Öll dýrin í Kópavogi eiga að vera vinir Gunnar Jónsson skrifar 10. maí 2022 09:30 Vinir Kópavogs eru grasrótarsamtök sem vilja tryggja að skipulagsákvarðanir séu yfirvegaðar, undirbúningur í samræmi við ferli sem mælt er fyrir um í lögum og hagsmunir heildarinnar hafðir að leiðarljósi. Það er nefnilega að mörgu að hyggja ef vel á að byggja. Vinir Kópavogs eru ekki stjórnmálahreyfing studd af skattfé. Þeir hafa hinsvegar óbilandi trú á málstaðnum og þurfa að finna aðrar leiðir til að koma honum á framfæri en keyptar auglýsingar. Sumir Vinanna hafa brugðið á það ráð að prenta borða til þess að koma skilaboðum á framfæri. Borðana hengja þeir síðan upp á lóðum sínum og eignum. Ýmiskonar skilaboð eru prentuð á borðana, þar sem fólk er hvatt til þess að kjósa Vini Kópavogs. Iðulega er í þeim broddur sem beinist að bæjaryfirvöldum, enda snýst lýðræði beinlínis um að andæfa valdhöfum. Bæjaryfirvöld eru viðkvæmari fyrir gagnrýninni en hægt var að láta sér detta í hug. Sannleikanum verður víst hver sárreiðastur. Yfirvöld hafa sent starfsmenn bæjarins til þess að fjarlægja borðana. Það mun gert með vísan í lögreglusamþykkt, sem varðar auglýsingar á almannafæri. Borðarnir eru hinsvegar alls ekki á almannafæri heldur eignum þeirra sem setja þá upp. Skilaboðin eru stjórnarskrárvarin tjáning þeirra sem fram setja og borðarnir eign þeirra. Bæjaryfirvöld hafa ekki nokkra heimild til þess að fara inn á einkaeignir til að fjarlægja eigur þeirra sem þar búa. Væri slíkri heimild til að dreifa, sem ekki er, væri það lögreglunnar að fjarlægja en ekki saklausra bæjarstarfsmanna gerðra út af hörundssárum yfirvöldum. Aðsend Skömm er að bæjaryfirvöldum sem senda starfsmenn sína í lögleysu inn á lóðir Kópavogsbúa til þess að meina þeim að tjá skoðanir sínar. Enn meiri skömm er að yfirvöldum sem geta ekki tekið gagnrýni. Þetta athæfi bæjaryfirvalda undirstrikar nauðsyn þess að nýtt verklag verði tekið upp í samskiptum bæjaryfirvalda við Kópavogsbúa. Vinir Kópavogs munu taka upp nýtt verklag. Sjálfur lét ég prenta og setja upp borða með aðlögun að fleygum orðum úr Dýrunum í Hálsaskógi „Öll dýrin í Kópavogi eiga að vera vinir". Athæfi bæjaryfirvalda sýnir að ég hefði átt að hafa borðann stærri og skilaboðin skýrari. Refir eiga nefnilega misauðvelt með að læra. Höfundur er Kópavogsbúi og aðdáandi Thorbjörns Egner. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Óheftar strandveiðar Arthur Bogason skrifar Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Sjá meira
Vinir Kópavogs eru grasrótarsamtök sem vilja tryggja að skipulagsákvarðanir séu yfirvegaðar, undirbúningur í samræmi við ferli sem mælt er fyrir um í lögum og hagsmunir heildarinnar hafðir að leiðarljósi. Það er nefnilega að mörgu að hyggja ef vel á að byggja. Vinir Kópavogs eru ekki stjórnmálahreyfing studd af skattfé. Þeir hafa hinsvegar óbilandi trú á málstaðnum og þurfa að finna aðrar leiðir til að koma honum á framfæri en keyptar auglýsingar. Sumir Vinanna hafa brugðið á það ráð að prenta borða til þess að koma skilaboðum á framfæri. Borðana hengja þeir síðan upp á lóðum sínum og eignum. Ýmiskonar skilaboð eru prentuð á borðana, þar sem fólk er hvatt til þess að kjósa Vini Kópavogs. Iðulega er í þeim broddur sem beinist að bæjaryfirvöldum, enda snýst lýðræði beinlínis um að andæfa valdhöfum. Bæjaryfirvöld eru viðkvæmari fyrir gagnrýninni en hægt var að láta sér detta í hug. Sannleikanum verður víst hver sárreiðastur. Yfirvöld hafa sent starfsmenn bæjarins til þess að fjarlægja borðana. Það mun gert með vísan í lögreglusamþykkt, sem varðar auglýsingar á almannafæri. Borðarnir eru hinsvegar alls ekki á almannafæri heldur eignum þeirra sem setja þá upp. Skilaboðin eru stjórnarskrárvarin tjáning þeirra sem fram setja og borðarnir eign þeirra. Bæjaryfirvöld hafa ekki nokkra heimild til þess að fara inn á einkaeignir til að fjarlægja eigur þeirra sem þar búa. Væri slíkri heimild til að dreifa, sem ekki er, væri það lögreglunnar að fjarlægja en ekki saklausra bæjarstarfsmanna gerðra út af hörundssárum yfirvöldum. Aðsend Skömm er að bæjaryfirvöldum sem senda starfsmenn sína í lögleysu inn á lóðir Kópavogsbúa til þess að meina þeim að tjá skoðanir sínar. Enn meiri skömm er að yfirvöldum sem geta ekki tekið gagnrýni. Þetta athæfi bæjaryfirvalda undirstrikar nauðsyn þess að nýtt verklag verði tekið upp í samskiptum bæjaryfirvalda við Kópavogsbúa. Vinir Kópavogs munu taka upp nýtt verklag. Sjálfur lét ég prenta og setja upp borða með aðlögun að fleygum orðum úr Dýrunum í Hálsaskógi „Öll dýrin í Kópavogi eiga að vera vinir". Athæfi bæjaryfirvalda sýnir að ég hefði átt að hafa borðann stærri og skilaboðin skýrari. Refir eiga nefnilega misauðvelt með að læra. Höfundur er Kópavogsbúi og aðdáandi Thorbjörns Egner.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar