Hafnarfjörður – barnvænt sveitarfélag? Jóhanna Erla Guðjónsdóttir og Jóhanna Margrét Fleckenstein skrifa 10. maí 2022 13:45 Réttindi barna og ungmenna með margþættar þarfir og fjölskyldna þeirra eiga að vera tryggð með barnaverndarlögum, Barnasáttmálanum, lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks eða það ætti að minnsta kosti að vera þannig. En er það staðan í dag og hver er munurinn á því að vera barn eða fullorðinn með langvarandi stuðningsþarfir? Það fer eftir því hvernig við horfum á hlutina en í grunninn á ekki að vera neinn munur og allir eiga rétt á sömu þjónustu óháð þörfum hvers og eins. Hafnarfjörður hóf innleiðingu Barnasáttmálans árið 2019 og með innleiðingu hans samþykkti sveitarfélagið að nota hann sem leiðbeinandi viðmið í sínu starfi. Þá ber að horfa þannig á að þó ríkið beri formlega ábyrgð á að uppfylla Barnasáttmálann þá verður hann aldrei að fullu innleiddur inn í íslenskt samfélag nema í samstarfi við íslensk sveitarfélög. Í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna núna árið 2022 verðum við að skoða með „barnaréttindagleraugum“ hvað Hafnarfjörður sem sveitarfélag er að gera fyrir börnin okkar og spyrja okkur hvort öll börn séu að fá þá þjónustu sem þau eiga rétt á. Jafnframt því að beina sjónum að þeim skyldum sem okkur ber að vinna samkvæmt á þessu sviði sem sveitarfélag og hvort og hvernig við erum við að sinna því sem okkur ber. Við megum ekki gleyma að á bakvið hvert nafn eða kennitölu á biðlista er manneskja, barn, sem bíður eftir þjónustu og eftir því sem lengra líður eða það verði þjónusturof versnar staða barnsins og um leið fjölskyldunnar og við megum ekki láta það gerast. Við í Framsókn erum stolt af þeirri mikilvægu vinnu sem farið var af stað með árið 2018 að frumkvæði þáverandi félagsmálaráðherra, Ásmundar Einars Daðasonar, sem lagði grunninn að lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna (nr. 86/2021) eða Farsældarlögunum eins og þau eru nefnd í daglegu tali. Þessi lög hafa það að meginmarkmiði að stuðla að farsæld barna og tryggja aðgang þeirra og foreldranna að samþættri þjónustu við hæfi hvers og eins án allra hindrana. Farsældarlögin eiga að tryggja réttindi barna í samræmi við gildandi stjórnarskrá, alþjóðlegar mannréttinda skuldbindingar og þá sérstaklega samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Þá er sérstök áhersla lögð á samþætta þjónustu sem felur í sér að samfella sé í þjónustunni og hún verði vel skipulögð af þeim þjónustuveitendum sem eru heppilegastir til að mæta þörfum barnsins óháð því hvort hún sé veitt á vettvangi ríkis eða sveitarfélaga. Sú greining sem var gerð við vinnslu frumvarpsins að Farsældarlögunum leiddi í ljós að ávinningur breytinganna fælist m.a. í að fækka áföllum sem börn og fjölskyldur verða fyrir og hins vegar að auka seiglu þeirra og farsæld. Fyrirséð var að á fyrstu árum innleiðingar laganna yrði kostnaðurinn hærri en ávinningurinn, en til lengri tíma litið yrði ávinningurinn mun meiri og vægi hans þyngra og að samþætting í þágu farsældar barna yrði arðbær langtímafjárfesting. Börnin okkar eru jú þau sem taka við af okkur í samfélaginu. Við þurfum að fjárfesta í börnunum okkar því að það mun á endanum skila félagslegum jöfnuði. Við í Framsókn viljum ná samstöðu og samvinnu í bænum til að móta leiðir í formi einstaklingsbundins og snemmtæks stuðnings til samræmis við yfirlýstar nálganir Farsældarlaganna, annarra gildandi laga og mannréttindaskuldbindinga er lúta að réttindamiðaðri þjónustu við börn, því við trúum því að þannig megi best stuðla að farsæld, jafnrétti og tækifærum allra barna í okkar sveitarfélagi, Hafnarfirði. Jóhanna Erla Guðjónsdóttir, félagsráðgjafi, skipar 4. sæti á lista Framsóknar í HafnarfirðiJóhanna Margrét Fleckenstein, framkvæmdarstjóri, skipar 8. sæti á lista Framsóknar í Hafnarfirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Réttindi barna Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Réttindi barna og ungmenna með margþættar þarfir og fjölskyldna þeirra eiga að vera tryggð með barnaverndarlögum, Barnasáttmálanum, lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks eða það ætti að minnsta kosti að vera þannig. En er það staðan í dag og hver er munurinn á því að vera barn eða fullorðinn með langvarandi stuðningsþarfir? Það fer eftir því hvernig við horfum á hlutina en í grunninn á ekki að vera neinn munur og allir eiga rétt á sömu þjónustu óháð þörfum hvers og eins. Hafnarfjörður hóf innleiðingu Barnasáttmálans árið 2019 og með innleiðingu hans samþykkti sveitarfélagið að nota hann sem leiðbeinandi viðmið í sínu starfi. Þá ber að horfa þannig á að þó ríkið beri formlega ábyrgð á að uppfylla Barnasáttmálann þá verður hann aldrei að fullu innleiddur inn í íslenskt samfélag nema í samstarfi við íslensk sveitarfélög. Í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna núna árið 2022 verðum við að skoða með „barnaréttindagleraugum“ hvað Hafnarfjörður sem sveitarfélag er að gera fyrir börnin okkar og spyrja okkur hvort öll börn séu að fá þá þjónustu sem þau eiga rétt á. Jafnframt því að beina sjónum að þeim skyldum sem okkur ber að vinna samkvæmt á þessu sviði sem sveitarfélag og hvort og hvernig við erum við að sinna því sem okkur ber. Við megum ekki gleyma að á bakvið hvert nafn eða kennitölu á biðlista er manneskja, barn, sem bíður eftir þjónustu og eftir því sem lengra líður eða það verði þjónusturof versnar staða barnsins og um leið fjölskyldunnar og við megum ekki láta það gerast. Við í Framsókn erum stolt af þeirri mikilvægu vinnu sem farið var af stað með árið 2018 að frumkvæði þáverandi félagsmálaráðherra, Ásmundar Einars Daðasonar, sem lagði grunninn að lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna (nr. 86/2021) eða Farsældarlögunum eins og þau eru nefnd í daglegu tali. Þessi lög hafa það að meginmarkmiði að stuðla að farsæld barna og tryggja aðgang þeirra og foreldranna að samþættri þjónustu við hæfi hvers og eins án allra hindrana. Farsældarlögin eiga að tryggja réttindi barna í samræmi við gildandi stjórnarskrá, alþjóðlegar mannréttinda skuldbindingar og þá sérstaklega samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Þá er sérstök áhersla lögð á samþætta þjónustu sem felur í sér að samfella sé í þjónustunni og hún verði vel skipulögð af þeim þjónustuveitendum sem eru heppilegastir til að mæta þörfum barnsins óháð því hvort hún sé veitt á vettvangi ríkis eða sveitarfélaga. Sú greining sem var gerð við vinnslu frumvarpsins að Farsældarlögunum leiddi í ljós að ávinningur breytinganna fælist m.a. í að fækka áföllum sem börn og fjölskyldur verða fyrir og hins vegar að auka seiglu þeirra og farsæld. Fyrirséð var að á fyrstu árum innleiðingar laganna yrði kostnaðurinn hærri en ávinningurinn, en til lengri tíma litið yrði ávinningurinn mun meiri og vægi hans þyngra og að samþætting í þágu farsældar barna yrði arðbær langtímafjárfesting. Börnin okkar eru jú þau sem taka við af okkur í samfélaginu. Við þurfum að fjárfesta í börnunum okkar því að það mun á endanum skila félagslegum jöfnuði. Við í Framsókn viljum ná samstöðu og samvinnu í bænum til að móta leiðir í formi einstaklingsbundins og snemmtæks stuðnings til samræmis við yfirlýstar nálganir Farsældarlaganna, annarra gildandi laga og mannréttindaskuldbindinga er lúta að réttindamiðaðri þjónustu við börn, því við trúum því að þannig megi best stuðla að farsæld, jafnrétti og tækifærum allra barna í okkar sveitarfélagi, Hafnarfirði. Jóhanna Erla Guðjónsdóttir, félagsráðgjafi, skipar 4. sæti á lista Framsóknar í HafnarfirðiJóhanna Margrét Fleckenstein, framkvæmdarstjóri, skipar 8. sæti á lista Framsóknar í Hafnarfirði
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar