Opið bréf til framboðslista varðandi sýn þeirra á kynþáttafordóma Snorri Sturluson skrifar 11. maí 2022 11:00 Nýverið opinberuðust rasísk viðhorf í samfélaginu í tengslum við flótta ungs hörundsdökks manns úr haldi lögreglunnar. Í kjölfar þess opinberaðist mjög glögglega að kynþáttafordómar lifa góðu lífi hér sem annas staðar. Ef við eigum að taka mið af reynslu annarra landa þar sem kynþáttafordómar eru vel þekktir þá má áætla að fordómar á borð við þá sem upp komu í kjölfarið hafi áhrif á hörundsdökk börn og unglinga í skólum, í frístundastarfi og almennt í borgarsamfélaginu. Lög nr. 85 frá 2018 kveða á um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna. Það er upplifun okkar, sem erum foreldrar barna af öðrum kynþáttum en hvítum á Íslandi að skólareglur og áætlanir um einelti, vinsamlegt samfélag og jákvæðan skólabrag nái ekki alltaf utan um hið djúpstæða mein sem kynþáttafordómar eru og að það sé annaðhvort ekki nægilega vel mörkuð stefna eða henni sé ekki framfylgt af staðfestu. Úr því þarf að bæta. Því leggjum við, Aðgerðarhópur gegn fordómum á Íslandi-2022 fyrir framboðin í Reykjavík þrjár spurningar. Hvaða sýn hefur framboðið á stöðu barna og ungmenna af öðrum kynþætti og uppruna en hvítum í Reykjavík, í ljósi nýliðinna atburða? Í ljósi atburðarins sem vísað er til að ofan teljið þið vera þörf á aukinni, jafnvel skilyrtri, fræðslu eða festu í verklagi fyrir starfsfólk í skóla- og frístundastarfi borgarinnar um kynþáttafordóma, hvernig bregðast skal við þegar börn og ungmenni verða fyrir þeim og hvernig staðið er að því að fræða börn og ungmenni um kynþáttafordóma? Ef já við spurningu 2, biðjum við vinsamlegast um stutta lýsingu á sýn flokksins um hvaða frekari skref þið viljið stíga til að vinna gegn kerfislægum rasisma í borgarsamfélaginu, með hagsmuni og vellíðan barna og ungmenna af öðrum kynþáttum og uppruna en hvítum í huga. Aðgerðarhópurinn lýsir sig fúslega viljugan til samtals og ráðgjafar við mótun og útfærslu stefnu borgarinnar í þessum efnum, með öllum flokkum sem vilja setja málið ákveðið á dagskrá eftir kosningar. Fyrir hönd Aðgerðahóps gegn fordómum á Íslandi 2022. Höfundur er heimspekingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynþáttafordómar Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Nýverið opinberuðust rasísk viðhorf í samfélaginu í tengslum við flótta ungs hörundsdökks manns úr haldi lögreglunnar. Í kjölfar þess opinberaðist mjög glögglega að kynþáttafordómar lifa góðu lífi hér sem annas staðar. Ef við eigum að taka mið af reynslu annarra landa þar sem kynþáttafordómar eru vel þekktir þá má áætla að fordómar á borð við þá sem upp komu í kjölfarið hafi áhrif á hörundsdökk börn og unglinga í skólum, í frístundastarfi og almennt í borgarsamfélaginu. Lög nr. 85 frá 2018 kveða á um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna. Það er upplifun okkar, sem erum foreldrar barna af öðrum kynþáttum en hvítum á Íslandi að skólareglur og áætlanir um einelti, vinsamlegt samfélag og jákvæðan skólabrag nái ekki alltaf utan um hið djúpstæða mein sem kynþáttafordómar eru og að það sé annaðhvort ekki nægilega vel mörkuð stefna eða henni sé ekki framfylgt af staðfestu. Úr því þarf að bæta. Því leggjum við, Aðgerðarhópur gegn fordómum á Íslandi-2022 fyrir framboðin í Reykjavík þrjár spurningar. Hvaða sýn hefur framboðið á stöðu barna og ungmenna af öðrum kynþætti og uppruna en hvítum í Reykjavík, í ljósi nýliðinna atburða? Í ljósi atburðarins sem vísað er til að ofan teljið þið vera þörf á aukinni, jafnvel skilyrtri, fræðslu eða festu í verklagi fyrir starfsfólk í skóla- og frístundastarfi borgarinnar um kynþáttafordóma, hvernig bregðast skal við þegar börn og ungmenni verða fyrir þeim og hvernig staðið er að því að fræða börn og ungmenni um kynþáttafordóma? Ef já við spurningu 2, biðjum við vinsamlegast um stutta lýsingu á sýn flokksins um hvaða frekari skref þið viljið stíga til að vinna gegn kerfislægum rasisma í borgarsamfélaginu, með hagsmuni og vellíðan barna og ungmenna af öðrum kynþáttum og uppruna en hvítum í huga. Aðgerðarhópurinn lýsir sig fúslega viljugan til samtals og ráðgjafar við mótun og útfærslu stefnu borgarinnar í þessum efnum, með öllum flokkum sem vilja setja málið ákveðið á dagskrá eftir kosningar. Fyrir hönd Aðgerðahóps gegn fordómum á Íslandi 2022. Höfundur er heimspekingur.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar