Hversu löng eru fjögur ár? Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar 11. maí 2022 13:46 Mig langar að stunda stjórnmál þar sem íbúar bæjarins fá að segja skoðun sína oftar en á fjögurra ára fresti. Líf fólks getur gjörbreyst á þeim tíma, aðstæður þess og kröfur orðið aðrar og fyrir vikið getur fólk þurft að reiða sig á annars konar þjónustu en þegar það gekk síðast að kjörborðinu í sveitarstjórnarkosningum. Ef að vika er langur tími í pólitík, hversu löng eru þá fjögur ár í lífi bæjarbúa? Við Píratar störfum eftir skýrri grunnstefnu. Þar segir meðal annars að öll eigi að hafa rétt á aðkomu að ákvarðanatöku um málefni sem varða þau sjálf. Okkur finnst þetta ekkert sérstaklega flókið. Ef stjórnmálafólk er að taka ákvarðanir sem hafa bein áhrif á líf fólks þá á fólk að geta haft bein áhrif á þær ákvarðanir. Þetta teljum við vera sérstaklega mikilvægt í sveitarfélögum, enda veita sveitarfélögin margvíslega þjónustu sem stendur íbúum nærri. Ákvarðanir bæjarstjórnar geta haft margvísleg áhrif á líf bæjarbúa og ekkert nema eðlilegt að bæjarbúar fái að hafa áhrif á þær. Í þessu samhengi erum ekki aðeins að tala um að leyfa fólki að ákveða hvar setja eigi upp næsta ærslabelg eða róluvöll. Bæjarbúum er nefnilega fyllilega treystandi til að hafa áhrif á mikilvægari mál, með fullri virðingu fyrir ærslabelgjum. Íbúar eru fullkomlega færir um að setja mark sitt á skóla-, velferðar- og skipulagsmál, sem og forgangsröðun viðhaldsverkefna og framkvæmda í hverfunum svo eitthvað sé nefnt. Það er því óneitanlega dapurlegt að í Kópavogsbæ, næststærsta sveitarfélagi landsins með um 39 þúsund íbúa, skulu ekki vera starfrækt íbúaráð á vegum stjórnsýslunnar. Píratar í Kópavogi vilja bæta úr því. Við viljum auka samráð við bæjarbúa. Við viljum efla bæði lýðræðislega þátttöku íbúa sem og lýðræðisleg vinnubrögð stjórnsýslunnar og koma á fót íbúaráðum í hverju hverfi fyrir sig. Þannig væri hægt að tryggja samráð við Kópavogsbúa á öllum stigum, valdefla íbúa og gefa okkur öllum þá tilfinningu að við skiptum einhverju máli í bænum okkar. Fyrir utan það auðvitað að stjórnmálafólk veit ekkert alltaf best og því er mikilvægt að bæjarbúar geti veitt almenninlegt aðhald, oftar en á fjögurra ára fresti. Stefna bæjarstjórnar er skýr: „Kópavogur er samfélag sem byggir á lýðræðislegum ákvörðunum þar sem íbúarnir hafa áhrif á eigin mál.“ Þetta er því bara spurning um að framkvæma. Það ætlum við Píratar að gera. Höfundur er bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Kópavogur Píratar Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Mig langar að stunda stjórnmál þar sem íbúar bæjarins fá að segja skoðun sína oftar en á fjögurra ára fresti. Líf fólks getur gjörbreyst á þeim tíma, aðstæður þess og kröfur orðið aðrar og fyrir vikið getur fólk þurft að reiða sig á annars konar þjónustu en þegar það gekk síðast að kjörborðinu í sveitarstjórnarkosningum. Ef að vika er langur tími í pólitík, hversu löng eru þá fjögur ár í lífi bæjarbúa? Við Píratar störfum eftir skýrri grunnstefnu. Þar segir meðal annars að öll eigi að hafa rétt á aðkomu að ákvarðanatöku um málefni sem varða þau sjálf. Okkur finnst þetta ekkert sérstaklega flókið. Ef stjórnmálafólk er að taka ákvarðanir sem hafa bein áhrif á líf fólks þá á fólk að geta haft bein áhrif á þær ákvarðanir. Þetta teljum við vera sérstaklega mikilvægt í sveitarfélögum, enda veita sveitarfélögin margvíslega þjónustu sem stendur íbúum nærri. Ákvarðanir bæjarstjórnar geta haft margvísleg áhrif á líf bæjarbúa og ekkert nema eðlilegt að bæjarbúar fái að hafa áhrif á þær. Í þessu samhengi erum ekki aðeins að tala um að leyfa fólki að ákveða hvar setja eigi upp næsta ærslabelg eða róluvöll. Bæjarbúum er nefnilega fyllilega treystandi til að hafa áhrif á mikilvægari mál, með fullri virðingu fyrir ærslabelgjum. Íbúar eru fullkomlega færir um að setja mark sitt á skóla-, velferðar- og skipulagsmál, sem og forgangsröðun viðhaldsverkefna og framkvæmda í hverfunum svo eitthvað sé nefnt. Það er því óneitanlega dapurlegt að í Kópavogsbæ, næststærsta sveitarfélagi landsins með um 39 þúsund íbúa, skulu ekki vera starfrækt íbúaráð á vegum stjórnsýslunnar. Píratar í Kópavogi vilja bæta úr því. Við viljum auka samráð við bæjarbúa. Við viljum efla bæði lýðræðislega þátttöku íbúa sem og lýðræðisleg vinnubrögð stjórnsýslunnar og koma á fót íbúaráðum í hverju hverfi fyrir sig. Þannig væri hægt að tryggja samráð við Kópavogsbúa á öllum stigum, valdefla íbúa og gefa okkur öllum þá tilfinningu að við skiptum einhverju máli í bænum okkar. Fyrir utan það auðvitað að stjórnmálafólk veit ekkert alltaf best og því er mikilvægt að bæjarbúar geti veitt almenninlegt aðhald, oftar en á fjögurra ára fresti. Stefna bæjarstjórnar er skýr: „Kópavogur er samfélag sem byggir á lýðræðislegum ákvörðunum þar sem íbúarnir hafa áhrif á eigin mál.“ Þetta er því bara spurning um að framkvæma. Það ætlum við Píratar að gera. Höfundur er bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun