Hvers virði eru 13.200 mínútur? Ósk Sigurðardóttir skrifar 11. maí 2022 09:31 Mikið er rætt um bættar samgöngur í Garðabæ og bætta samgönguinnviði. Umferðarþungi milli Garðabæjar og Reykjavíkur er viðvarandi vandamál. Flestir íbúar Garðabæjar þurfa að sækja vinnu eða nám til Reykjavíkur. Sá tími sem tekur að aka í mikilli umferð til og frá vinnu skerðir lífsgæði fjölskyldna í bæjarfélaginu. Þessi mikli akstur er einnig mjög óumhverfisvænn og stækkar kolvetnisspor bæjarins til muna. Eru bættir samgönguinnviðir eina leiðin til að bæta þetta ástand? Væri hægt að nýta sér breytt vinnufyrirkomulag í kjölfar COVID-19, minnka þörfina til að fara úr bæjarfélaginu til vinnu og þannig minnka umferð? Fjöldi fyrirtækja er nú farinn að bjóða upp á færri viðverudaga á vinnustað og launþegar eru farnir að sækjast eftir breyttu vinnufyrirkomulagi. Rekja má hinn mikla flótta starfsmanna og sérfræðinga á heimsvísu frá hefðbundnum störfum, til breytts viðhorfs til vinnu og þeirrar menningar að eyða miklum tíma í samgöngur til og frá vinnu. Garðabæjarlistinn vill styðja við þessa þróun með því að auka tækifæri fólks til að vinna a.m.k. hluta vinnuvikunnar utan vinnustaðar og innan síns bæjarfélags. Þannig minnkar fjarvera frá fjölskyldu, viðskipti við verslun og þjónustu í bæjarfélaginu aukast, það léttir á umferðinni og kolefnisspor bæjarins minnkar með minni akstri. Þannig bæjarfélag er einnig eftirsóknarverðari búsetustaður fyrir aldamótakynslóðina og þær kynslóðir sem eftir koma sem hafa önnur gildi þegar kemur að vinnu auk þessa að vera með sterka umhverfisvitund. Þetta unga fólk vill ekki endilega vinna heima hjá sér heldur miklu frekar á skemmtilegum starfsstöðvum með fjölbreyttri starfsemi og skapandi umhverfi. Eitt skref í þessa átt er að styðja við uppbyggingu öflugra samvinnurýma (e. co-working space) í bænum í anda Vinnustofu Kjarvals og Sjávarklasans, með aðgengi að mismunandi skrifstofum, fundarherbergjum, kaffihúsum, ráðstefnurýmum og öðrum samverustöðum. Vísir að minni samvinnurýmum eru komin á tvo staði í bænum með nokkrum borðum. Einnig hefur hópur listamanna skapað sér sameiginlega vinnuaðstöðu í bænum, en betur má ef duga skal. Hugsanlega gætu öflug samvinnurými hýst þverfaglega starfsemi þekkingarstarfsmanna og skapandi greina. Samlegðaráhrif slíks rýmis væru óteljandi. Íbúar nágrannasveitarfélaga gætu einnig nýtt sér þessi rými og stytt sinn ferðatíma. Samvinnurými af þessum toga sjáum við spretta upp í sveitarfélögum í jaðri Höfuðborgarsvæðisins sbr. Breiðin á Akranesi og Bankinn á Selfossi. Hvers vegna ekki í Garðabæ? Líklega er ekkert bæjarfélag á landinu með jafn hátt hlutfall þekkingarstarfsmanna og Garðabær og þrátt fyrir að vera svona nálægt Reykjavík er tíminn sem fer í að ferðast til og frá vinnu allt of mikill eða allt að klukkutími á dag. Getum við ekki öll verið sammála því að fá viðbótar klukkutíma með börnunum okkar sé eftirsóknarverðara en að sitja í bílnum að hlusta á Bylgjuna á leiðinni í vinnuna? Byggjum framsýnan bæ með fjölbreyttum atvinnutækifærum og fjölbreyttri vinnuaðstöðu fyrir núverandi og komandi kynslóðir. Höfundur er í 5. sæti á lista Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samgöngur Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Mikið er rætt um bættar samgöngur í Garðabæ og bætta samgönguinnviði. Umferðarþungi milli Garðabæjar og Reykjavíkur er viðvarandi vandamál. Flestir íbúar Garðabæjar þurfa að sækja vinnu eða nám til Reykjavíkur. Sá tími sem tekur að aka í mikilli umferð til og frá vinnu skerðir lífsgæði fjölskyldna í bæjarfélaginu. Þessi mikli akstur er einnig mjög óumhverfisvænn og stækkar kolvetnisspor bæjarins til muna. Eru bættir samgönguinnviðir eina leiðin til að bæta þetta ástand? Væri hægt að nýta sér breytt vinnufyrirkomulag í kjölfar COVID-19, minnka þörfina til að fara úr bæjarfélaginu til vinnu og þannig minnka umferð? Fjöldi fyrirtækja er nú farinn að bjóða upp á færri viðverudaga á vinnustað og launþegar eru farnir að sækjast eftir breyttu vinnufyrirkomulagi. Rekja má hinn mikla flótta starfsmanna og sérfræðinga á heimsvísu frá hefðbundnum störfum, til breytts viðhorfs til vinnu og þeirrar menningar að eyða miklum tíma í samgöngur til og frá vinnu. Garðabæjarlistinn vill styðja við þessa þróun með því að auka tækifæri fólks til að vinna a.m.k. hluta vinnuvikunnar utan vinnustaðar og innan síns bæjarfélags. Þannig minnkar fjarvera frá fjölskyldu, viðskipti við verslun og þjónustu í bæjarfélaginu aukast, það léttir á umferðinni og kolefnisspor bæjarins minnkar með minni akstri. Þannig bæjarfélag er einnig eftirsóknarverðari búsetustaður fyrir aldamótakynslóðina og þær kynslóðir sem eftir koma sem hafa önnur gildi þegar kemur að vinnu auk þessa að vera með sterka umhverfisvitund. Þetta unga fólk vill ekki endilega vinna heima hjá sér heldur miklu frekar á skemmtilegum starfsstöðvum með fjölbreyttri starfsemi og skapandi umhverfi. Eitt skref í þessa átt er að styðja við uppbyggingu öflugra samvinnurýma (e. co-working space) í bænum í anda Vinnustofu Kjarvals og Sjávarklasans, með aðgengi að mismunandi skrifstofum, fundarherbergjum, kaffihúsum, ráðstefnurýmum og öðrum samverustöðum. Vísir að minni samvinnurýmum eru komin á tvo staði í bænum með nokkrum borðum. Einnig hefur hópur listamanna skapað sér sameiginlega vinnuaðstöðu í bænum, en betur má ef duga skal. Hugsanlega gætu öflug samvinnurými hýst þverfaglega starfsemi þekkingarstarfsmanna og skapandi greina. Samlegðaráhrif slíks rýmis væru óteljandi. Íbúar nágrannasveitarfélaga gætu einnig nýtt sér þessi rými og stytt sinn ferðatíma. Samvinnurými af þessum toga sjáum við spretta upp í sveitarfélögum í jaðri Höfuðborgarsvæðisins sbr. Breiðin á Akranesi og Bankinn á Selfossi. Hvers vegna ekki í Garðabæ? Líklega er ekkert bæjarfélag á landinu með jafn hátt hlutfall þekkingarstarfsmanna og Garðabær og þrátt fyrir að vera svona nálægt Reykjavík er tíminn sem fer í að ferðast til og frá vinnu allt of mikill eða allt að klukkutími á dag. Getum við ekki öll verið sammála því að fá viðbótar klukkutíma með börnunum okkar sé eftirsóknarverðara en að sitja í bílnum að hlusta á Bylgjuna á leiðinni í vinnuna? Byggjum framsýnan bæ með fjölbreyttum atvinnutækifærum og fjölbreyttri vinnuaðstöðu fyrir núverandi og komandi kynslóðir. Höfundur er í 5. sæti á lista Garðabæjarlistans.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun