef fengið þessa spurningu áður. Ég held ég hafi uppgötvað þetta í einhverjum leik í 6. flokki. Þá kastaði ég langt, í markmanninn og skoraði þannig. Og ég stundaði þetta á mótum, að negla í markmanninn,“ sagði Sveindís. „Ég man ekki einu sinni eftir augnablikinu þar sem ég fattaði að ég gæti þetta. En ég æfði þetta líka þegar ég fattaði að þetta væri eitthvað sem gæti hjálpað liðinu.“ Klippa: Sveindís um körfubolta og löngu innköstin En hefur Sveindís skorað beint úr innkasti? „Ekki í ellefu manna bolta en ég gerði það nokkuð oft í sjö manna bolta,“ svaraði Sveindís. Hún átti afar sterka innkomu í lið Wolfsburg og skoraði eitt mark og lagði upp annað þegar liðið tryggði sér þýska meistaratitilinn um þarsíðustu helgi. Sveindís, sem er 21 árs, hefur leikið átján landsleiki og skorað sex mörk. Þá skoraði hún 24 mörk í 41 leik fyrir yngri landsliðin á sínum tíma. Landslið kvenna í fótbolta Þýski boltinn Tengdar fréttir Bjórbað og söngur þegar Sveindís og stöllur fögnuðu langt fram á kvöld Sveindís Jane Jónsdóttir og liðsfélagar hennar í Wolfsburg fögnuðu að vonum vel í gær eftir að hafa orðið Þýskalandsmeistarar í fótbolta þrátt fyrir harða samkeppni við Bayern München. 9. maí 2022 12:30 Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Sjá meira
Hæfileikinn kemur allavega ekki úr körfuboltanum. Þótt Keflavík, heimabær Sveindísar, sé þekktur körfuboltabær fann hún sig ekki á parketinu. „Ég hef bara æft fótbolta. Ég byrjaði þegar ég var níu ára. Ég gerði ótrúlega lítið þegar ég var krakki og var eitthvað löt. Ég fór í fótboltann út af vinkonum mínum úr grunnskólanum. En ég fór á tvær körfuboltaæfingar, fannst það ömurlegt og hélt ekki áfram,“ sagði Sveindís í léttum dúr í samtali við blaðamann Vísis í Tékklandi í síðasta mánuði. Sveindís er þekkt fyrir löngu innköstin sín sem hafa vakið heimsathygli enda hefur hún meðal annars beitt þeim með Wolfsburg í Meistaradeild Evrópu. Keflvíkingurinn uppgötvaði þennan hæfileika nánast óvart. „Ég veit það í alvöru ekki. Ég hef fengið þessa spurningu áður. Ég held ég hafi uppgötvað þetta í einhverjum leik í 6. flokki. Þá kastaði ég langt, í markmanninn og skoraði þannig. Og ég stundaði þetta á mótum, að negla í markmanninn,“ sagði Sveindís. „Ég man ekki einu sinni eftir augnablikinu þar sem ég fattaði að ég gæti þetta. En ég æfði þetta líka þegar ég fattaði að þetta væri eitthvað sem gæti hjálpað liðinu.“ Klippa: Sveindís um körfubolta og löngu innköstin En hefur Sveindís skorað beint úr innkasti? „Ekki í ellefu manna bolta en ég gerði það nokkuð oft í sjö manna bolta,“ svaraði Sveindís. Hún átti afar sterka innkomu í lið Wolfsburg og skoraði eitt mark og lagði upp annað þegar liðið tryggði sér þýska meistaratitilinn um þarsíðustu helgi. Sveindís, sem er 21 árs, hefur leikið átján landsleiki og skorað sex mörk. Þá skoraði hún 24 mörk í 41 leik fyrir yngri landsliðin á sínum tíma.
Landslið kvenna í fótbolta Þýski boltinn Tengdar fréttir Bjórbað og söngur þegar Sveindís og stöllur fögnuðu langt fram á kvöld Sveindís Jane Jónsdóttir og liðsfélagar hennar í Wolfsburg fögnuðu að vonum vel í gær eftir að hafa orðið Þýskalandsmeistarar í fótbolta þrátt fyrir harða samkeppni við Bayern München. 9. maí 2022 12:30 Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Sjá meira
Bjórbað og söngur þegar Sveindís og stöllur fögnuðu langt fram á kvöld Sveindís Jane Jónsdóttir og liðsfélagar hennar í Wolfsburg fögnuðu að vonum vel í gær eftir að hafa orðið Þýskalandsmeistarar í fótbolta þrátt fyrir harða samkeppni við Bayern München. 9. maí 2022 12:30