Samskipti og þjónusta við íbúa - Gerum betur Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir skrifar 13. maí 2022 09:00 Í nýju sameinuðu sveitarfélagi er að mörgu að hyggja. Við þurfum að stilla saman strengi eftir þessa breytingu. Eitt af því sem leggja þarf áherslu á að mínu mati er þjónustan við íbúa, aðgengi þeirra að upplýsingum og aðstoð við að fá úrlausn sinna mála. Þegar samfélög stækka þá vilja boðleiðir oft lengjast og verða erfiðari. En við getum unnið að því að svo verði ekki hjá nýju sveitarfélagi með því að vinna markvisst að því að bæta þjónustu og að allir íbúar, starfsmenn sveitarfélagsins og sveitarstjórnarfulltrúar rói í sömu átt varðandi það. Ég er fædd og uppalin í Skagafirði og bjó hér fram undir tvítugt, þá flutti ég suður og vann þar í 20 ár. Árið 2019 flutti ég heim að nýju í fjörðinn og samfélagið sem ég hef þekkt frá fæðingu, í fallegasta fjörð landsins. Að keyra niður Vatnsskarðið á björtu vorkvöldi er alltaf jafn fallegt. Að horfa til suðurs og sjá fram fjörð, Mælifellshnjúkinn, yfir í Blönduhlíð út fjörð og sjá sólina á bak við eyjarnar okkar. Þetta er eitthvað annað. Þegar fólk hugsar sér til hreyfings út á land er samkeppnin mikil. Atvinna, húsnæði, leikskólapláss og hvernig samfélagið tekur á móti skiptir miklu máli og þar spila allir íbúar sveitarfélagsins inn í. Þjónustustefna Sveitarfélagið Skagafjörður er fjölmennur og fjölbreyttur vinnustaður, með íbúa sem eru um 4300 dreifðir um allan fjörð og því má segja að þarfir þeirra sé misjafnar þó að grunnþarfir séu þær sömu. Þjónusta er mikilvæg í okkar lífi og því þarf alltaf að vera á tánum gagnvart því að hún sé veitt og að viðskiptavinir séu ánægðir. Með því að veita góða þjónustu eru auknar líkur á því að fólk komi aftur og láti gott orð berast út. En það skiptir líka máli hvernig hún er veitt. Við höfum trúlega öll upplifað lélega þjónustu einhversstaðar og heitið því að koma aldrei þangað aftur. Því er það mjög mikilvægt að allir geri sér grein fyrir hlutverki sínu og til hvers er ætlast. Að boðleiðir séu skýrar og að íbúar, já og starfsfólkið, viti hvert á að beina viðkomandi til að fá úrlausn sinna mála, leiðbeiningar eða aðstoð. Í kerfum almennt eru miklar torleiðir og oft held ég að fólk hætti við að sækja sér upplýsingar og þjónustu því að allt ferlið er svo flókið. Svo ekki sé minnst á hvernig þetta sé fyrir fólk af erlendum uppruna sem flytur hingað. Það þarf að hlúa að þeim hópi sérstaklega og tryggja að þau fái þá aðstoð sem þarf, sérstaklega ef um börn er að ræða varðandi skóla- og tómstundamál. Því er mikilvægt fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð að setja sér þjónustustefnu og fylgja henni eftir. Með sama fyrirkomulagi og í fyrra Hugsa þarf hlutina eins og að enginn viti neitt, því enginn veit allt. Hvernig á fólk sem er nýflutt í samfélagið að vita hvernig hlutirnir voru í fyrra? Viðburður verður með sama fyrirkomulagi og undanfarin ár. Þessu þurfum við sem samfélag að breyta og taka vel á móti fólki sem flytur í fallegasta og skemmtilegasta fjörð landsins. Þessu viljum við Sjálfstæðismenn breyta því þetta er ekki boðlegt í nútímasamfélagi þar sem samskiptamáti er hraðari og auðveldar en oft áður. Vilji og samvinna er það sem þarf. Við viljum öll búa í samfélagið þar sem hlutirnir ganga vel og að íbúar séu ánægðir og geti stoltir sagt frá því að þjónustan heima sé til fyrirmyndar. Stuttar og hnitmiðaðar boðleiðir auðveldar líf allra. Ef þú kjósandi góður vilt sjá breytingar er snúa að þjónustu hjá Sveitarfélaginu Skagafirði þá hvet ég þig til að mæta á kjörstað og setja x við D. Höfundur skipar 2. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Skagafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Skagafjörður Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Í nýju sameinuðu sveitarfélagi er að mörgu að hyggja. Við þurfum að stilla saman strengi eftir þessa breytingu. Eitt af því sem leggja þarf áherslu á að mínu mati er þjónustan við íbúa, aðgengi þeirra að upplýsingum og aðstoð við að fá úrlausn sinna mála. Þegar samfélög stækka þá vilja boðleiðir oft lengjast og verða erfiðari. En við getum unnið að því að svo verði ekki hjá nýju sveitarfélagi með því að vinna markvisst að því að bæta þjónustu og að allir íbúar, starfsmenn sveitarfélagsins og sveitarstjórnarfulltrúar rói í sömu átt varðandi það. Ég er fædd og uppalin í Skagafirði og bjó hér fram undir tvítugt, þá flutti ég suður og vann þar í 20 ár. Árið 2019 flutti ég heim að nýju í fjörðinn og samfélagið sem ég hef þekkt frá fæðingu, í fallegasta fjörð landsins. Að keyra niður Vatnsskarðið á björtu vorkvöldi er alltaf jafn fallegt. Að horfa til suðurs og sjá fram fjörð, Mælifellshnjúkinn, yfir í Blönduhlíð út fjörð og sjá sólina á bak við eyjarnar okkar. Þetta er eitthvað annað. Þegar fólk hugsar sér til hreyfings út á land er samkeppnin mikil. Atvinna, húsnæði, leikskólapláss og hvernig samfélagið tekur á móti skiptir miklu máli og þar spila allir íbúar sveitarfélagsins inn í. Þjónustustefna Sveitarfélagið Skagafjörður er fjölmennur og fjölbreyttur vinnustaður, með íbúa sem eru um 4300 dreifðir um allan fjörð og því má segja að þarfir þeirra sé misjafnar þó að grunnþarfir séu þær sömu. Þjónusta er mikilvæg í okkar lífi og því þarf alltaf að vera á tánum gagnvart því að hún sé veitt og að viðskiptavinir séu ánægðir. Með því að veita góða þjónustu eru auknar líkur á því að fólk komi aftur og láti gott orð berast út. En það skiptir líka máli hvernig hún er veitt. Við höfum trúlega öll upplifað lélega þjónustu einhversstaðar og heitið því að koma aldrei þangað aftur. Því er það mjög mikilvægt að allir geri sér grein fyrir hlutverki sínu og til hvers er ætlast. Að boðleiðir séu skýrar og að íbúar, já og starfsfólkið, viti hvert á að beina viðkomandi til að fá úrlausn sinna mála, leiðbeiningar eða aðstoð. Í kerfum almennt eru miklar torleiðir og oft held ég að fólk hætti við að sækja sér upplýsingar og þjónustu því að allt ferlið er svo flókið. Svo ekki sé minnst á hvernig þetta sé fyrir fólk af erlendum uppruna sem flytur hingað. Það þarf að hlúa að þeim hópi sérstaklega og tryggja að þau fái þá aðstoð sem þarf, sérstaklega ef um börn er að ræða varðandi skóla- og tómstundamál. Því er mikilvægt fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð að setja sér þjónustustefnu og fylgja henni eftir. Með sama fyrirkomulagi og í fyrra Hugsa þarf hlutina eins og að enginn viti neitt, því enginn veit allt. Hvernig á fólk sem er nýflutt í samfélagið að vita hvernig hlutirnir voru í fyrra? Viðburður verður með sama fyrirkomulagi og undanfarin ár. Þessu þurfum við sem samfélag að breyta og taka vel á móti fólki sem flytur í fallegasta og skemmtilegasta fjörð landsins. Þessu viljum við Sjálfstæðismenn breyta því þetta er ekki boðlegt í nútímasamfélagi þar sem samskiptamáti er hraðari og auðveldar en oft áður. Vilji og samvinna er það sem þarf. Við viljum öll búa í samfélagið þar sem hlutirnir ganga vel og að íbúar séu ánægðir og geti stoltir sagt frá því að þjónustan heima sé til fyrirmyndar. Stuttar og hnitmiðaðar boðleiðir auðveldar líf allra. Ef þú kjósandi góður vilt sjá breytingar er snúa að þjónustu hjá Sveitarfélaginu Skagafirði þá hvet ég þig til að mæta á kjörstað og setja x við D. Höfundur skipar 2. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Skagafirði.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun