Hver hlustar á unga fólkið? Geir Finnsson, Erlingur Sigvaldason, Emilía Björt Írisardóttir og Anna Kristín Jensdóttir skrifa 10. maí 2022 07:01 Flokkar sem treysta ungu fólki tala til ungs fólks. Kosningaþátttaka ungs fólks er minni en hjá þeim sem eldri eru því fólk mætir ekki og kýs ef það telur engan flokk gæta hagsmuna sinna. Flokkar sem hlusta ekki á raddir ungs fólks geta því ekki búist við því að unga fólkið hlusti á þá. Stofnun Viðreisnar markaði þáttaskil. Uppreisn, ungliðahreyfing Viðreisnar var stofnuð á undan flokknum sjálfum og unga fólkið hefur spilað stórt hlutverk í stefnumótun flokksins frá upphafi. Þetta á við í borgarstjórnarframboðinu eins og öðru starfi flokksins. Yngstu kjósendurnir eru jákvæðastir í garð Borgarlínu, vilja helst að flugvöllurinn verði færður úr Vatnsmýrinni og leggja meiri áherslu á umhverfis- og loftslagsmál en aðrir hópar. Fyrir þetta stendur Viðreisn. Viðreisn veit líka að lausnin á húsnæðisvanda ungs fólks felst í því að byggja fleiri og ódýrari íbúðir. Þess vegna hefur aldrei verið byggt jafn mikið í Reykjavík og á liðnu kjörtímabili. Allir flokkar eru með fólk undir þrítugu á lista en ekki allir treysta því til að sitja í toppsætum. Þar er Viðreisn í sérflokki líkt og sést á meðfylgjandi mynd. Framboðslisti Viðreisnar er af sömu ástæðu með lægri meðalaldur frambjóðenda en nokkur annar flokkur eða 40,2 ár. Þétt byggð og góðar almenningssamgöngur eru framtíðin. Valfrelsi í skólamálum er framtíðin. Unga fólkið er framtíðin. Framtíðin felst ekki í því að tefja framkvæmdir fyrir Borgarlínu eða setja uppbyggingu í Skerjafirði og þar með yfir 100 stúdentaíbúðir, í átakafarveg. Það er sama gamaldags pólitíkin og hefur fælt ungt fólk frá þátttöku í stjórnmálum áratugum saman. Undir því sitjum við ekki þegjandi. Undirrituð eru ungir frambjóðendur á topp 10 lista Viðreisnar í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2022. Við trúum því að stjórnmálaflokkar eigi að hlusta á raddir ungs fólks og veita þeim vægi. Þess vegna erum við í Viðreisn. Höfundar skipa 4., 6., 7., og 9. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Skoðun: Kosningar 2022 Geir Finnsson Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Flokkar sem treysta ungu fólki tala til ungs fólks. Kosningaþátttaka ungs fólks er minni en hjá þeim sem eldri eru því fólk mætir ekki og kýs ef það telur engan flokk gæta hagsmuna sinna. Flokkar sem hlusta ekki á raddir ungs fólks geta því ekki búist við því að unga fólkið hlusti á þá. Stofnun Viðreisnar markaði þáttaskil. Uppreisn, ungliðahreyfing Viðreisnar var stofnuð á undan flokknum sjálfum og unga fólkið hefur spilað stórt hlutverk í stefnumótun flokksins frá upphafi. Þetta á við í borgarstjórnarframboðinu eins og öðru starfi flokksins. Yngstu kjósendurnir eru jákvæðastir í garð Borgarlínu, vilja helst að flugvöllurinn verði færður úr Vatnsmýrinni og leggja meiri áherslu á umhverfis- og loftslagsmál en aðrir hópar. Fyrir þetta stendur Viðreisn. Viðreisn veit líka að lausnin á húsnæðisvanda ungs fólks felst í því að byggja fleiri og ódýrari íbúðir. Þess vegna hefur aldrei verið byggt jafn mikið í Reykjavík og á liðnu kjörtímabili. Allir flokkar eru með fólk undir þrítugu á lista en ekki allir treysta því til að sitja í toppsætum. Þar er Viðreisn í sérflokki líkt og sést á meðfylgjandi mynd. Framboðslisti Viðreisnar er af sömu ástæðu með lægri meðalaldur frambjóðenda en nokkur annar flokkur eða 40,2 ár. Þétt byggð og góðar almenningssamgöngur eru framtíðin. Valfrelsi í skólamálum er framtíðin. Unga fólkið er framtíðin. Framtíðin felst ekki í því að tefja framkvæmdir fyrir Borgarlínu eða setja uppbyggingu í Skerjafirði og þar með yfir 100 stúdentaíbúðir, í átakafarveg. Það er sama gamaldags pólitíkin og hefur fælt ungt fólk frá þátttöku í stjórnmálum áratugum saman. Undir því sitjum við ekki þegjandi. Undirrituð eru ungir frambjóðendur á topp 10 lista Viðreisnar í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2022. Við trúum því að stjórnmálaflokkar eigi að hlusta á raddir ungs fólks og veita þeim vægi. Þess vegna erum við í Viðreisn. Höfundar skipa 4., 6., 7., og 9. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun