Við unga fólkið og kosningar Elva María Birgisdóttir skrifar 12. maí 2022 06:31 Kæru jafnaldrar. Núna á laugardaginn eru kosningar, og ekki bara hvaða kosningar sem er, heldur eru þær mjög mikilvægar og skipta sköpum fyrir okkar framtíð hér í Reykjavík. Ég er að sjálfsögðu að tala um sveitarstjórnarkosningarnar. Vissulega svolítið langt orð sem getur virkað fráhrindandi, ég veit. Það er nefnilega þannig að við unga fólkið eigum það til að mæta síður á kjörstað en foreldrar okkar og þau sem eldri eru. Það er margt í gangi en það er samt sem áður svo mikilvægt að nýta kosningaréttinn okkar. Við verðum að taka okkur á, mæta, og kjósa! Því með því höfum við áhrif á það sem koma skal, við höfum okkar atkvæði og við verðum að nýta það þar sem um framtíðina okkar og velferð er að ræða. Samfylkingin er jafnaðarmannaflokkur sem leggur mikla áherslu á jöfnuð í samfélaginu óháð kyni, húðlit, stöðu innan samfélagsins, uppruna, fötlunar, kynhneigðar og fl. Samfylkingin í Reykjavík vill búa til grænni, loftslagsvænni og bara almennt skemmtilegri borg þar sem Borgarlína, almenningssamgöngur, hjólandi og gangandi eru í fyrirrúmi. Við ætlum að byggja upp íbúðir á eftirsóttum svæðum í borginni af enn meiri krafti en áður, og þá sérstaklega viljum við leggja áherslu á húsnæði fyrir ungt fólk, fyrstu kaupendur og tekjulægri hópa. Síðustu ár hafa verið byggðar fleiri íbúðir en nokkurn tímann áður í Reykjavík (meira en 1.000 íbúðir á ári) en Samfylkingin ætlar að byggja 2.000 íbúðir árlega á næsta kjörtímabili til að mæta þeirri gríðarlegu þörf sem er á húsnæðismarkaðnum í dag. Þetta eru stór málefni sem okkur unga fólkið varðar. Ég hef gríðarlega trú á flokknum og veit að þetta eru ekki bara innantóm loforð. Það hreinlega er ekki í boði þar sem svo margt er í húfi. Mætið á kjörstað (hægt að sjá hér hvar þú átt að mæta www.reykjavik.is/kosningar), kjósið, og ef þið viljið sjá Reykjavík blómstra áfram- setjið þá x við S. Höfundur skipar 20.sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Free tuition Colin Fisher Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Sjá meira
Kæru jafnaldrar. Núna á laugardaginn eru kosningar, og ekki bara hvaða kosningar sem er, heldur eru þær mjög mikilvægar og skipta sköpum fyrir okkar framtíð hér í Reykjavík. Ég er að sjálfsögðu að tala um sveitarstjórnarkosningarnar. Vissulega svolítið langt orð sem getur virkað fráhrindandi, ég veit. Það er nefnilega þannig að við unga fólkið eigum það til að mæta síður á kjörstað en foreldrar okkar og þau sem eldri eru. Það er margt í gangi en það er samt sem áður svo mikilvægt að nýta kosningaréttinn okkar. Við verðum að taka okkur á, mæta, og kjósa! Því með því höfum við áhrif á það sem koma skal, við höfum okkar atkvæði og við verðum að nýta það þar sem um framtíðina okkar og velferð er að ræða. Samfylkingin er jafnaðarmannaflokkur sem leggur mikla áherslu á jöfnuð í samfélaginu óháð kyni, húðlit, stöðu innan samfélagsins, uppruna, fötlunar, kynhneigðar og fl. Samfylkingin í Reykjavík vill búa til grænni, loftslagsvænni og bara almennt skemmtilegri borg þar sem Borgarlína, almenningssamgöngur, hjólandi og gangandi eru í fyrirrúmi. Við ætlum að byggja upp íbúðir á eftirsóttum svæðum í borginni af enn meiri krafti en áður, og þá sérstaklega viljum við leggja áherslu á húsnæði fyrir ungt fólk, fyrstu kaupendur og tekjulægri hópa. Síðustu ár hafa verið byggðar fleiri íbúðir en nokkurn tímann áður í Reykjavík (meira en 1.000 íbúðir á ári) en Samfylkingin ætlar að byggja 2.000 íbúðir árlega á næsta kjörtímabili til að mæta þeirri gríðarlegu þörf sem er á húsnæðismarkaðnum í dag. Þetta eru stór málefni sem okkur unga fólkið varðar. Ég hef gríðarlega trú á flokknum og veit að þetta eru ekki bara innantóm loforð. Það hreinlega er ekki í boði þar sem svo margt er í húfi. Mætið á kjörstað (hægt að sjá hér hvar þú átt að mæta www.reykjavik.is/kosningar), kjósið, og ef þið viljið sjá Reykjavík blómstra áfram- setjið þá x við S. Höfundur skipar 20.sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar