Við erum á krossgötum Sigurjón Andrésson skrifar 11. maí 2022 15:01 Sameininga-hamarinn er á lofti. Verkefni þeirra fulltrúa sem fá umboð til að stjórna í smærri sveitarfélögum í komandi kosningum verða því ólík því sem áður hefur verið. Kjósendur í þessum fámennu sveitarfélögum þurfa því að spyrja sig, hverjir munu gæta hagsmuna þeirra sveitarfélags og tryggja að ef til sameininga kemur, þá verði þjónusta og lífsgæði meiri en áður! Sveitarfélög með færri en 1.000 íbúa Í gildandi sveitarstjórnarlögum segir að ef íbúafjöldi sveitarfélags er undir 1.000 íbúum, er skylda, eftir sveitarstjórnarkosningar að: A) fara í sameiningarviðræður eða B) láta vinna álitsgerð. Álitsgerðin hefur þann tilgang að taka saman nægilegar upplýsingar fyrir sveitarstjórnarmenn og íbúa sveitarfélagsins svo að ákvörðun þeirra byggist á fullnægjandi upplýsingum. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum þarf Flóahreppur því, strax eftir sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí 2022, annað hvort að fara í formlegar viðræður um sameiningu eða vinna álit um stöðu sveitarfélagsins og getu þess til að sinna lögbundnum verkefnum og skoða hvaða tækifæri felast í sameiningu. Í okkar huga er alveg skýrt hvað þarf að gera Við sem stöndum að XT listanum í Flóahreppi höfum skýra sýn á hvernig við viljum vinna þessa vinnu eftir kosningarnar. Við ætlum strax að hefjast handa við að skoða sameiningarkosti. Hverjir eru styrkleikar, veikleikar, ógnanir og tækifæri. Jafnframt því vinnum við álit sem metur stöðu okkar og getu til að sinna okkar lögbundnu verkefnum. Samráð og íbúalýðræði Að því loknu, eigi síðar en vetur 2022-23 munum við kynna niðurstöðurnar fyrir íbúum Flóahrepps. Við munum leita sjónarmiða með opnum íbúafundum sem einnig eru í streymi með rafrænu samráðskerfi. Þannig tryggjum við að allir eigi jafnan aðgang að fræðast og koma sínum áherslum að. Spurt verður annars vegar hvort Flóahreppur eigi yfir höfuð að hefja sameiningarviðræður og ef svo er, hvaða valkostir ættu að vera í forgangi og hver eru áhersluatriði okkar í samningaviðræðunum. Ég hef velt þessum sameiningarmálum mikið fyrir mér. Flóahreppur á landamæri við sex önnur sveitarfélög. Sum eru lík okkar að uppbyggingu og önnur ólík. Sum þessara sveitarfélaga vilja eflaust sameinast Flóahreppi og önnur kannski ekki. En í öllu falli þarf að hefja vinnuna og tryggja þátttöku allra íbúa í ferlinu. Tækifærin eru óþrjótandi Það skiptir geysilega miklu máli hvernig haldið er á málum í Flóahreppi á næstu árum. Tækifærin sem eru að opnast fyrir okkur hér á þessu svæði eru óþrjótandi. Það er stöðugt að verða eftirsóknarverðara að búa og starfa í friðsælli sveit sem er í armslengd frá höfuðborgarsvæðinu - við erum í dauðafæri. Á næstu árum þarf að vinna eftir skýrri framtíðarsýn og tryggja að hagsmunir Flóahrepps gangi fyrir þannig að lífsgæði okkar verði stöðugt betri. Höfundur skipar fyrsta sæti á XT listanum í Flóahreppi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóahreppur Sveitarstjórnarmál Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Sameininga-hamarinn er á lofti. Verkefni þeirra fulltrúa sem fá umboð til að stjórna í smærri sveitarfélögum í komandi kosningum verða því ólík því sem áður hefur verið. Kjósendur í þessum fámennu sveitarfélögum þurfa því að spyrja sig, hverjir munu gæta hagsmuna þeirra sveitarfélags og tryggja að ef til sameininga kemur, þá verði þjónusta og lífsgæði meiri en áður! Sveitarfélög með færri en 1.000 íbúa Í gildandi sveitarstjórnarlögum segir að ef íbúafjöldi sveitarfélags er undir 1.000 íbúum, er skylda, eftir sveitarstjórnarkosningar að: A) fara í sameiningarviðræður eða B) láta vinna álitsgerð. Álitsgerðin hefur þann tilgang að taka saman nægilegar upplýsingar fyrir sveitarstjórnarmenn og íbúa sveitarfélagsins svo að ákvörðun þeirra byggist á fullnægjandi upplýsingum. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum þarf Flóahreppur því, strax eftir sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí 2022, annað hvort að fara í formlegar viðræður um sameiningu eða vinna álit um stöðu sveitarfélagsins og getu þess til að sinna lögbundnum verkefnum og skoða hvaða tækifæri felast í sameiningu. Í okkar huga er alveg skýrt hvað þarf að gera Við sem stöndum að XT listanum í Flóahreppi höfum skýra sýn á hvernig við viljum vinna þessa vinnu eftir kosningarnar. Við ætlum strax að hefjast handa við að skoða sameiningarkosti. Hverjir eru styrkleikar, veikleikar, ógnanir og tækifæri. Jafnframt því vinnum við álit sem metur stöðu okkar og getu til að sinna okkar lögbundnu verkefnum. Samráð og íbúalýðræði Að því loknu, eigi síðar en vetur 2022-23 munum við kynna niðurstöðurnar fyrir íbúum Flóahrepps. Við munum leita sjónarmiða með opnum íbúafundum sem einnig eru í streymi með rafrænu samráðskerfi. Þannig tryggjum við að allir eigi jafnan aðgang að fræðast og koma sínum áherslum að. Spurt verður annars vegar hvort Flóahreppur eigi yfir höfuð að hefja sameiningarviðræður og ef svo er, hvaða valkostir ættu að vera í forgangi og hver eru áhersluatriði okkar í samningaviðræðunum. Ég hef velt þessum sameiningarmálum mikið fyrir mér. Flóahreppur á landamæri við sex önnur sveitarfélög. Sum eru lík okkar að uppbyggingu og önnur ólík. Sum þessara sveitarfélaga vilja eflaust sameinast Flóahreppi og önnur kannski ekki. En í öllu falli þarf að hefja vinnuna og tryggja þátttöku allra íbúa í ferlinu. Tækifærin eru óþrjótandi Það skiptir geysilega miklu máli hvernig haldið er á málum í Flóahreppi á næstu árum. Tækifærin sem eru að opnast fyrir okkur hér á þessu svæði eru óþrjótandi. Það er stöðugt að verða eftirsóknarverðara að búa og starfa í friðsælli sveit sem er í armslengd frá höfuðborgarsvæðinu - við erum í dauðafæri. Á næstu árum þarf að vinna eftir skýrri framtíðarsýn og tryggja að hagsmunir Flóahrepps gangi fyrir þannig að lífsgæði okkar verði stöðugt betri. Höfundur skipar fyrsta sæti á XT listanum í Flóahreppi.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun