Hver hlustar á unga fólkið? Geir Finnsson, Erlingur Sigvaldason, Emilía Björt Írisardóttir og Anna Kristín Jensdóttir skrifa 10. maí 2022 07:01 Flokkar sem treysta ungu fólki tala til ungs fólks. Kosningaþátttaka ungs fólks er minni en hjá þeim sem eldri eru því fólk mætir ekki og kýs ef það telur engan flokk gæta hagsmuna sinna. Flokkar sem hlusta ekki á raddir ungs fólks geta því ekki búist við því að unga fólkið hlusti á þá. Stofnun Viðreisnar markaði þáttaskil. Uppreisn, ungliðahreyfing Viðreisnar var stofnuð á undan flokknum sjálfum og unga fólkið hefur spilað stórt hlutverk í stefnumótun flokksins frá upphafi. Þetta á við í borgarstjórnarframboðinu eins og öðru starfi flokksins. Yngstu kjósendurnir eru jákvæðastir í garð Borgarlínu, vilja helst að flugvöllurinn verði færður úr Vatnsmýrinni og leggja meiri áherslu á umhverfis- og loftslagsmál en aðrir hópar. Fyrir þetta stendur Viðreisn. Viðreisn veit líka að lausnin á húsnæðisvanda ungs fólks felst í því að byggja fleiri og ódýrari íbúðir. Þess vegna hefur aldrei verið byggt jafn mikið í Reykjavík og á liðnu kjörtímabili. Allir flokkar eru með fólk undir þrítugu á lista en ekki allir treysta því til að sitja í toppsætum. Þar er Viðreisn í sérflokki líkt og sést á meðfylgjandi mynd. Framboðslisti Viðreisnar er af sömu ástæðu með lægri meðalaldur frambjóðenda en nokkur annar flokkur eða 40,2 ár. Þétt byggð og góðar almenningssamgöngur eru framtíðin. Valfrelsi í skólamálum er framtíðin. Unga fólkið er framtíðin. Framtíðin felst ekki í því að tefja framkvæmdir fyrir Borgarlínu eða setja uppbyggingu í Skerjafirði og þar með yfir 100 stúdentaíbúðir, í átakafarveg. Það er sama gamaldags pólitíkin og hefur fælt ungt fólk frá þátttöku í stjórnmálum áratugum saman. Undir því sitjum við ekki þegjandi. Undirrituð eru ungir frambjóðendur á topp 10 lista Viðreisnar í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2022. Við trúum því að stjórnmálaflokkar eigi að hlusta á raddir ungs fólks og veita þeim vægi. Þess vegna erum við í Viðreisn. Höfundar skipa 4., 6., 7., og 9. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Skoðun: Kosningar 2022 Geir Finnsson Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Sjá meira
Flokkar sem treysta ungu fólki tala til ungs fólks. Kosningaþátttaka ungs fólks er minni en hjá þeim sem eldri eru því fólk mætir ekki og kýs ef það telur engan flokk gæta hagsmuna sinna. Flokkar sem hlusta ekki á raddir ungs fólks geta því ekki búist við því að unga fólkið hlusti á þá. Stofnun Viðreisnar markaði þáttaskil. Uppreisn, ungliðahreyfing Viðreisnar var stofnuð á undan flokknum sjálfum og unga fólkið hefur spilað stórt hlutverk í stefnumótun flokksins frá upphafi. Þetta á við í borgarstjórnarframboðinu eins og öðru starfi flokksins. Yngstu kjósendurnir eru jákvæðastir í garð Borgarlínu, vilja helst að flugvöllurinn verði færður úr Vatnsmýrinni og leggja meiri áherslu á umhverfis- og loftslagsmál en aðrir hópar. Fyrir þetta stendur Viðreisn. Viðreisn veit líka að lausnin á húsnæðisvanda ungs fólks felst í því að byggja fleiri og ódýrari íbúðir. Þess vegna hefur aldrei verið byggt jafn mikið í Reykjavík og á liðnu kjörtímabili. Allir flokkar eru með fólk undir þrítugu á lista en ekki allir treysta því til að sitja í toppsætum. Þar er Viðreisn í sérflokki líkt og sést á meðfylgjandi mynd. Framboðslisti Viðreisnar er af sömu ástæðu með lægri meðalaldur frambjóðenda en nokkur annar flokkur eða 40,2 ár. Þétt byggð og góðar almenningssamgöngur eru framtíðin. Valfrelsi í skólamálum er framtíðin. Unga fólkið er framtíðin. Framtíðin felst ekki í því að tefja framkvæmdir fyrir Borgarlínu eða setja uppbyggingu í Skerjafirði og þar með yfir 100 stúdentaíbúðir, í átakafarveg. Það er sama gamaldags pólitíkin og hefur fælt ungt fólk frá þátttöku í stjórnmálum áratugum saman. Undir því sitjum við ekki þegjandi. Undirrituð eru ungir frambjóðendur á topp 10 lista Viðreisnar í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2022. Við trúum því að stjórnmálaflokkar eigi að hlusta á raddir ungs fólks og veita þeim vægi. Þess vegna erum við í Viðreisn. Höfundar skipa 4., 6., 7., og 9. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun