Hafnfirðingar eru hamingjusamir Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar 10. maí 2022 08:30 Í nýlegri könnun sem Gallup gerði kemur fram að um 90% íbúa Hafnarfjarðar eru ánægðir með bæinn sinn. Hamingja er fjölþætt fyrirbæri og erfitt að fullyrða hvaða þættir fylla okkur hamingju. En ánægja ásamt gleði er talinn vera einn þeirra þátta sem auka okkur hamingju og því vel hægt að ímynda sér að hamingjustuðullinn hér í Hafnarfirði sé með hæsta móti. Samkvæmt niðurstöðunum er greinilega gott að búa í Hafnarfirði. Að búa í samfélagi þar sem næstum allir eru ánægðir límir okkur saman sem hér búum og bætir samskipti og almenna lífsgleði. Hafnarfjörður var fyrsta sveitarfélagið sem varð heilsubær á Íslandi Hafnarfjörður hefur á síðustu árum unnið markvisst að því að auka ánægju bæjarbúa með ýmsum leiðum. Fyrst ber að nefna verkefnið Heilsubærinn Hafnarfjörður sem gerði Hafnarfjörð að fyrsta sveitarfélaginu sem varð heilsubær á Íslandi. Ráðist hefur verið í ýmis verkefni sem stuðla að bættri lýðheilsu eins og Janus heilsueflingu fyrir eldri borgara, hreystibrautir settar upp, opin fræðsluerindi haldin, frítt í sund fyrir alla 18 ára og yngri, heilsubótagöngur með fræðslu á sumrin og margt fleira. Menning og listir auka gleði og hamingju og við í Sjálfstæðisflokknum höfum leitað allra leiða til að styrkja betur við menningu og listir bæði með auknum styrkjum og sýnileika. Má þar til dæmis nefna bæjarhátíðina Heima í Hafnarfirði og Hjarta Hafnarfjarðar. Í Covid leituðum við einnig leiða til að sem flestir bæjarbúar gætu fundið sér afþreyingu og skreyttum meðal annars Hellisgerði jólin 2020 svo allar jólakúlur kæmust út að ganga. Höldum áfram á þessari braut og setjum X við D á laugardaginn – fyrir áframhaldandi hamingju í Hafnarfirði. Einnig til þess að við getum fundið út af hverju 10% íbúa eru ekki ánægðir og hækkað þannig ánægjuvísitöluna í bænum okkar. Höfundur er varabæjarfulltrúi og varaþingmaður, sem skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Í nýlegri könnun sem Gallup gerði kemur fram að um 90% íbúa Hafnarfjarðar eru ánægðir með bæinn sinn. Hamingja er fjölþætt fyrirbæri og erfitt að fullyrða hvaða þættir fylla okkur hamingju. En ánægja ásamt gleði er talinn vera einn þeirra þátta sem auka okkur hamingju og því vel hægt að ímynda sér að hamingjustuðullinn hér í Hafnarfirði sé með hæsta móti. Samkvæmt niðurstöðunum er greinilega gott að búa í Hafnarfirði. Að búa í samfélagi þar sem næstum allir eru ánægðir límir okkur saman sem hér búum og bætir samskipti og almenna lífsgleði. Hafnarfjörður var fyrsta sveitarfélagið sem varð heilsubær á Íslandi Hafnarfjörður hefur á síðustu árum unnið markvisst að því að auka ánægju bæjarbúa með ýmsum leiðum. Fyrst ber að nefna verkefnið Heilsubærinn Hafnarfjörður sem gerði Hafnarfjörð að fyrsta sveitarfélaginu sem varð heilsubær á Íslandi. Ráðist hefur verið í ýmis verkefni sem stuðla að bættri lýðheilsu eins og Janus heilsueflingu fyrir eldri borgara, hreystibrautir settar upp, opin fræðsluerindi haldin, frítt í sund fyrir alla 18 ára og yngri, heilsubótagöngur með fræðslu á sumrin og margt fleira. Menning og listir auka gleði og hamingju og við í Sjálfstæðisflokknum höfum leitað allra leiða til að styrkja betur við menningu og listir bæði með auknum styrkjum og sýnileika. Má þar til dæmis nefna bæjarhátíðina Heima í Hafnarfirði og Hjarta Hafnarfjarðar. Í Covid leituðum við einnig leiða til að sem flestir bæjarbúar gætu fundið sér afþreyingu og skreyttum meðal annars Hellisgerði jólin 2020 svo allar jólakúlur kæmust út að ganga. Höldum áfram á þessari braut og setjum X við D á laugardaginn – fyrir áframhaldandi hamingju í Hafnarfirði. Einnig til þess að við getum fundið út af hverju 10% íbúa eru ekki ánægðir og hækkað þannig ánægjuvísitöluna í bænum okkar. Höfundur er varabæjarfulltrúi og varaþingmaður, sem skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar