Kjósum rétt Júlíus Þór Jónsson skrifar 11. maí 2022 17:31 Einni litlausustu kosningabaráttu seinni ára fer senn að ljúka. Nánast ekkert hefur verið rætt eða tekist á um málefni, heldur hafa umbúðir ráðið ferðinni en ekki innihaldið. Heilu blaðagreinarnar og sjónvarpsþættirnir hafa snúist um einstaklingana en ekki málefnin , það sem máli skiptir í kosningabaráttu og stjórnmálum. Sósugerð, gæludýr, fataskápar og annað í þeim dúr tekið ofar en heilbrigðismál, dagvistun, málefni eldri borgara, og samgöngur, svo nokkuð sé nefnt. Ábyrgð fjölmiðla hvað þetta varðar er mikil. Þetta er röng og varasöm þróun. Kosningabaráttan ætti að snúast um alvöru staðreyndir og hvernig menn ætla að gera betur komist þeir til valda. Í því sambandi mætti nefna eftirfarandi: 1. Starfsmönnum borgarinnar fjölgað um 1000 á kjörtímabilinu, eða tæp 20% , en ekki er að sjá að grunnþjónusta hafi batnað þó að gjöld hafi verið hækkuð ( leikskólar, sorptæming, þrif ,strætó og fl) + langar og tímafrekar boðleiðir í ráðhúsinu. 2. Starfsmenn borgarinnar eru um 12000, sem gerir c.a. 11 starfsmenn á hverja 1000 íbúa. Þetta er mun meira en í nágranasveitarfélögunum. 3. Launakostnaður borgarinnar er rúmlega 70 % af tekjum, sem er of mikið og ekki hægt að reka fyrirtæki á þann veg. 4. Skuldasöfum stóraukist, eða um 120 milljarða sl. 4 ár. Heildarskuldir eru nú um 420 milljarðar. ( Börn og barnabörn greiða óráðsíuna í framtíðinni) . 5. Fasteignagjöld í hæstu hæðum á landsvísu. Reykjavík ætti að vera með lægsta útsvarið, vegna stærðarhagkvæmni. 6. Viðvarandi lóðaskortur viðhafður vísvitandi að virðist , til að mynda skort á húsnæðismarkaði og hækka húsnæðis og leiguverð. Þéttingarstefna er of mikil . 7. GAJA moltustöð Sorpu er í algjörum ólestri, búið að setja í það 7 milljarða og nú er ný húsbyggingin dæmd ónýt. Móður fyrirtækið Sorpa leikur frjálsum hala, hækkar gjaldskrár um allt að 300%. 8. Borgarlína ,hvaðan kemur hún , hvert fer hún ? engin veit hvað verkefnið mun kosta, arðsemi óljós og ekki vitað hverfing á að fjármagna. 9. Enginn vilji til að leysa umferðarvandan , með mislægum gatnamótum , ljósastýringum og álíka lausnum. Þrengja bara götur og búa til flöskuhálsa og tafir. Alger andstaða við bílinn, þarfasta þjóninn, samanber stefnu Pírata. 10. Sundabraut viljayfirlýsing um framkvæmdir eftir 9 ár, sem verður líklega svikið eftir kosningar, ef núverandi stjórnendur fá brautargengi. 11. Farið fram hjá útboðsreglum ansi oft á kjörtímabilinu með tilheyrandi málaferlum og þá jafnvel skaðabótum. Er vinavæðing í gangi, samanber gjafagjörning í Gufunesi, bensínstöðva lóða deilur og bragga málið. ? 12. Þrengt að Reykjavíkurflugvelli aftur og aftur . Samningar ekki virtir . Nú er stutt til kosninga og áríðandi að allir greiði atkvæði til framtíðar. Látum innihaldið ráða, en ekki umbúðirnar. Kjósum samkvæmt því á Laugardaginn, og kjósum rétt! Höfundur er íbúi í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Einni litlausustu kosningabaráttu seinni ára fer senn að ljúka. Nánast ekkert hefur verið rætt eða tekist á um málefni, heldur hafa umbúðir ráðið ferðinni en ekki innihaldið. Heilu blaðagreinarnar og sjónvarpsþættirnir hafa snúist um einstaklingana en ekki málefnin , það sem máli skiptir í kosningabaráttu og stjórnmálum. Sósugerð, gæludýr, fataskápar og annað í þeim dúr tekið ofar en heilbrigðismál, dagvistun, málefni eldri borgara, og samgöngur, svo nokkuð sé nefnt. Ábyrgð fjölmiðla hvað þetta varðar er mikil. Þetta er röng og varasöm þróun. Kosningabaráttan ætti að snúast um alvöru staðreyndir og hvernig menn ætla að gera betur komist þeir til valda. Í því sambandi mætti nefna eftirfarandi: 1. Starfsmönnum borgarinnar fjölgað um 1000 á kjörtímabilinu, eða tæp 20% , en ekki er að sjá að grunnþjónusta hafi batnað þó að gjöld hafi verið hækkuð ( leikskólar, sorptæming, þrif ,strætó og fl) + langar og tímafrekar boðleiðir í ráðhúsinu. 2. Starfsmenn borgarinnar eru um 12000, sem gerir c.a. 11 starfsmenn á hverja 1000 íbúa. Þetta er mun meira en í nágranasveitarfélögunum. 3. Launakostnaður borgarinnar er rúmlega 70 % af tekjum, sem er of mikið og ekki hægt að reka fyrirtæki á þann veg. 4. Skuldasöfum stóraukist, eða um 120 milljarða sl. 4 ár. Heildarskuldir eru nú um 420 milljarðar. ( Börn og barnabörn greiða óráðsíuna í framtíðinni) . 5. Fasteignagjöld í hæstu hæðum á landsvísu. Reykjavík ætti að vera með lægsta útsvarið, vegna stærðarhagkvæmni. 6. Viðvarandi lóðaskortur viðhafður vísvitandi að virðist , til að mynda skort á húsnæðismarkaði og hækka húsnæðis og leiguverð. Þéttingarstefna er of mikil . 7. GAJA moltustöð Sorpu er í algjörum ólestri, búið að setja í það 7 milljarða og nú er ný húsbyggingin dæmd ónýt. Móður fyrirtækið Sorpa leikur frjálsum hala, hækkar gjaldskrár um allt að 300%. 8. Borgarlína ,hvaðan kemur hún , hvert fer hún ? engin veit hvað verkefnið mun kosta, arðsemi óljós og ekki vitað hverfing á að fjármagna. 9. Enginn vilji til að leysa umferðarvandan , með mislægum gatnamótum , ljósastýringum og álíka lausnum. Þrengja bara götur og búa til flöskuhálsa og tafir. Alger andstaða við bílinn, þarfasta þjóninn, samanber stefnu Pírata. 10. Sundabraut viljayfirlýsing um framkvæmdir eftir 9 ár, sem verður líklega svikið eftir kosningar, ef núverandi stjórnendur fá brautargengi. 11. Farið fram hjá útboðsreglum ansi oft á kjörtímabilinu með tilheyrandi málaferlum og þá jafnvel skaðabótum. Er vinavæðing í gangi, samanber gjafagjörning í Gufunesi, bensínstöðva lóða deilur og bragga málið. ? 12. Þrengt að Reykjavíkurflugvelli aftur og aftur . Samningar ekki virtir . Nú er stutt til kosninga og áríðandi að allir greiði atkvæði til framtíðar. Látum innihaldið ráða, en ekki umbúðirnar. Kjósum samkvæmt því á Laugardaginn, og kjósum rétt! Höfundur er íbúi í Reykjavík.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar