Frístundastarfið í Reykjavík Bryngeir A. Bryngeirsson skrifar 10. maí 2022 13:16 Sveitarfélögin á Íslandi bjóða almennt upp á víðfeðma og góða þjónustu. Sumir þættir þjónustunnar komast reglulega í umræðuna í kringum kosningar og mætti þar til dæmis nefna skólakerfið og félagsþjónustuna. Það er fátt eðlilegra en að ræða þau mikilvægu málefni og álitaefni sem snúa að þeim málaflokkum en því miður er það þó þannig að ekki allir málaflokkar komast að í umræðunni. Einn þeirra málaflokka sem verður oft út undan er frístundastarfið sem er einn af skærustu demöntunum í krúnu höfuðborgarinnar. Það er erfitt að gera of mikið úr mikilvægi frístundastarfsins. Á frístundaheimilum og í félagsmiðstöðvum borgarinnar er gríðarlega gott og mikið starf unnið. Þar eru upprennandi borgarar fræddir og slípaðir til í lýðræðislegum vinnubrögðum, samskiptafærni og samkennd svo eitthvað sé nefnt. Þetta frábæra starf fer svo fram undir handleiðslu hæfileikaríkra einstaklinga sem endurspegla dásamlega fjölbreytni mannlífsins í höfuðborginni. Til þess að bæta um betur þá fer starfið fram í vönduðu og faglegu umhverfi þar sem gæðaviðmið og verkferlar vísa veginn. Er þá enn ónefndur sá metnaður og sú þróun sem eiga sér stað á þessum vettvangi. Það er í raun engum ofsögum sagt að frístundastarfið í Reykjavík sé á heimsmælikvarða. Máli mínu til stuðnings bendi ég á þá miklu áherslu sem lögð er á barnalýðræði á frístundaheimilunum og þá góðu og fallegu þróun sem er að eiga sér stað með tilkomu Hinsegin félagsmiðstöðvarinnar og skyldra verkefna. Sem reynslumikill fagmaður í frístundastarfinu tel ég ekki nokkurn vafa leika á því að öll börn eiga að geta notið starfseminnar óháð efnahagsstöðu. En því miður er staðan ekki sú. Efnaminni fjölskyldur sem þurfa að reiða á frístundakortið geta til að mynda ekki notað það til þess að greiða niður sumarstarf frístundaheimilanna. Við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði viljum breyta þessu. Við viljum þróa frístundakortið áfram til þess að gera það skilvirkara þannig að það sinni betur þeim tilgangi sem til er ætlast. Við erum stolt af því dýrmæta starfi sem fram fer á frístundaheimilunum og í félagsmiðstöðvunum og við viljum gjarnan lyfta því á enn hærra stig á komandi kjörtímabili. Atkvæði greitt VG er atkvæði greitt frístundastarfi í Reykjavík. Höfundur skipar 8. sæti á lista VG í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Íþróttir barna Mest lesið Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Sveitarfélögin á Íslandi bjóða almennt upp á víðfeðma og góða þjónustu. Sumir þættir þjónustunnar komast reglulega í umræðuna í kringum kosningar og mætti þar til dæmis nefna skólakerfið og félagsþjónustuna. Það er fátt eðlilegra en að ræða þau mikilvægu málefni og álitaefni sem snúa að þeim málaflokkum en því miður er það þó þannig að ekki allir málaflokkar komast að í umræðunni. Einn þeirra málaflokka sem verður oft út undan er frístundastarfið sem er einn af skærustu demöntunum í krúnu höfuðborgarinnar. Það er erfitt að gera of mikið úr mikilvægi frístundastarfsins. Á frístundaheimilum og í félagsmiðstöðvum borgarinnar er gríðarlega gott og mikið starf unnið. Þar eru upprennandi borgarar fræddir og slípaðir til í lýðræðislegum vinnubrögðum, samskiptafærni og samkennd svo eitthvað sé nefnt. Þetta frábæra starf fer svo fram undir handleiðslu hæfileikaríkra einstaklinga sem endurspegla dásamlega fjölbreytni mannlífsins í höfuðborginni. Til þess að bæta um betur þá fer starfið fram í vönduðu og faglegu umhverfi þar sem gæðaviðmið og verkferlar vísa veginn. Er þá enn ónefndur sá metnaður og sú þróun sem eiga sér stað á þessum vettvangi. Það er í raun engum ofsögum sagt að frístundastarfið í Reykjavík sé á heimsmælikvarða. Máli mínu til stuðnings bendi ég á þá miklu áherslu sem lögð er á barnalýðræði á frístundaheimilunum og þá góðu og fallegu þróun sem er að eiga sér stað með tilkomu Hinsegin félagsmiðstöðvarinnar og skyldra verkefna. Sem reynslumikill fagmaður í frístundastarfinu tel ég ekki nokkurn vafa leika á því að öll börn eiga að geta notið starfseminnar óháð efnahagsstöðu. En því miður er staðan ekki sú. Efnaminni fjölskyldur sem þurfa að reiða á frístundakortið geta til að mynda ekki notað það til þess að greiða niður sumarstarf frístundaheimilanna. Við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði viljum breyta þessu. Við viljum þróa frístundakortið áfram til þess að gera það skilvirkara þannig að það sinni betur þeim tilgangi sem til er ætlast. Við erum stolt af því dýrmæta starfi sem fram fer á frístundaheimilunum og í félagsmiðstöðvunum og við viljum gjarnan lyfta því á enn hærra stig á komandi kjörtímabili. Atkvæði greitt VG er atkvæði greitt frístundastarfi í Reykjavík. Höfundur skipar 8. sæti á lista VG í Reykjavík.
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar