Mikilvægi íþrótta og hreyfingar Guðlaugur Skúlason skrifar 12. maí 2022 06:16 Íþróttir og hvers konar hreyfing er mikilvæg fyrir samfélög alls staðar á landinu og er Skagafjörður þar engin undantekning. Við búum svo vel að við höfum mikið úrval íþrótta og hvers kyns afþreyinga sem fela í sér hreyfingu. Skagafjörður hefur verið þekkt sem mikið íþróttahérað hvort sem það er í hestamennsku, körfubolta, fótbolta, frjálsum eða öðrum greinum. Þessi árangur hefur náðst með góðri þjálfun og aðstöðu sem íþróttafólk Skagafjarðar og í raun allir íbúar eiga að geta nýtt sér á einn eða annan hátt. En betur má ef duga skal, aðstöðumál á Hofsósi hafa verið slæm um árabil. Grunnskólakrakkar hafa þurft að iðka sínar íþróttir í félagsheimilinu sem er algjörlega barn síns tíma. Það er erfitt að vekja upp áhuga og halda honum þegar aðstaðan er ekki til staðar, en farið er að sjá fyrir endann á því með byggingu nýs íþróttahúss við grunnskólann. Verður þá kominn flottur kjarni fyrir börn á Hofsósi og nágrenni þar sem hægt er að byrja daginn í skóla og enda í íþróttum til að fá smá útrás eftir daginn. Með nýju íþróttahúsi á Hofsósi er ekki ólíklegt að spretti upp „bumbubolta“ hópar út að austan. Það kæmi til með að auka hreyfingu hjá íbúum sem annars eru ekki að gera sér ferð upp á Krók eða fram í Varmahlíð til að komast í hreyfingu innanhúss. Í Varmahlíð hefur verið flott íþróttamiðstöð um árabil og er það hús að mestu fullnýtt allan ársins hring. Skólinn nýtir húsið fyrripart dags og þegar líður á daginn eru skipulagðar æfingar hjá íþróttafélagi. Íbúar framhéraðs og víðar nýta sér þessa aðstöðu til að iðka sína hreyfingu þess á milli. Það verður að halda áfram að viðhalda íþróttamiðstöðinni í Varmahlíð. Það er komin tími á að skoða klór- og hreinsikerfi laugarinnar og gólfið í íþróttahúsinu er komið að viðhaldi. Á Sauðárkróki er íþróttahúsið sprungið og ef við ætlum ekki að dragast aftur í þjálfun yngri flokka í öllum greinum verðum við að gera eitthvað í málinu. Barn í Sveitarfélaginu Skagafirði getur æft einu sinni til þrisvar sinnum í viku. Á sama tíma geta börn í öðrum sveitarfélögum æft fjórum sinnum án þess að stundaskránni sé stöðugt breytt. Haldist þetta óbreytt verðum við fljót að dragast aftur úr. Það þarf að byrja á hönnun og skipulagi fyrir stækkun íþróttahúss á Sauðárkróki sem fyrst. Hvort sem stækkað yrði til suðurs eða byggt nýtt fjölnota íþróttahús norðan við núverandi hús, þá höfum við ekki tíma til að bíða. Við viljum vera með íþróttafólk í fremstu röð og frekar bæta í. Þegar íþróttahúsið á Hofsósi er klárt þá eru þéttbýliskjarnarnir þrír komnir með viðeigandi aðstöðu fyrir börn og fullorðna. Það er forsenda þess að við getum skilað af okkur sterku íþróttafólki upp í meistaraflokka. Við viljum vera með landsliðsfólk í öllum greinum sem eru frábærir fulltrúar okkar Skagfirðinga utan og innan héraðs. Það er eitt að mínum áhersluatriðum að íþróttaaðstaða verði með langbesta móti í Skagafirði og að okkar iðkendur nái að stunda sínar íþróttir eða hreyfingu við bestu aðstæður hverju sinni. Höfundur skipar 3. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Skagafirði og er formaður aðalstjórnar Tindastóls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Skagafjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Íþróttir og hvers konar hreyfing er mikilvæg fyrir samfélög alls staðar á landinu og er Skagafjörður þar engin undantekning. Við búum svo vel að við höfum mikið úrval íþrótta og hvers kyns afþreyinga sem fela í sér hreyfingu. Skagafjörður hefur verið þekkt sem mikið íþróttahérað hvort sem það er í hestamennsku, körfubolta, fótbolta, frjálsum eða öðrum greinum. Þessi árangur hefur náðst með góðri þjálfun og aðstöðu sem íþróttafólk Skagafjarðar og í raun allir íbúar eiga að geta nýtt sér á einn eða annan hátt. En betur má ef duga skal, aðstöðumál á Hofsósi hafa verið slæm um árabil. Grunnskólakrakkar hafa þurft að iðka sínar íþróttir í félagsheimilinu sem er algjörlega barn síns tíma. Það er erfitt að vekja upp áhuga og halda honum þegar aðstaðan er ekki til staðar, en farið er að sjá fyrir endann á því með byggingu nýs íþróttahúss við grunnskólann. Verður þá kominn flottur kjarni fyrir börn á Hofsósi og nágrenni þar sem hægt er að byrja daginn í skóla og enda í íþróttum til að fá smá útrás eftir daginn. Með nýju íþróttahúsi á Hofsósi er ekki ólíklegt að spretti upp „bumbubolta“ hópar út að austan. Það kæmi til með að auka hreyfingu hjá íbúum sem annars eru ekki að gera sér ferð upp á Krók eða fram í Varmahlíð til að komast í hreyfingu innanhúss. Í Varmahlíð hefur verið flott íþróttamiðstöð um árabil og er það hús að mestu fullnýtt allan ársins hring. Skólinn nýtir húsið fyrripart dags og þegar líður á daginn eru skipulagðar æfingar hjá íþróttafélagi. Íbúar framhéraðs og víðar nýta sér þessa aðstöðu til að iðka sína hreyfingu þess á milli. Það verður að halda áfram að viðhalda íþróttamiðstöðinni í Varmahlíð. Það er komin tími á að skoða klór- og hreinsikerfi laugarinnar og gólfið í íþróttahúsinu er komið að viðhaldi. Á Sauðárkróki er íþróttahúsið sprungið og ef við ætlum ekki að dragast aftur í þjálfun yngri flokka í öllum greinum verðum við að gera eitthvað í málinu. Barn í Sveitarfélaginu Skagafirði getur æft einu sinni til þrisvar sinnum í viku. Á sama tíma geta börn í öðrum sveitarfélögum æft fjórum sinnum án þess að stundaskránni sé stöðugt breytt. Haldist þetta óbreytt verðum við fljót að dragast aftur úr. Það þarf að byrja á hönnun og skipulagi fyrir stækkun íþróttahúss á Sauðárkróki sem fyrst. Hvort sem stækkað yrði til suðurs eða byggt nýtt fjölnota íþróttahús norðan við núverandi hús, þá höfum við ekki tíma til að bíða. Við viljum vera með íþróttafólk í fremstu röð og frekar bæta í. Þegar íþróttahúsið á Hofsósi er klárt þá eru þéttbýliskjarnarnir þrír komnir með viðeigandi aðstöðu fyrir börn og fullorðna. Það er forsenda þess að við getum skilað af okkur sterku íþróttafólki upp í meistaraflokka. Við viljum vera með landsliðsfólk í öllum greinum sem eru frábærir fulltrúar okkar Skagfirðinga utan og innan héraðs. Það er eitt að mínum áhersluatriðum að íþróttaaðstaða verði með langbesta móti í Skagafirði og að okkar iðkendur nái að stunda sínar íþróttir eða hreyfingu við bestu aðstæður hverju sinni. Höfundur skipar 3. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Skagafirði og er formaður aðalstjórnar Tindastóls.
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun