Setjum fólkið í fyrsta sæti! Jakob Frímann Magnússon skrifar 12. maí 2022 22:32 Um helgina verður kosið um forgangsröðun verkefna á borðum þeirra sem með völdin fá að fara að fengnu umboði kjósenda og skattgreiðenda. Fyrstu krónum skattgreiðandans ber samkvæmt fornri hefð að verja til öryggismála, þ.e. húsnæðisöryggis, fæðuöryggis og öryggis gegn glæpum. Við í Flokki fólksins orðum þetta með einföldum og skýrum hætti: Fólkið fyrst – svo allt hitt! Lífsgæði eru ekki einkaréttur útvalinna! Áherslur stjórnvalda hafa því miður ekki speglað þessa grunnþætti sem skyldi. Alvarlegur skortur er á húsnæði og kostnaður við að leigja eða kaupa húsnæði er í sögulegu hámarki. Matarkarfan á Íslandi er ein sú dýrasta í heimi og u.þ.b. tíundi hluti okkar ríku þjóðar má horfast í augu við fátækt og tóman ísskáp um miðjan hvern mánuð eða fyrr. Flokkur fólksins vill útrýma fátækt og óréttlæti á Íslandi, svo allir fái lifað mannsæmandi lífi. Lífsgæði eru nefnilega ekki einkaréttur útvalinna! Dvínandi öryggistilfinning Öryggistilfinng fer hér þverrandi, ekki síst meðal viðkvæmustu hópa samfélagsins. Á sama tíma og stríð geisar í austurvegi fer glæpatíðni vaxandi á Íslandi, heimilisofbeldi og líkamsárásir á götum úti virðast löggæslunni í landinu um megn að sporna við. Öryggistilfinning venjulegs fólks hraðminnkar á meðan skemmdarverkum fjölgar frá degi til dags á heimilum og húseignum venjulegs fólks. Ekkert viðnám er lengur veitt gegndarlausu kroti á húsveggjum um alla Reykjavíkurborg og verst er ástandið í miðborginni sem vekur óhug þeirra sem um fara. Þrif á veggjum, götum og gangstéttum eru í sögulegu lágmarki. Allt skerðir þetta öryggistilfinningu og líðan þeirra sem um fara og fyrir verða. Farsæl forystusveit Kvíði og þunglyndi eru í reynd alvarlegt heilbrigðisvandamál og Íslendingar eiga nú heimsmet í neyslu kvíðastillandi lyfja. Það eitt og sér væri verðugt rannsóknarefni. Svo vill til að framboðslistar Flokks fólksins bæði í Reykjavík og á Akureyri njóta forystu sérfræðinga á sviði geðheilbrigðis. Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og borgarfulltrúi, hefur um árabil sinnt viðkvæmustu hópum samfélagsins af kostgæfni. Hún ásamt Helgu Þórðardóttur kennara, Einari S. Guðmundssyni kerfisfræðingi, Natalie G. Gunnarsdóttur stuðningsfulltrúa og Rúnari Sigurjónssyni vélsmiði myndar glæsilegan forystukvintett Flokks fólksins í Reykjavík. Þetta er samstilltur hópur sem hægt er að treysta. Á Akureyri er það geðlæknirinn farsæli, Brynjólfur Ingvarsson, sem fer fyrir glæstri forystusveit sem einnig inniber hjúkrunarfræðinginn Málfríði S. Þórðardóttur, sagnfræðinginn Jón Hjaltason, Hannesínu Scheving, kennara, og Tinnu Guðmundsdóttur, hjúkrunarnema. Allt á þetta góða fólk að sameiginlegt að hafa gert að sínum einkunnarorð Flokks fólksins um að hafa sjálft fólkið í fyrirrúmi, öryggi þess, velferð og vellíðan. Áherslur þessa góða fólks í stjórnmálum eru skapandi tilbrigði við sjálft lykilstef Flokks fólksins. Valið um helgina er því einfalt: Við setjum x við F – Flokk fólksins! Greinarhöfundur er alþingismaður Flokks fólksins á NA kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Flokkur fólksins Reykjavík Akureyri Jakob Frímann Magnússon Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Um helgina verður kosið um forgangsröðun verkefna á borðum þeirra sem með völdin fá að fara að fengnu umboði kjósenda og skattgreiðenda. Fyrstu krónum skattgreiðandans ber samkvæmt fornri hefð að verja til öryggismála, þ.e. húsnæðisöryggis, fæðuöryggis og öryggis gegn glæpum. Við í Flokki fólksins orðum þetta með einföldum og skýrum hætti: Fólkið fyrst – svo allt hitt! Lífsgæði eru ekki einkaréttur útvalinna! Áherslur stjórnvalda hafa því miður ekki speglað þessa grunnþætti sem skyldi. Alvarlegur skortur er á húsnæði og kostnaður við að leigja eða kaupa húsnæði er í sögulegu hámarki. Matarkarfan á Íslandi er ein sú dýrasta í heimi og u.þ.b. tíundi hluti okkar ríku þjóðar má horfast í augu við fátækt og tóman ísskáp um miðjan hvern mánuð eða fyrr. Flokkur fólksins vill útrýma fátækt og óréttlæti á Íslandi, svo allir fái lifað mannsæmandi lífi. Lífsgæði eru nefnilega ekki einkaréttur útvalinna! Dvínandi öryggistilfinning Öryggistilfinng fer hér þverrandi, ekki síst meðal viðkvæmustu hópa samfélagsins. Á sama tíma og stríð geisar í austurvegi fer glæpatíðni vaxandi á Íslandi, heimilisofbeldi og líkamsárásir á götum úti virðast löggæslunni í landinu um megn að sporna við. Öryggistilfinning venjulegs fólks hraðminnkar á meðan skemmdarverkum fjölgar frá degi til dags á heimilum og húseignum venjulegs fólks. Ekkert viðnám er lengur veitt gegndarlausu kroti á húsveggjum um alla Reykjavíkurborg og verst er ástandið í miðborginni sem vekur óhug þeirra sem um fara. Þrif á veggjum, götum og gangstéttum eru í sögulegu lágmarki. Allt skerðir þetta öryggistilfinningu og líðan þeirra sem um fara og fyrir verða. Farsæl forystusveit Kvíði og þunglyndi eru í reynd alvarlegt heilbrigðisvandamál og Íslendingar eiga nú heimsmet í neyslu kvíðastillandi lyfja. Það eitt og sér væri verðugt rannsóknarefni. Svo vill til að framboðslistar Flokks fólksins bæði í Reykjavík og á Akureyri njóta forystu sérfræðinga á sviði geðheilbrigðis. Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og borgarfulltrúi, hefur um árabil sinnt viðkvæmustu hópum samfélagsins af kostgæfni. Hún ásamt Helgu Þórðardóttur kennara, Einari S. Guðmundssyni kerfisfræðingi, Natalie G. Gunnarsdóttur stuðningsfulltrúa og Rúnari Sigurjónssyni vélsmiði myndar glæsilegan forystukvintett Flokks fólksins í Reykjavík. Þetta er samstilltur hópur sem hægt er að treysta. Á Akureyri er það geðlæknirinn farsæli, Brynjólfur Ingvarsson, sem fer fyrir glæstri forystusveit sem einnig inniber hjúkrunarfræðinginn Málfríði S. Þórðardóttur, sagnfræðinginn Jón Hjaltason, Hannesínu Scheving, kennara, og Tinnu Guðmundsdóttur, hjúkrunarnema. Allt á þetta góða fólk að sameiginlegt að hafa gert að sínum einkunnarorð Flokks fólksins um að hafa sjálft fólkið í fyrirrúmi, öryggi þess, velferð og vellíðan. Áherslur þessa góða fólks í stjórnmálum eru skapandi tilbrigði við sjálft lykilstef Flokks fólksins. Valið um helgina er því einfalt: Við setjum x við F – Flokk fólksins! Greinarhöfundur er alþingismaður Flokks fólksins á NA kjördæmi.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar