Reykjavík – framsækin menningarborg Birna Hafstein skrifar 11. maí 2022 10:31 Í nútímasamfélagi gegnir menningarstarfsemi lykilhlutverki. Hér á landi erum við svo lánsöm að eiga magnaða listamenn í öllum listgreinum sem skapa ómetanleg verðmæti fyrir samfélagið okkar. Listir og menning eru mótunarafl í samfélaginu og skapandi drifkraftur. Að þessu þarf að hlúa og það ætlum við í Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík að gera með því að greiða veginn fyrir: Framsækinni og skemmtilegri borg sem vex í takt við nútímann með lifandi menningu, lýðheilsusjónarmið og umhverfisvitund að leiðarljósi. Keppninni um fólk í alþjóðlegum heimi sem tekur sífellt örari breytingum. Spennandi borg meðal borga fyrir alla – heimamenn, ferðamenn og ekki síður erlenda sérfræðinga sem vilja koma hingað til starfa. Öflugu og fjölbreyttu atvinnulífi þar sem einstaklingar og fyrirtæki fá að vaxa og dafna án íþyngjandi boða og banna. Jákvæðum hvötum til uppbyggingar á nýsköpun, hugviti og skapandi greinum. Listkennsla Vaxtarbroddur nýrra starfa liggur í hinu óhefðbundna og við veðjum óhrædd á sköpun. Listir, menning, hugverkaiðnaður, nýsköpun; allt þetta er hluti af hinum skapandi greinum. Borgin þarf að innleiða hugsun og sýn með það fyrir augum að stuðla að framþróun þessara greina og búa til sterkari grunn til að hægt sé að skapa ný og fleiri tækifæri á þessum sviðum. Við ætlum að auka vægi list- verk- og tæknigreina í skólastarfi. Við viljum tryggja öllum börnum jöfn tækifæri til að þroska hæfileika sína og verða það sem þau vilja. Við eigum að vera leiðandi í þessu efni, vera frumkvöðlar og hafa hugrekki til að tileinka okkur nýjar aðferðir, feta ótroðnar brautir samfélaginu til heilla. Sjálfstætt starfandi listafólk Stærsti hópur listamanna hér á landi er sjálfstætt starfandi. Við ætlum að sjá til þess að stuðningur við grasrót lista og menningar hér í Reykjavík verði stórefldur. Til stendur að stækka sjóði eins og Menningarsjóð og Borgarhátíðasjóð í því skyni að efla fjölbreytta listaflóru borgarinnar. Við sjálfstæðismenn teljum slíkar aðgerðir auk þess einfaldlega arðbæra fjárfestingu. Við ætlum að bæta og efla faglega vinnuaðstöðu og rými fyrir listamenn, til að mynda að Korpúlfsstöðum. Við viljum danshús Sviðslistaumhverfið á Íslandi er bæði öflugt og framsækið og á erindi við umheiminn. Brýnt er að finna danslistafólki varanlegan samastað í Reykjavík. Reynslan erlendis frá hefur sýnt og sannað að með stofnun danshúss eykst áhorfandafjöldi til muna, hvort sem horft er til íbúa eða þeirra sem sækja borgir heim. Á síðustu árum hafa hin Norðurlöndin öll komið upp danshúsum með glæsilegum árangri. Þannig stuðlum við að framgangi og vexti greinarinnar hér heima, aukum framboð og eflum menningartengda ferðaþjónustu. Þetta er verkefni sem ríkið og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu eiga að sameinast um og styrkja um leið þá ímynd að Íslandi bjóði upp á margt fleira en fallegt landslag. Að á Íslandi búi áhugavert, skapandi fólk og að Reykjavík sé suðupottur menningar og lista. Skapandi fólk – spennandi borg Reykjavík á að sækja fram sem alþjóðleg menningarborg. Höfuðborg landsins á að byggja undir að listir, menning og skapandi greinar skipi sem stærstan sess í framtíðarsýn þjóðarinnar. Það er í þessum greinum sem dýrmætasti auður okkar hér á Íslandi leynist - í skapandi hugsun og skapandi fólki. Höfundur er formaður Félags íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum og á sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í nútímasamfélagi gegnir menningarstarfsemi lykilhlutverki. Hér á landi erum við svo lánsöm að eiga magnaða listamenn í öllum listgreinum sem skapa ómetanleg verðmæti fyrir samfélagið okkar. Listir og menning eru mótunarafl í samfélaginu og skapandi drifkraftur. Að þessu þarf að hlúa og það ætlum við í Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík að gera með því að greiða veginn fyrir: Framsækinni og skemmtilegri borg sem vex í takt við nútímann með lifandi menningu, lýðheilsusjónarmið og umhverfisvitund að leiðarljósi. Keppninni um fólk í alþjóðlegum heimi sem tekur sífellt örari breytingum. Spennandi borg meðal borga fyrir alla – heimamenn, ferðamenn og ekki síður erlenda sérfræðinga sem vilja koma hingað til starfa. Öflugu og fjölbreyttu atvinnulífi þar sem einstaklingar og fyrirtæki fá að vaxa og dafna án íþyngjandi boða og banna. Jákvæðum hvötum til uppbyggingar á nýsköpun, hugviti og skapandi greinum. Listkennsla Vaxtarbroddur nýrra starfa liggur í hinu óhefðbundna og við veðjum óhrædd á sköpun. Listir, menning, hugverkaiðnaður, nýsköpun; allt þetta er hluti af hinum skapandi greinum. Borgin þarf að innleiða hugsun og sýn með það fyrir augum að stuðla að framþróun þessara greina og búa til sterkari grunn til að hægt sé að skapa ný og fleiri tækifæri á þessum sviðum. Við ætlum að auka vægi list- verk- og tæknigreina í skólastarfi. Við viljum tryggja öllum börnum jöfn tækifæri til að þroska hæfileika sína og verða það sem þau vilja. Við eigum að vera leiðandi í þessu efni, vera frumkvöðlar og hafa hugrekki til að tileinka okkur nýjar aðferðir, feta ótroðnar brautir samfélaginu til heilla. Sjálfstætt starfandi listafólk Stærsti hópur listamanna hér á landi er sjálfstætt starfandi. Við ætlum að sjá til þess að stuðningur við grasrót lista og menningar hér í Reykjavík verði stórefldur. Til stendur að stækka sjóði eins og Menningarsjóð og Borgarhátíðasjóð í því skyni að efla fjölbreytta listaflóru borgarinnar. Við sjálfstæðismenn teljum slíkar aðgerðir auk þess einfaldlega arðbæra fjárfestingu. Við ætlum að bæta og efla faglega vinnuaðstöðu og rými fyrir listamenn, til að mynda að Korpúlfsstöðum. Við viljum danshús Sviðslistaumhverfið á Íslandi er bæði öflugt og framsækið og á erindi við umheiminn. Brýnt er að finna danslistafólki varanlegan samastað í Reykjavík. Reynslan erlendis frá hefur sýnt og sannað að með stofnun danshúss eykst áhorfandafjöldi til muna, hvort sem horft er til íbúa eða þeirra sem sækja borgir heim. Á síðustu árum hafa hin Norðurlöndin öll komið upp danshúsum með glæsilegum árangri. Þannig stuðlum við að framgangi og vexti greinarinnar hér heima, aukum framboð og eflum menningartengda ferðaþjónustu. Þetta er verkefni sem ríkið og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu eiga að sameinast um og styrkja um leið þá ímynd að Íslandi bjóði upp á margt fleira en fallegt landslag. Að á Íslandi búi áhugavert, skapandi fólk og að Reykjavík sé suðupottur menningar og lista. Skapandi fólk – spennandi borg Reykjavík á að sækja fram sem alþjóðleg menningarborg. Höfuðborg landsins á að byggja undir að listir, menning og skapandi greinar skipi sem stærstan sess í framtíðarsýn þjóðarinnar. Það er í þessum greinum sem dýrmætasti auður okkar hér á Íslandi leynist - í skapandi hugsun og skapandi fólki. Höfundur er formaður Félags íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum og á sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun