Hvers virði eru 13.200 mínútur? Ósk Sigurðardóttir skrifar 11. maí 2022 09:31 Mikið er rætt um bættar samgöngur í Garðabæ og bætta samgönguinnviði. Umferðarþungi milli Garðabæjar og Reykjavíkur er viðvarandi vandamál. Flestir íbúar Garðabæjar þurfa að sækja vinnu eða nám til Reykjavíkur. Sá tími sem tekur að aka í mikilli umferð til og frá vinnu skerðir lífsgæði fjölskyldna í bæjarfélaginu. Þessi mikli akstur er einnig mjög óumhverfisvænn og stækkar kolvetnisspor bæjarins til muna. Eru bættir samgönguinnviðir eina leiðin til að bæta þetta ástand? Væri hægt að nýta sér breytt vinnufyrirkomulag í kjölfar COVID-19, minnka þörfina til að fara úr bæjarfélaginu til vinnu og þannig minnka umferð? Fjöldi fyrirtækja er nú farinn að bjóða upp á færri viðverudaga á vinnustað og launþegar eru farnir að sækjast eftir breyttu vinnufyrirkomulagi. Rekja má hinn mikla flótta starfsmanna og sérfræðinga á heimsvísu frá hefðbundnum störfum, til breytts viðhorfs til vinnu og þeirrar menningar að eyða miklum tíma í samgöngur til og frá vinnu. Garðabæjarlistinn vill styðja við þessa þróun með því að auka tækifæri fólks til að vinna a.m.k. hluta vinnuvikunnar utan vinnustaðar og innan síns bæjarfélags. Þannig minnkar fjarvera frá fjölskyldu, viðskipti við verslun og þjónustu í bæjarfélaginu aukast, það léttir á umferðinni og kolefnisspor bæjarins minnkar með minni akstri. Þannig bæjarfélag er einnig eftirsóknarverðari búsetustaður fyrir aldamótakynslóðina og þær kynslóðir sem eftir koma sem hafa önnur gildi þegar kemur að vinnu auk þessa að vera með sterka umhverfisvitund. Þetta unga fólk vill ekki endilega vinna heima hjá sér heldur miklu frekar á skemmtilegum starfsstöðvum með fjölbreyttri starfsemi og skapandi umhverfi. Eitt skref í þessa átt er að styðja við uppbyggingu öflugra samvinnurýma (e. co-working space) í bænum í anda Vinnustofu Kjarvals og Sjávarklasans, með aðgengi að mismunandi skrifstofum, fundarherbergjum, kaffihúsum, ráðstefnurýmum og öðrum samverustöðum. Vísir að minni samvinnurýmum eru komin á tvo staði í bænum með nokkrum borðum. Einnig hefur hópur listamanna skapað sér sameiginlega vinnuaðstöðu í bænum, en betur má ef duga skal. Hugsanlega gætu öflug samvinnurými hýst þverfaglega starfsemi þekkingarstarfsmanna og skapandi greina. Samlegðaráhrif slíks rýmis væru óteljandi. Íbúar nágrannasveitarfélaga gætu einnig nýtt sér þessi rými og stytt sinn ferðatíma. Samvinnurými af þessum toga sjáum við spretta upp í sveitarfélögum í jaðri Höfuðborgarsvæðisins sbr. Breiðin á Akranesi og Bankinn á Selfossi. Hvers vegna ekki í Garðabæ? Líklega er ekkert bæjarfélag á landinu með jafn hátt hlutfall þekkingarstarfsmanna og Garðabær og þrátt fyrir að vera svona nálægt Reykjavík er tíminn sem fer í að ferðast til og frá vinnu allt of mikill eða allt að klukkutími á dag. Getum við ekki öll verið sammála því að fá viðbótar klukkutíma með börnunum okkar sé eftirsóknarverðara en að sitja í bílnum að hlusta á Bylgjuna á leiðinni í vinnuna? Byggjum framsýnan bæ með fjölbreyttum atvinnutækifærum og fjölbreyttri vinnuaðstöðu fyrir núverandi og komandi kynslóðir. Höfundur er í 5. sæti á lista Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samgöngur Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mikið er rætt um bættar samgöngur í Garðabæ og bætta samgönguinnviði. Umferðarþungi milli Garðabæjar og Reykjavíkur er viðvarandi vandamál. Flestir íbúar Garðabæjar þurfa að sækja vinnu eða nám til Reykjavíkur. Sá tími sem tekur að aka í mikilli umferð til og frá vinnu skerðir lífsgæði fjölskyldna í bæjarfélaginu. Þessi mikli akstur er einnig mjög óumhverfisvænn og stækkar kolvetnisspor bæjarins til muna. Eru bættir samgönguinnviðir eina leiðin til að bæta þetta ástand? Væri hægt að nýta sér breytt vinnufyrirkomulag í kjölfar COVID-19, minnka þörfina til að fara úr bæjarfélaginu til vinnu og þannig minnka umferð? Fjöldi fyrirtækja er nú farinn að bjóða upp á færri viðverudaga á vinnustað og launþegar eru farnir að sækjast eftir breyttu vinnufyrirkomulagi. Rekja má hinn mikla flótta starfsmanna og sérfræðinga á heimsvísu frá hefðbundnum störfum, til breytts viðhorfs til vinnu og þeirrar menningar að eyða miklum tíma í samgöngur til og frá vinnu. Garðabæjarlistinn vill styðja við þessa þróun með því að auka tækifæri fólks til að vinna a.m.k. hluta vinnuvikunnar utan vinnustaðar og innan síns bæjarfélags. Þannig minnkar fjarvera frá fjölskyldu, viðskipti við verslun og þjónustu í bæjarfélaginu aukast, það léttir á umferðinni og kolefnisspor bæjarins minnkar með minni akstri. Þannig bæjarfélag er einnig eftirsóknarverðari búsetustaður fyrir aldamótakynslóðina og þær kynslóðir sem eftir koma sem hafa önnur gildi þegar kemur að vinnu auk þessa að vera með sterka umhverfisvitund. Þetta unga fólk vill ekki endilega vinna heima hjá sér heldur miklu frekar á skemmtilegum starfsstöðvum með fjölbreyttri starfsemi og skapandi umhverfi. Eitt skref í þessa átt er að styðja við uppbyggingu öflugra samvinnurýma (e. co-working space) í bænum í anda Vinnustofu Kjarvals og Sjávarklasans, með aðgengi að mismunandi skrifstofum, fundarherbergjum, kaffihúsum, ráðstefnurýmum og öðrum samverustöðum. Vísir að minni samvinnurýmum eru komin á tvo staði í bænum með nokkrum borðum. Einnig hefur hópur listamanna skapað sér sameiginlega vinnuaðstöðu í bænum, en betur má ef duga skal. Hugsanlega gætu öflug samvinnurými hýst þverfaglega starfsemi þekkingarstarfsmanna og skapandi greina. Samlegðaráhrif slíks rýmis væru óteljandi. Íbúar nágrannasveitarfélaga gætu einnig nýtt sér þessi rými og stytt sinn ferðatíma. Samvinnurými af þessum toga sjáum við spretta upp í sveitarfélögum í jaðri Höfuðborgarsvæðisins sbr. Breiðin á Akranesi og Bankinn á Selfossi. Hvers vegna ekki í Garðabæ? Líklega er ekkert bæjarfélag á landinu með jafn hátt hlutfall þekkingarstarfsmanna og Garðabær og þrátt fyrir að vera svona nálægt Reykjavík er tíminn sem fer í að ferðast til og frá vinnu allt of mikill eða allt að klukkutími á dag. Getum við ekki öll verið sammála því að fá viðbótar klukkutíma með börnunum okkar sé eftirsóknarverðara en að sitja í bílnum að hlusta á Bylgjuna á leiðinni í vinnuna? Byggjum framsýnan bæ með fjölbreyttum atvinnutækifærum og fjölbreyttri vinnuaðstöðu fyrir núverandi og komandi kynslóðir. Höfundur er í 5. sæti á lista Garðabæjarlistans.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar