Reykjanesbær þarf að girða sig í brók Rannveig Erla Guðlaugsdóttir skrifar 11. maí 2022 09:45 Ásbrú eða gamli völlurinn eins og þetta svæði er oft kallað er svæði tækifæranna. Svæðið sem býður upp á atvinnu, menntun, hreyfingu og dásamlegar íbúðir í fjölbýli sem hægt og rólega er verið að gera upp. Alls staðar voru teppi sem höfðu sinn ákveðna sjarma – bara ryksuga og allt var orðið „hreint“ og fínt. En eftir því sem íbúðir tæmast og fá nýja íbúa eru tækifærin nýtt og því gamla skipt út fyrir það nýja, parket kemur í staðinn og allt lítur betur út. Þegar fyrst var opnað inn á svæðið eftir að herinn fór og glæsilegar nemendaíbúðir voru kynntar til leiks varð allt svo spennandi. Þetta varð svæði tækifæranna. Keilir kynnti til leiks Háskólabrú og húsnæði fyrir nýja nemendur og oft var og er talað um það nám sem annað tækifæri fyrir þá sem flosnuðu úr námi en voru nú tilbúin, einbeittari og gátu í þokkabót leigt íbúðir á frábærum nemendakjörum. Svæðið er enn að bjóða upp á ný tækifæri. Heilu blokkirnar hafa verið settar á sölu og einstaklingar hafa fjárfest í fallegum, uppgerðum íbúðum á viðráðanlegu verði. En eins og svæðið er flott og möguleikarnir endalausir þá virðist enn vanta upp á skuldbindingu Reykjanesbæjar til að gera þetta að íbúahverfi. Svæðið er enn hrátt um að lítast, vantar allan huggulegan gróður og útivistasvæðum barna hefur farið sífellt fækkandi. Lítið hefur verið um viðhald og því leiktækin bara tekin og ekkert sett í staðinn. Strætó ferðir eru ekki að gera mikið fyrir þá einstaklinga sem þarna búa, bæði börn og fullorðna, sem þurfa að komast í tómstundir og verslanir utan Ásbrúar (það eru reyndar engar matvöruverslanir á Ásbrú en vá hvað það væri frábært ef svo væri!). Þetta hverfi á það til að verða útundan þrátt fyrir að vera jafngildur hluti Reykjanesbæjar og Keflavík, Njarðvík og Hafnir eru. Við í Umbót skorum á Reykjanesbæ að girða sig í brók og sinna þessum hluta bæjarins af meiri alúð eins og hann á skilið. Höfundur skipar 3. sæti á lista Umbótar í Reykjanesbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ásbrú eða gamli völlurinn eins og þetta svæði er oft kallað er svæði tækifæranna. Svæðið sem býður upp á atvinnu, menntun, hreyfingu og dásamlegar íbúðir í fjölbýli sem hægt og rólega er verið að gera upp. Alls staðar voru teppi sem höfðu sinn ákveðna sjarma – bara ryksuga og allt var orðið „hreint“ og fínt. En eftir því sem íbúðir tæmast og fá nýja íbúa eru tækifærin nýtt og því gamla skipt út fyrir það nýja, parket kemur í staðinn og allt lítur betur út. Þegar fyrst var opnað inn á svæðið eftir að herinn fór og glæsilegar nemendaíbúðir voru kynntar til leiks varð allt svo spennandi. Þetta varð svæði tækifæranna. Keilir kynnti til leiks Háskólabrú og húsnæði fyrir nýja nemendur og oft var og er talað um það nám sem annað tækifæri fyrir þá sem flosnuðu úr námi en voru nú tilbúin, einbeittari og gátu í þokkabót leigt íbúðir á frábærum nemendakjörum. Svæðið er enn að bjóða upp á ný tækifæri. Heilu blokkirnar hafa verið settar á sölu og einstaklingar hafa fjárfest í fallegum, uppgerðum íbúðum á viðráðanlegu verði. En eins og svæðið er flott og möguleikarnir endalausir þá virðist enn vanta upp á skuldbindingu Reykjanesbæjar til að gera þetta að íbúahverfi. Svæðið er enn hrátt um að lítast, vantar allan huggulegan gróður og útivistasvæðum barna hefur farið sífellt fækkandi. Lítið hefur verið um viðhald og því leiktækin bara tekin og ekkert sett í staðinn. Strætó ferðir eru ekki að gera mikið fyrir þá einstaklinga sem þarna búa, bæði börn og fullorðna, sem þurfa að komast í tómstundir og verslanir utan Ásbrúar (það eru reyndar engar matvöruverslanir á Ásbrú en vá hvað það væri frábært ef svo væri!). Þetta hverfi á það til að verða útundan þrátt fyrir að vera jafngildur hluti Reykjanesbæjar og Keflavík, Njarðvík og Hafnir eru. Við í Umbót skorum á Reykjanesbæ að girða sig í brók og sinna þessum hluta bæjarins af meiri alúð eins og hann á skilið. Höfundur skipar 3. sæti á lista Umbótar í Reykjanesbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun