Tölum um tölur Sveinn Gauti Einarsson skrifar 12. maí 2022 09:31 Nú keppast bæjarfulltrúar og frambjóðendur í Garðabæ við að skrifa greinar um allt það sem ætlunin er að gera í bænum næstu fjögur árin. Það er mikið talað um leikskólamál, sundlaugar og aðstöðu til íþróttaiðkunnar. Engin umræða hefur verið um fjármál bæjarins. Byrjum á að skoða skuldir sveitarfélaga á hvern íbúa. Grafið sýnir annars vegar skuldir á íbúa í lok árs 2017 og hins vegar samsvarandi skuldir A hluta í lok árs 2021 á verðlagi hvers árs fyrir sig. Grafið lýsir aðeins annarri stöðu en birtist okkur reglulega á heimasíðu bæjarins. Garðabær skuldar meira á hvern íbúa heldur en bæði Kópavogur og Reykjavík. Ekki er nóg með það að bærinn er orðinn skuldsettari en þessi tvö nágrannasveitarfélög heldur hefur staðan versnað hratt. Skuldir hafa aukist um 69% á yfirstandandi kjörtímabili á meðan skuldir annars staðar hafa aukist um 30 - 35% ef frá er talinn Kópavogur þar sem skuldirnar hafa aukist um 7%. Á sama tíma hækkaði neysluverðsvísitala um 19%. Það getur líka verið áhugavert að skoða gamlar fjárhagsáætlanir. Dýfum okkur niður í áætlanir sveitarfélaganna frá því 2018 (2019 í tilfelli Kópavogs) og skoðum áætlaðar skuldir fyrir árið 2021 og berum saman við raunskuldir samkvæmt ársreikningum 2021 til að sjá hversu góð áætlunin reyndist. Við gefum áætluninni gildið 100 og reiknum hlutfall skekkju þar sem fjárhæðirnar eru misháar vegna stærðar sveitarfélaganna. Skuldir Garðabæjar eru 74% meiri í dag en áætlanir í lok árs 2017 gerðu ráð fyrir. Samsvarandi hlutfall er 17% hjá Kópavogi, 7% í Hafnarfirði, 32% í Reykjavík og 49% í Mosfellsbæ. Áætlunin hjá Garðabæ er þannig mun verri en hjá öðrum og staðan allt önnur en búist var við. Vissulega hafa tímarnir verið óvenjulegir og eðlilegt að áætlanir hafi ekki staðist. Það útskýrir þó ekki hvers vegna áætlunin hjá Garðabæ var svo mikið verri en hjá hinum. Fjárhagsstaða Garðabæjar var í eina tíð talin góð, en hún hefur farið hratt versnandi. Auk þess er fjárhagsáætlanagerð greinilega óraunhæf. Ætli nokkuð sé að marka áætlunina sem gerð hefur verið til 2025? Þessi staða virðist hafa farið framhjá núverandi bæjarfulltrúum, sem ekkert hafa fjallað um vandamálið. Sjálfstæðismenn teikna upp glansmynd af stöðunni með því að notast við villandi kennitölur, þar sem einskiptistekjur eru teknar inn, sem láta fjármálin líta mun betur út en raunin er. Engum er greiði gerður með því að loka augum fyrir vandanum sem hleðst upp. Þó svo að skuldirnar hafi aukist mjög eru þær ekki enn orðnar óviðráðanlegar og ef vel er haldið á spöðunum er hægt að tryggja aftur sterka fjárhagsstöðu Garðabæjar. Með því að kjósa Framsókn á laugardag getur þú treyst á það að fjármálin í bænum séu í góðum höndum. Höfundur er verkfræðingur og skipar 13. sætið á lista Framsóknarflokksins í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sveinn Gauti Einarsson Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú keppast bæjarfulltrúar og frambjóðendur í Garðabæ við að skrifa greinar um allt það sem ætlunin er að gera í bænum næstu fjögur árin. Það er mikið talað um leikskólamál, sundlaugar og aðstöðu til íþróttaiðkunnar. Engin umræða hefur verið um fjármál bæjarins. Byrjum á að skoða skuldir sveitarfélaga á hvern íbúa. Grafið sýnir annars vegar skuldir á íbúa í lok árs 2017 og hins vegar samsvarandi skuldir A hluta í lok árs 2021 á verðlagi hvers árs fyrir sig. Grafið lýsir aðeins annarri stöðu en birtist okkur reglulega á heimasíðu bæjarins. Garðabær skuldar meira á hvern íbúa heldur en bæði Kópavogur og Reykjavík. Ekki er nóg með það að bærinn er orðinn skuldsettari en þessi tvö nágrannasveitarfélög heldur hefur staðan versnað hratt. Skuldir hafa aukist um 69% á yfirstandandi kjörtímabili á meðan skuldir annars staðar hafa aukist um 30 - 35% ef frá er talinn Kópavogur þar sem skuldirnar hafa aukist um 7%. Á sama tíma hækkaði neysluverðsvísitala um 19%. Það getur líka verið áhugavert að skoða gamlar fjárhagsáætlanir. Dýfum okkur niður í áætlanir sveitarfélaganna frá því 2018 (2019 í tilfelli Kópavogs) og skoðum áætlaðar skuldir fyrir árið 2021 og berum saman við raunskuldir samkvæmt ársreikningum 2021 til að sjá hversu góð áætlunin reyndist. Við gefum áætluninni gildið 100 og reiknum hlutfall skekkju þar sem fjárhæðirnar eru misháar vegna stærðar sveitarfélaganna. Skuldir Garðabæjar eru 74% meiri í dag en áætlanir í lok árs 2017 gerðu ráð fyrir. Samsvarandi hlutfall er 17% hjá Kópavogi, 7% í Hafnarfirði, 32% í Reykjavík og 49% í Mosfellsbæ. Áætlunin hjá Garðabæ er þannig mun verri en hjá öðrum og staðan allt önnur en búist var við. Vissulega hafa tímarnir verið óvenjulegir og eðlilegt að áætlanir hafi ekki staðist. Það útskýrir þó ekki hvers vegna áætlunin hjá Garðabæ var svo mikið verri en hjá hinum. Fjárhagsstaða Garðabæjar var í eina tíð talin góð, en hún hefur farið hratt versnandi. Auk þess er fjárhagsáætlanagerð greinilega óraunhæf. Ætli nokkuð sé að marka áætlunina sem gerð hefur verið til 2025? Þessi staða virðist hafa farið framhjá núverandi bæjarfulltrúum, sem ekkert hafa fjallað um vandamálið. Sjálfstæðismenn teikna upp glansmynd af stöðunni með því að notast við villandi kennitölur, þar sem einskiptistekjur eru teknar inn, sem láta fjármálin líta mun betur út en raunin er. Engum er greiði gerður með því að loka augum fyrir vandanum sem hleðst upp. Þó svo að skuldirnar hafi aukist mjög eru þær ekki enn orðnar óviðráðanlegar og ef vel er haldið á spöðunum er hægt að tryggja aftur sterka fjárhagsstöðu Garðabæjar. Með því að kjósa Framsókn á laugardag getur þú treyst á það að fjármálin í bænum séu í góðum höndum. Höfundur er verkfræðingur og skipar 13. sætið á lista Framsóknarflokksins í Garðabæ.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun