Fyrir unga foreldra og börnin þeirra Heimir Örn Árnason skrifar 10. maí 2022 08:45 Mikilvægi leikskólans sem menntastofnun er ótvírætt og ábyrgð leikskólakennara er mikil í öllum þeim fjölbreytta þroska sem fram fer á fyrstu árum barna sem læra í gegnum leik innan veggja leikskólanna.. Börnin okkar eru það verðmætasta sem við eigum og skiptir umönnun og velferð þeirra foreldra og forráðamenn öllu máli. Fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar leggur Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri áherslu á gjaldfrjáls leikskólapláss fyrir öll börn frá 12 mánaða aldri. Leikskólagjöld eru talsverður útgjaldaliður fyrir foreldra leikskólabarna en þó aðeins lítill hluti af heildarkostnaði sveitarfélagsins við rekstur leikskóla á ári hverju eða um 13%. Þá er rétt að benda á að leikskólagjöldin eru rétt um 1,3% af heildartekjum bæjarsjóðs. Sjálfstæðisflokkurinn telur það vera mikilvægt hagsmunamál fyrir foreldra leikskólabarna að leikskólapláss séu gjaldfrjáls en þannig má hækka ráðstöfunartekjur fólks með börn í leikskóla og auka lífsgæði þeirra verulega. Það er rétt að hafa það í huga að unga fólkið okkar með börnin, ber mestu byrðarnar vegna lána og leigu. Í vaxandi verðbólgu er því afar mikilvægt að koma vel til móts við þennan hóp. Leikskóli er fyrsta skrefið í skólagöngu barna og með niðurfellingu dvalargjalda er Sjálfstæðisflokkurinn að viðurkenna leikskólann sem fyrsta skólastig barna og hampa því faglega og góða starfi sem fer fram í leikskólum sveitarfélagsins. Sjálfstæðisflokkurinn mun jafnframt vinna áfram markvisst að því að finna lausn til frambúðar svo að tryggja megi öllum 12 mánaða börnum leikskólapláss í sveitarfélaginu. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar samhliða þessari aðgerð að ráðast í markaðsátak til þess að fjölga íbúum og atvinnutækifærum í sveitarfélaginu þar sem sú kjarabót sem hlýst af þessari aðgerð kemur til með að vega þungt. Markaðsátak þar sem þessi aðgerð verður í forgrunni mun laða að nýja íbúa í sveitarfélagið. Í þessu sambandi verður að hafa í huga að tekjur bæjarsjóðs eru vaxandi, þrátt fyrir að Akureyrarbær beri um 600 milljón króna kostnað á þessu ári af málaflokki fatlaðra sem ríkið á að standa undir. Það er því svigrúm til að stíga þetta skref á ábyrgan hátt. Það snýst í raun um hvað við setjum í forgang. Við viljum setja unga fólkið og börnin þeirra í forgang núna, það er kominn tími til. Höfundur skipar 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Akureyri Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Mikilvægi leikskólans sem menntastofnun er ótvírætt og ábyrgð leikskólakennara er mikil í öllum þeim fjölbreytta þroska sem fram fer á fyrstu árum barna sem læra í gegnum leik innan veggja leikskólanna.. Börnin okkar eru það verðmætasta sem við eigum og skiptir umönnun og velferð þeirra foreldra og forráðamenn öllu máli. Fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar leggur Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri áherslu á gjaldfrjáls leikskólapláss fyrir öll börn frá 12 mánaða aldri. Leikskólagjöld eru talsverður útgjaldaliður fyrir foreldra leikskólabarna en þó aðeins lítill hluti af heildarkostnaði sveitarfélagsins við rekstur leikskóla á ári hverju eða um 13%. Þá er rétt að benda á að leikskólagjöldin eru rétt um 1,3% af heildartekjum bæjarsjóðs. Sjálfstæðisflokkurinn telur það vera mikilvægt hagsmunamál fyrir foreldra leikskólabarna að leikskólapláss séu gjaldfrjáls en þannig má hækka ráðstöfunartekjur fólks með börn í leikskóla og auka lífsgæði þeirra verulega. Það er rétt að hafa það í huga að unga fólkið okkar með börnin, ber mestu byrðarnar vegna lána og leigu. Í vaxandi verðbólgu er því afar mikilvægt að koma vel til móts við þennan hóp. Leikskóli er fyrsta skrefið í skólagöngu barna og með niðurfellingu dvalargjalda er Sjálfstæðisflokkurinn að viðurkenna leikskólann sem fyrsta skólastig barna og hampa því faglega og góða starfi sem fer fram í leikskólum sveitarfélagsins. Sjálfstæðisflokkurinn mun jafnframt vinna áfram markvisst að því að finna lausn til frambúðar svo að tryggja megi öllum 12 mánaða börnum leikskólapláss í sveitarfélaginu. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar samhliða þessari aðgerð að ráðast í markaðsátak til þess að fjölga íbúum og atvinnutækifærum í sveitarfélaginu þar sem sú kjarabót sem hlýst af þessari aðgerð kemur til með að vega þungt. Markaðsátak þar sem þessi aðgerð verður í forgrunni mun laða að nýja íbúa í sveitarfélagið. Í þessu sambandi verður að hafa í huga að tekjur bæjarsjóðs eru vaxandi, þrátt fyrir að Akureyrarbær beri um 600 milljón króna kostnað á þessu ári af málaflokki fatlaðra sem ríkið á að standa undir. Það er því svigrúm til að stíga þetta skref á ábyrgan hátt. Það snýst í raun um hvað við setjum í forgang. Við viljum setja unga fólkið og börnin þeirra í forgang núna, það er kominn tími til. Höfundur skipar 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar