Andstaðan við borgarlínu mest hjá eldri karlmönnum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. maí 2022 12:07 Samgöngumálin hafa farið hátt í umræðunni í aðdraganda kosninga. Vísir/Vilhelm Ríflega 46% borgarbúa eru ýmist mjög eða frekar hlynnt borgarlínu og flestir treysta Samfylkingunni til að halda utan um samgöngumálin í borginni. Tæp 32% eru aftur á móti frekar eða mjög andvíg borgarlínu. Flestir sem setja sig upp á móti henni eru eldri karlmenn og íbúar austan Elliðaáa. Maskína kannaði ekki aðeins fylgi flokkanna í borginni fyrir fréttastofu en okkur lék einnig hugur á að vita hvaða hug Reykvíkingar bera til samgöngumála sem hafa verið áberandi í kosningabaráttunni. Sjá nánar: Samfylkingin stærsti flokkurinn í Reykjavík Tæp 29% svarenda segjast treysta Samfylkingunni best til þess að sjá um samgöngumálin í borginni. Reykvíkingar virðast treysta Samfylkingunni best til að sinna samgöngumálunum eða tæp 29 %. Ríflega 24% treysta Sjálfstæðisflokknum best í samgöngumálunum og 12, 5% Pírötum. Rúmlega 9% segjast treysta Framsókn mest, 8,7% Viðreisn, 5% Flokki fólksins og tæp 5%Sósíalistaflokki Íslands. Tæp 4% segjast treysta Miðflokki best til að halda utan um samgöngumálin en eingöngu 2,4%Vinstri grænum. Umræða um borgarlínu hefur farið hátt í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga en í könnun Maskínu kemur fram að rúm 28% eru mjög hlynnt borgarlínu og rúm 18% eru frekar hlynnt. Samanlagt segjast því 46,4% vera jákvæð fyrir borgarlínu. Tæp 22% svarenda hafa ekki sterka skoðun á borgarlínu. Tæp 32% lýstu sig aftur á móti andvíg Borgarlínu. Flestir í þeim hópi eru karlmenn yfir fimmtugt og íbúar austan Elliðaáa. Af þeim sem segjast ýmist mjög eða frekar hlynnt borgarlínu eru tveir yngstu aldurshóparnir fyrirferðarmestir, það er að segja 18-39 ára og íbúar Miðborgar og Vesturbæjar. Í töflunni sést bakgrunnur þeirra sem tóku afstöðu til borgarlínu. Maskína vann könnunina fyrir fréttastofu og var hún lögð fyrir dagana 6.-11. maí. Svarendur voru rúmlega þúsund talsins. Það kemur kannski ekki á óvart að yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem eru hlynntir borgarlínu ætla að kjósa Samfylkinguna í komandi sveitarstjórnarkosningum. Þeir sem eru mest á móti borgarlínu hyggjast flestir kjósa Ábyrga framtíð. Borgarlína Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skipulag Umferð Skoðanakannanir Reykjavík Tengdar fréttir Samfylkingin stærsti flokkurinn í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Maskínu Samfylkingin er stærsti flokkurinn í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna en Sjálfstæðisflokkurinn fylgir þar fast á eftir. Meirihluti flokkanna fjögurra sem mynda meirihluta í borgarstjórn heldur. 11. maí 2022 19:02 Píratar mælast stærri en Sjálfstæðismenn í borginni Píratar eru orðnir stærri en Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík ef marka má nýjustu könnun Fréttablaðsins um fylgi flokka fyrir komandi borgarstjórnarkosningar á laugardag. Meirihlutiflokkarnir myndu samkvæmt könnuninni halda velli og raunar bæta við sig einum borgarfulltrúa. 10. maí 2022 07:13 Tókust á um lóðarúthlutun á landi innan flugvallargirðingar Átök urðu á fundi borgarráðs Reykjavíkur í dag um þá tillögu borgarstjóra að úthluta fimm þúsund fermetra lóð og byggingarrétti fyrir allt að 140 íbúðir við Einarsnes 130. Lóðin er núna innan flugvallargirðingar í svokölluðum Nýja Skerjafirði á svæði sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra lýsti yfir í gær að borgin fengi ekki afhent meðan ekki væri kominn betri flugvallarkostur í stað Reykjavíkurflugvallar. 5. maí 2022 23:39 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Maskína kannaði ekki aðeins fylgi flokkanna í borginni fyrir fréttastofu en okkur lék einnig hugur á að vita hvaða hug Reykvíkingar bera til samgöngumála sem hafa verið áberandi í kosningabaráttunni. Sjá nánar: Samfylkingin stærsti flokkurinn í Reykjavík Tæp 29% svarenda segjast treysta Samfylkingunni best til þess að sjá um samgöngumálin í borginni. Reykvíkingar virðast treysta Samfylkingunni best til að sinna samgöngumálunum eða tæp 29 %. Ríflega 24% treysta Sjálfstæðisflokknum best í samgöngumálunum og 12, 5% Pírötum. Rúmlega 9% segjast treysta Framsókn mest, 8,7% Viðreisn, 5% Flokki fólksins og tæp 5%Sósíalistaflokki Íslands. Tæp 4% segjast treysta Miðflokki best til að halda utan um samgöngumálin en eingöngu 2,4%Vinstri grænum. Umræða um borgarlínu hefur farið hátt í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga en í könnun Maskínu kemur fram að rúm 28% eru mjög hlynnt borgarlínu og rúm 18% eru frekar hlynnt. Samanlagt segjast því 46,4% vera jákvæð fyrir borgarlínu. Tæp 22% svarenda hafa ekki sterka skoðun á borgarlínu. Tæp 32% lýstu sig aftur á móti andvíg Borgarlínu. Flestir í þeim hópi eru karlmenn yfir fimmtugt og íbúar austan Elliðaáa. Af þeim sem segjast ýmist mjög eða frekar hlynnt borgarlínu eru tveir yngstu aldurshóparnir fyrirferðarmestir, það er að segja 18-39 ára og íbúar Miðborgar og Vesturbæjar. Í töflunni sést bakgrunnur þeirra sem tóku afstöðu til borgarlínu. Maskína vann könnunina fyrir fréttastofu og var hún lögð fyrir dagana 6.-11. maí. Svarendur voru rúmlega þúsund talsins. Það kemur kannski ekki á óvart að yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem eru hlynntir borgarlínu ætla að kjósa Samfylkinguna í komandi sveitarstjórnarkosningum. Þeir sem eru mest á móti borgarlínu hyggjast flestir kjósa Ábyrga framtíð.
Borgarlína Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skipulag Umferð Skoðanakannanir Reykjavík Tengdar fréttir Samfylkingin stærsti flokkurinn í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Maskínu Samfylkingin er stærsti flokkurinn í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna en Sjálfstæðisflokkurinn fylgir þar fast á eftir. Meirihluti flokkanna fjögurra sem mynda meirihluta í borgarstjórn heldur. 11. maí 2022 19:02 Píratar mælast stærri en Sjálfstæðismenn í borginni Píratar eru orðnir stærri en Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík ef marka má nýjustu könnun Fréttablaðsins um fylgi flokka fyrir komandi borgarstjórnarkosningar á laugardag. Meirihlutiflokkarnir myndu samkvæmt könnuninni halda velli og raunar bæta við sig einum borgarfulltrúa. 10. maí 2022 07:13 Tókust á um lóðarúthlutun á landi innan flugvallargirðingar Átök urðu á fundi borgarráðs Reykjavíkur í dag um þá tillögu borgarstjóra að úthluta fimm þúsund fermetra lóð og byggingarrétti fyrir allt að 140 íbúðir við Einarsnes 130. Lóðin er núna innan flugvallargirðingar í svokölluðum Nýja Skerjafirði á svæði sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra lýsti yfir í gær að borgin fengi ekki afhent meðan ekki væri kominn betri flugvallarkostur í stað Reykjavíkurflugvallar. 5. maí 2022 23:39 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Samfylkingin stærsti flokkurinn í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Maskínu Samfylkingin er stærsti flokkurinn í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna en Sjálfstæðisflokkurinn fylgir þar fast á eftir. Meirihluti flokkanna fjögurra sem mynda meirihluta í borgarstjórn heldur. 11. maí 2022 19:02
Píratar mælast stærri en Sjálfstæðismenn í borginni Píratar eru orðnir stærri en Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík ef marka má nýjustu könnun Fréttablaðsins um fylgi flokka fyrir komandi borgarstjórnarkosningar á laugardag. Meirihlutiflokkarnir myndu samkvæmt könnuninni halda velli og raunar bæta við sig einum borgarfulltrúa. 10. maí 2022 07:13
Tókust á um lóðarúthlutun á landi innan flugvallargirðingar Átök urðu á fundi borgarráðs Reykjavíkur í dag um þá tillögu borgarstjóra að úthluta fimm þúsund fermetra lóð og byggingarrétti fyrir allt að 140 íbúðir við Einarsnes 130. Lóðin er núna innan flugvallargirðingar í svokölluðum Nýja Skerjafirði á svæði sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra lýsti yfir í gær að borgin fengi ekki afhent meðan ekki væri kominn betri flugvallarkostur í stað Reykjavíkurflugvallar. 5. maí 2022 23:39