Náum jafnvægi á húsnæðismarkaði Sigurður Ingi Jóhannsson og Orri Hlöðversson skrifa 11. maí 2022 13:15 Íbúar í Kópavogi eru tæpleg 39 þúsund eða ríflega 10% landsmanna. Bærinn hefur síðustu áratugina vaxið ört, ekki síst í tíð Sigurðar heitins Geirdal, bæjarstjóra Framsóknar í Kópavogi til fjölda ára. Forysta Kópavogs hefur í gegnum tíðina verið kraftmikil og byggt upp öflugt bæjarfélag með fjölbreyttu húsnæði sem fólk, ekki síst ungt fólk, hefur kosið að gera að sínu heimili. Hlutverk Kópavogs í uppbyggingu hefur verið mikið og verður það áfram. Bregðast verður við strax Brýnasta verkefni samfélagsins nú og næstu misseri er að ná jafnvægi á húsnæðismarkaði. Það er ljóst að skortur á nýjum lóðum og nýju húsnæði hefur ekki aðeins áhrif á ungt fólk og barnafjölskyldur sem eru að koma inn á markaðinn eða stækka við sig heldur einnig alvarleg áhrif á hækkun vísitölu og verðbólgu. Í kjölfarið kemur svo þrýstingur á vexti og laun. Hættan er því sú að til verði vítahringur sem verður öllu samfélaginu dýr. Nauðsynleg yfirsýn Ríkisstjórnin er að bregðast við því ójafnvægi sem hefur ríkt á húsnæðismarkaði. Húsnæðis- og skipulagsmál voru færð yfir í nýtt innviðaráðuneyti til að tryggja betri samhæfingu með sveitarfélögum og jafnvægi á húsnæðismarkaði. Nýtt innviðaráðuneytið gefur tækifæri til að skipuleggja húsnæðismálin upp á nýtt. Í fyrsta skipti hafa verið gerðar samræmdar húsnæðisáætlanir fyrir landið allt, byggt á raunþörf og þarfagreiningum sveitarfélagana, skipt niður á sveitarfélög og landshluta. Á næstu 10 árum þarf að byggja hvorki meira né minna en 35.000 íbúðir á landinu öllu. Þær munu þurfa að skiptast niður á landshluta þar sem tryggt er viðunandi húsnæði á viðráðanlegu verði. Sameiginleg sýn Til að stuðla að jafnvægi er mikilvægt að framboð húsnæðis sé í takt við þörf íbúa um allt land. Ein meginforsendan fyrir því að hægt sé að tryggja nauðsynlega uppbyggingu er að ríki og sveitarfélög sameinist um sýn og stefnu í húsnæðismálum. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og sveitarfélögin hafa það hlutverk að meta íbúðaþörf. Út frá því verður síðan að gera áætlanir til fjögurra ára, svokallaðar húsnæðisáætlanir, sem sýna fram á hvernig þörfinni fyrir húsnæði er mætt. Ein meginforsenda þess að stuðla að stöðugleika í húsnæðismálum og tryggja nauðsynlega uppbyggingu er að ríki og sveitarfélög sameinist um sýn og stefnu í húsnæðismálum til lengri tíma. Mikilvægar breytingar Nýtt innviðaráðuneyti skapar tækifæri til þess að láta skipulagsmál vinna í tak við húsnæðis- og samgöngumál. Það að hafa málefni sveitarfélaga, skipulags, húsnæðis, byggða og samgangna gefur einnig langþráð tækifæri til þess að samhæfa þessar áætlanir og einfalda og auka skilvirkni í afgreiðslu mála. Núna fara samskipti sveitarfélaga við ríkið í skipulags- og húsnæðismálum fram í gegnum mörg kerfi og stofnanir. Það er dýr og flókin stjórnsýsla. Með frekari samþættingu mun nást aukin yfirsýn, aukin hagkvæmni og markvissari áætlanagerð sem leiðir til aukins jafnvægis á húsnæðismarkaði. Öruggt húsnæði Næstu árin er mikilvægt að ríki og sveitarfélög taki höndum saman við að móta sameiginlega sýn og aðgerðir til þess að mæta þörfinni fyrir aukna uppbyggingu. Skipuleggja þarf lóðir fyrir fjölbreytt húsnæði sem tryggir öllum öruggt húsnæði. Það að hafa þak yfir höfuðið er eitt af grundvallaratriðunum í lífinu og má ekki verða svo fjárhagslega þungbært að fólk geti ekki notið lífsgæða. Félagsleg blöndun Með þeim breytingum sem orðið hafa með stofnun innviðaráðuneytis næst í fyrsta sinn nauðsynleg yfirsýn svo hægt verður að ná fram sameiginlegri sýn og stefnu ríkis og sveitarfélaga um það hversu mikið þarf að byggja, hvar og hvað þarf að byggja og stuðla þannig að jafnvægi á húsnæðismarkaði, þar með talið félagslegri blöndun. Því tengdu þá er mikilvægt að sveitarfélög hafi heimildir í lögum til að tryggja félagslega blöndun. Mikilvægar kosningar Ríki og sveitarfélög verða að taka sameiginlega ábyrgð á því að stuðla að stöðugleika í húsnæðismálum, gera ábyrgar áætlanir og fylgja þeim eftir. Þannig verður jafnvægi best tryggt. Það er mikilvægt að Kópavogur taki virkan þátt í því að bregðast við ójafnvæginu á húsnæðismarkaði. Sagan sýnir að krafturinn í bænum er mikill ef Framsókn er við stjórn. Þess vegna er mikilvægt að setja x við B í Kópavogi í kosningunum á laugardag. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður FramsóknarOrri Hlöðversson, oddviti Framsóknar í Kópavogi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Orri Hlöðversson Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Kópavogur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Húsnæðismál Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Íbúar í Kópavogi eru tæpleg 39 þúsund eða ríflega 10% landsmanna. Bærinn hefur síðustu áratugina vaxið ört, ekki síst í tíð Sigurðar heitins Geirdal, bæjarstjóra Framsóknar í Kópavogi til fjölda ára. Forysta Kópavogs hefur í gegnum tíðina verið kraftmikil og byggt upp öflugt bæjarfélag með fjölbreyttu húsnæði sem fólk, ekki síst ungt fólk, hefur kosið að gera að sínu heimili. Hlutverk Kópavogs í uppbyggingu hefur verið mikið og verður það áfram. Bregðast verður við strax Brýnasta verkefni samfélagsins nú og næstu misseri er að ná jafnvægi á húsnæðismarkaði. Það er ljóst að skortur á nýjum lóðum og nýju húsnæði hefur ekki aðeins áhrif á ungt fólk og barnafjölskyldur sem eru að koma inn á markaðinn eða stækka við sig heldur einnig alvarleg áhrif á hækkun vísitölu og verðbólgu. Í kjölfarið kemur svo þrýstingur á vexti og laun. Hættan er því sú að til verði vítahringur sem verður öllu samfélaginu dýr. Nauðsynleg yfirsýn Ríkisstjórnin er að bregðast við því ójafnvægi sem hefur ríkt á húsnæðismarkaði. Húsnæðis- og skipulagsmál voru færð yfir í nýtt innviðaráðuneyti til að tryggja betri samhæfingu með sveitarfélögum og jafnvægi á húsnæðismarkaði. Nýtt innviðaráðuneytið gefur tækifæri til að skipuleggja húsnæðismálin upp á nýtt. Í fyrsta skipti hafa verið gerðar samræmdar húsnæðisáætlanir fyrir landið allt, byggt á raunþörf og þarfagreiningum sveitarfélagana, skipt niður á sveitarfélög og landshluta. Á næstu 10 árum þarf að byggja hvorki meira né minna en 35.000 íbúðir á landinu öllu. Þær munu þurfa að skiptast niður á landshluta þar sem tryggt er viðunandi húsnæði á viðráðanlegu verði. Sameiginleg sýn Til að stuðla að jafnvægi er mikilvægt að framboð húsnæðis sé í takt við þörf íbúa um allt land. Ein meginforsendan fyrir því að hægt sé að tryggja nauðsynlega uppbyggingu er að ríki og sveitarfélög sameinist um sýn og stefnu í húsnæðismálum. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og sveitarfélögin hafa það hlutverk að meta íbúðaþörf. Út frá því verður síðan að gera áætlanir til fjögurra ára, svokallaðar húsnæðisáætlanir, sem sýna fram á hvernig þörfinni fyrir húsnæði er mætt. Ein meginforsenda þess að stuðla að stöðugleika í húsnæðismálum og tryggja nauðsynlega uppbyggingu er að ríki og sveitarfélög sameinist um sýn og stefnu í húsnæðismálum til lengri tíma. Mikilvægar breytingar Nýtt innviðaráðuneyti skapar tækifæri til þess að láta skipulagsmál vinna í tak við húsnæðis- og samgöngumál. Það að hafa málefni sveitarfélaga, skipulags, húsnæðis, byggða og samgangna gefur einnig langþráð tækifæri til þess að samhæfa þessar áætlanir og einfalda og auka skilvirkni í afgreiðslu mála. Núna fara samskipti sveitarfélaga við ríkið í skipulags- og húsnæðismálum fram í gegnum mörg kerfi og stofnanir. Það er dýr og flókin stjórnsýsla. Með frekari samþættingu mun nást aukin yfirsýn, aukin hagkvæmni og markvissari áætlanagerð sem leiðir til aukins jafnvægis á húsnæðismarkaði. Öruggt húsnæði Næstu árin er mikilvægt að ríki og sveitarfélög taki höndum saman við að móta sameiginlega sýn og aðgerðir til þess að mæta þörfinni fyrir aukna uppbyggingu. Skipuleggja þarf lóðir fyrir fjölbreytt húsnæði sem tryggir öllum öruggt húsnæði. Það að hafa þak yfir höfuðið er eitt af grundvallaratriðunum í lífinu og má ekki verða svo fjárhagslega þungbært að fólk geti ekki notið lífsgæða. Félagsleg blöndun Með þeim breytingum sem orðið hafa með stofnun innviðaráðuneytis næst í fyrsta sinn nauðsynleg yfirsýn svo hægt verður að ná fram sameiginlegri sýn og stefnu ríkis og sveitarfélaga um það hversu mikið þarf að byggja, hvar og hvað þarf að byggja og stuðla þannig að jafnvægi á húsnæðismarkaði, þar með talið félagslegri blöndun. Því tengdu þá er mikilvægt að sveitarfélög hafi heimildir í lögum til að tryggja félagslega blöndun. Mikilvægar kosningar Ríki og sveitarfélög verða að taka sameiginlega ábyrgð á því að stuðla að stöðugleika í húsnæðismálum, gera ábyrgar áætlanir og fylgja þeim eftir. Þannig verður jafnvægi best tryggt. Það er mikilvægt að Kópavogur taki virkan þátt í því að bregðast við ójafnvæginu á húsnæðismarkaði. Sagan sýnir að krafturinn í bænum er mikill ef Framsókn er við stjórn. Þess vegna er mikilvægt að setja x við B í Kópavogi í kosningunum á laugardag. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður FramsóknarOrri Hlöðversson, oddviti Framsóknar í Kópavogi
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun