Öll mörkin úr Bestu deildinni: Táningur skoraði beint úr horni, sigurvíti og rautt spjald í blálokin Sindri Sverrisson skrifar 12. maí 2022 08:32 Valsmenn fögnuðu flottum 4-0 sigri gegn ÍA í gærkvöld. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Það var nóg um að vera í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld. Öll mörkin úr leikjunum fjórum sem og rauða spjaldið sem fór á loft í leik ÍBV og KR má sjá hér á Vísi. Breiðablik vann Stjörnuna 3-2 í frábærum leik á Kópavogsvelli. Dagur Dan Þórhallsson og Jason Daði Svanþórsson komu Blikum í 2-0 en hinn 18 ára Guðmundur Baldvin Nökkvason minnkaði muninn með marki beint úr hornspyrnu. Emil Atlason jafnaði svo metin á 79. mínútu en enn var tími fyrir Viktor Örn Margeirsson til að stanga boltann í netið og tryggja toppliði Blika sinn fimmta sigur. Klippa: Breiðablik 3-2 Stjarnan KR vann sinn annan sigur á tímabilinu þegar liðið lagði ÍBV í Eyjum, 2-1. Ægir Jarl Jónasson skoraði strax á 3. mínútu en Kristinn Jónsson jafnaði óvart metin með sjálfsmarki um miðjan fyrri hálfleik. Skömmu fyrir leikhlé skoraði Kennie Chopart það sem reyndist sigurmarkið með góðu skoti við vítateigslínuna. Þegar örfáar sekúndur voru eftir af leiknum fékk Atli Hrafn Andrason að líta beint rautt spjald fyrir að fara í slæma tæklingu gegn Kristni Jónssyni. Klippa: ÍBV 1-2 KR Valsmenn og KA-menn fylgja í humátt á eftir Breiðabliki og eru aðeins tveimur stigum á eftir toppliðinu. Valsmenn sýndu sínar bestu hliðar í seinni hálfleik gegn ÍA í gær, eftir að Patrick Pedersen hafði komið þeim yfir rétt fyrir hálfleik. Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði tvívegis gegn sínu uppeldisfélagi og Guðmundur Andri Tryggvason skoraði einnig laglegt mark. Klippa: Valur 4-0 ÍA Á Dalvík réðust úrslitin í uppbótartíma þegar Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði úr vítaspyrnu í 1-0 sigri KA gegn FH. Nökkvi náði sjálfur í vítaspyrnuna þegar Vuk Oskar Dimitrijevic sparkaði óvart í hann innan teigs. Klippa: KA 1-0 FH Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Breiðablik Stjarnan ÍBV KR Valur ÍA KA FH Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KA 1-0 FH | Dramatík fyrir norðan KA vann dramatískan 1-0 sigur á FH á Dalvíkurvelli í kvöld þar sem Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu á þriðju mínútu uppbótartíma. 11. maí 2022 21:10 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik 3-2 Stjarnan | Blikar ná í mikilvæg stig í hörku leik Óskar Hrafn Þorvaldsson og hans lærisveinar í Breiðablik höfðu betur gegn gamla læriföðurinum, Ágústi Gylfasyni og Stjörnumönnum. Breiðablik er með fullt hús stiga eftir fimm umferðir og sitja sem fastast á toppi deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 11. maí 2022 22:23 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - ÍA 4-0 | Valur vann á afmælisdaginn Valur hélt upp á 111 ára afmæli félagsins með 4-0 sigri á ÍA í 5. umferð Bestu deildar karla á Hlíðarenda í kvöld. 11. maí 2022 21:50 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV 1-2 KR | Vesturbæingar sóttu stigin þrjú í eyjum Eyjamenn þurfa að bíða lengur eftir sínum fyrsta sigri í Bestu deild karla. KR-ingar sóttu stigin þrjú á Hásteinsvelli þar sem gestirnir skoruðu öll þrjú mörkin. Lokatölur 1-2 fyrir KR. 11. maí 2022 20:00 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Fleiri fréttir Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Sjá meira
Breiðablik vann Stjörnuna 3-2 í frábærum leik á Kópavogsvelli. Dagur Dan Þórhallsson og Jason Daði Svanþórsson komu Blikum í 2-0 en hinn 18 ára Guðmundur Baldvin Nökkvason minnkaði muninn með marki beint úr hornspyrnu. Emil Atlason jafnaði svo metin á 79. mínútu en enn var tími fyrir Viktor Örn Margeirsson til að stanga boltann í netið og tryggja toppliði Blika sinn fimmta sigur. Klippa: Breiðablik 3-2 Stjarnan KR vann sinn annan sigur á tímabilinu þegar liðið lagði ÍBV í Eyjum, 2-1. Ægir Jarl Jónasson skoraði strax á 3. mínútu en Kristinn Jónsson jafnaði óvart metin með sjálfsmarki um miðjan fyrri hálfleik. Skömmu fyrir leikhlé skoraði Kennie Chopart það sem reyndist sigurmarkið með góðu skoti við vítateigslínuna. Þegar örfáar sekúndur voru eftir af leiknum fékk Atli Hrafn Andrason að líta beint rautt spjald fyrir að fara í slæma tæklingu gegn Kristni Jónssyni. Klippa: ÍBV 1-2 KR Valsmenn og KA-menn fylgja í humátt á eftir Breiðabliki og eru aðeins tveimur stigum á eftir toppliðinu. Valsmenn sýndu sínar bestu hliðar í seinni hálfleik gegn ÍA í gær, eftir að Patrick Pedersen hafði komið þeim yfir rétt fyrir hálfleik. Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði tvívegis gegn sínu uppeldisfélagi og Guðmundur Andri Tryggvason skoraði einnig laglegt mark. Klippa: Valur 4-0 ÍA Á Dalvík réðust úrslitin í uppbótartíma þegar Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði úr vítaspyrnu í 1-0 sigri KA gegn FH. Nökkvi náði sjálfur í vítaspyrnuna þegar Vuk Oskar Dimitrijevic sparkaði óvart í hann innan teigs. Klippa: KA 1-0 FH Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Breiðablik Stjarnan ÍBV KR Valur ÍA KA FH Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KA 1-0 FH | Dramatík fyrir norðan KA vann dramatískan 1-0 sigur á FH á Dalvíkurvelli í kvöld þar sem Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu á þriðju mínútu uppbótartíma. 11. maí 2022 21:10 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik 3-2 Stjarnan | Blikar ná í mikilvæg stig í hörku leik Óskar Hrafn Þorvaldsson og hans lærisveinar í Breiðablik höfðu betur gegn gamla læriföðurinum, Ágústi Gylfasyni og Stjörnumönnum. Breiðablik er með fullt hús stiga eftir fimm umferðir og sitja sem fastast á toppi deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 11. maí 2022 22:23 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - ÍA 4-0 | Valur vann á afmælisdaginn Valur hélt upp á 111 ára afmæli félagsins með 4-0 sigri á ÍA í 5. umferð Bestu deildar karla á Hlíðarenda í kvöld. 11. maí 2022 21:50 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV 1-2 KR | Vesturbæingar sóttu stigin þrjú í eyjum Eyjamenn þurfa að bíða lengur eftir sínum fyrsta sigri í Bestu deild karla. KR-ingar sóttu stigin þrjú á Hásteinsvelli þar sem gestirnir skoruðu öll þrjú mörkin. Lokatölur 1-2 fyrir KR. 11. maí 2022 20:00 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Fleiri fréttir Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KA 1-0 FH | Dramatík fyrir norðan KA vann dramatískan 1-0 sigur á FH á Dalvíkurvelli í kvöld þar sem Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu á þriðju mínútu uppbótartíma. 11. maí 2022 21:10
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik 3-2 Stjarnan | Blikar ná í mikilvæg stig í hörku leik Óskar Hrafn Þorvaldsson og hans lærisveinar í Breiðablik höfðu betur gegn gamla læriföðurinum, Ágústi Gylfasyni og Stjörnumönnum. Breiðablik er með fullt hús stiga eftir fimm umferðir og sitja sem fastast á toppi deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 11. maí 2022 22:23
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - ÍA 4-0 | Valur vann á afmælisdaginn Valur hélt upp á 111 ára afmæli félagsins með 4-0 sigri á ÍA í 5. umferð Bestu deildar karla á Hlíðarenda í kvöld. 11. maí 2022 21:50
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV 1-2 KR | Vesturbæingar sóttu stigin þrjú í eyjum Eyjamenn þurfa að bíða lengur eftir sínum fyrsta sigri í Bestu deild karla. KR-ingar sóttu stigin þrjú á Hásteinsvelli þar sem gestirnir skoruðu öll þrjú mörkin. Lokatölur 1-2 fyrir KR. 11. maí 2022 20:00