Erum við ekki öll listafólk? Kjósum við geymili eða heimili? Ásgeir Ólafsson Lie skrifar 11. maí 2022 15:45 Burn – out (ofkeyrsla) er hugtak sem er orðið þekkt á Íslandi því miður. Ofkeyrsla er ekki jafn þekkt fyrirbæri í öðrum þjóðfélögum. Af hverju ekki? Við búum á stað sem okkur þykir vænt um. Yndislegu Akureyri. Hér er rekið heilsteypt bæjarfélag með alls kyns vaxandi fyrirtækjum sem vakna og sofna dag hvern. En viljum við að fólkið okkar dragi andann eins og fyrirtækin gera? Í hljóði og líflaus? Eða viljum við hlúa að þeim og leyfa fyrirtækjunum að vera fyrirtæki í friði? Við getum ekki verið rekin eins og þau. Það er ekki hægt að ætla að taka heilt bæjarfélag fyrir, fólkið sem þar býr, og hugsa rekstur einungis útfrá fyrirtækjum og engu öðru. Án fólksins eru engin fyrirtæki. Berlín setur grænt svæði á alla nýja reiti sem þeir byggja á. Af hverju? Af því að þeir vilja að fólkið sitt sé tengt náttúrunni og þeim sjálfum. Þannig skapast síður ofkeyrsla. Að þau eigi sitt heimili sem þau njóta að vera í milli þess sem þau stunda vinnu. Hvað er heimili? Fyrir okkur er heimili okkar Akureyri og húsið og staðurinn sem við kjósum að búa í og á. Þess vegna á fólk rétt á að mótmæla risastórum háhýsum sem á að raða í kringum þau þar sem þau hafa búið lengi. Þess vegna vill fólkið sem þar býr halda grænu svæðunum sínum svo það sé í tengingu við sjálft sig. Hvernig getum við þá byggt, gæti einhver spurt? Spyrjum Berlín. Hvernig getur Berlín byggt? Listin að lifa. Við erum öll listafólk. Við kunnum að lifa og vitum hvernig á að gera það. Þeir sem mæta til vinnu og fara svo ,,heim“ í einhverja geymslu (geymili) milli vakta geta alveg eins flutt til New York? Eða hvað... þar eru meira að segja græn svæði? Af hverju ætlum við að taka grænu svæðin úr fallega bænum okkar og byggja þétt og hátt? Það er þannig sem grænu svæðin hverfa. Meira af grænum svæðum. Göngum jafnvel lengra. Byggjum heilt hverfi fyrir fólk sem langar að búa með dýrum. Af hverju byggjum við ekki þannig? Leyfum fólkinu í bænum að ráða. Skráðu þig á „Íbúar á Akureyri- spjall“ á Facebook og taktu þátt í framtíðar umræðu um það HVERNIG við byggjum upp bæinn OKKAR, en ekki bæinn ÞEIRRA. Hvort kýst þú á laugardaginn? Geymili eða heimili? Kjósum með hjartanu. Höfundur skipar 2. sæti hjá Kattaframboðinu á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Ásgeir Ólafsson Lie Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Skoðun Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Burn – out (ofkeyrsla) er hugtak sem er orðið þekkt á Íslandi því miður. Ofkeyrsla er ekki jafn þekkt fyrirbæri í öðrum þjóðfélögum. Af hverju ekki? Við búum á stað sem okkur þykir vænt um. Yndislegu Akureyri. Hér er rekið heilsteypt bæjarfélag með alls kyns vaxandi fyrirtækjum sem vakna og sofna dag hvern. En viljum við að fólkið okkar dragi andann eins og fyrirtækin gera? Í hljóði og líflaus? Eða viljum við hlúa að þeim og leyfa fyrirtækjunum að vera fyrirtæki í friði? Við getum ekki verið rekin eins og þau. Það er ekki hægt að ætla að taka heilt bæjarfélag fyrir, fólkið sem þar býr, og hugsa rekstur einungis útfrá fyrirtækjum og engu öðru. Án fólksins eru engin fyrirtæki. Berlín setur grænt svæði á alla nýja reiti sem þeir byggja á. Af hverju? Af því að þeir vilja að fólkið sitt sé tengt náttúrunni og þeim sjálfum. Þannig skapast síður ofkeyrsla. Að þau eigi sitt heimili sem þau njóta að vera í milli þess sem þau stunda vinnu. Hvað er heimili? Fyrir okkur er heimili okkar Akureyri og húsið og staðurinn sem við kjósum að búa í og á. Þess vegna á fólk rétt á að mótmæla risastórum háhýsum sem á að raða í kringum þau þar sem þau hafa búið lengi. Þess vegna vill fólkið sem þar býr halda grænu svæðunum sínum svo það sé í tengingu við sjálft sig. Hvernig getum við þá byggt, gæti einhver spurt? Spyrjum Berlín. Hvernig getur Berlín byggt? Listin að lifa. Við erum öll listafólk. Við kunnum að lifa og vitum hvernig á að gera það. Þeir sem mæta til vinnu og fara svo ,,heim“ í einhverja geymslu (geymili) milli vakta geta alveg eins flutt til New York? Eða hvað... þar eru meira að segja græn svæði? Af hverju ætlum við að taka grænu svæðin úr fallega bænum okkar og byggja þétt og hátt? Það er þannig sem grænu svæðin hverfa. Meira af grænum svæðum. Göngum jafnvel lengra. Byggjum heilt hverfi fyrir fólk sem langar að búa með dýrum. Af hverju byggjum við ekki þannig? Leyfum fólkinu í bænum að ráða. Skráðu þig á „Íbúar á Akureyri- spjall“ á Facebook og taktu þátt í framtíðar umræðu um það HVERNIG við byggjum upp bæinn OKKAR, en ekki bæinn ÞEIRRA. Hvort kýst þú á laugardaginn? Geymili eða heimili? Kjósum með hjartanu. Höfundur skipar 2. sæti hjá Kattaframboðinu á Akureyri.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar