DÓTTUR til forystu í Reykjavík Katrín Tanja Davíðsdóttir skrifar 13. maí 2022 06:01 Allir í crossfit heiminum kannast við hugtakið „dóttir”. Það stendur fyrir þann kraft og styrk sem felst í íslenskum konum og það hugrekki að trúa því að við getum gert allt það sem við ætlum okkur. Mér hefur alltaf þótt ég heppin með hversu margar íslenskar konur hafa rutt mína braut - og það hefur alltaf verið mitt hjartans mál að leggja mig alla fram við að gera slíkt hið sama fyrir komandi kynslóðir. Þá er ekki síður mikilvægt að styðja við aðrar konur á sömu braut! Borgarstjórnarkosningar fara fram í Reykjavík á laugardaginn, og borgarstjóraefni Sjálfstæðismanna er sannkölluð „dóttir”. Ung og kraftmikil kona sem upplifað hefur tímana tvenna þrátt fyrir ungan aldur. Reynslumikil á atvinnumarkaði og í lífinu sjálfu. Barátta hennar og sigur á erfiðum veikindum hefur orðið mörgum innblástur og sýnt að þegar á hana reynir þá mætir hún orrustunni. Hildur er, rétt eins og dæturnar í crossfit heiminum, mikilvæg fyrirmynd fyrir ungar og efnilega konur. Hún hefur á skömmum tíma orðið öflugur talsmaður borgarbúa og eftirtektarverð stjórnmálakona. Hildur er svo sannarlega tilbúin, og hvað gæti veitt meiri innblástur en að sjá unga og glæsilega konu fá það tækifæri sem hún gerir tilkall til. Ég þekki sjálf mikilvægi öflugra fyrirmynda fyrir ungar konur. Saman sýnum við hver annarri hvað er hægt! Ef ein okkar getur eitthvað - afhverju ættum við hinar ekki að geta það líka?! Stjórnmál snúast auðvitað um strauma og stefnur. Hildur Björnsdóttir er með sínar stefnur á hreinu og hjartað á réttum stað. Stjórnmál snúast þó ekki síður um að skapa fyrirmyndir og góð hughrif. Hildur er alvöru fyrirmynd. Manneskja sem háði erfiða baráttu, hafði sigur og sækir nú til æðstu metorða! Valið í Reykjavík á laugardag er skýrt. Glæsilegan fulltrúa yngri kynslóðarinnar með hugrekki og drifkraft til staðar til þess að gera breytingar til hins betra! Eða áframhald á því sama. Reykvíkingar geta með atkvæði sínu á laugardaginn tekið þátt í því að skapa glæsilega fyrirmynd fyrir unga fólkið í borginni. Styðjum Sjálfstæðisflokkinn og ryðjum brautina fyrir unga fólkið okkar. Fáum DÓTTUR í borgina! Höfundur er tvöfaldur heimsmeistari í crossfit. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Allir í crossfit heiminum kannast við hugtakið „dóttir”. Það stendur fyrir þann kraft og styrk sem felst í íslenskum konum og það hugrekki að trúa því að við getum gert allt það sem við ætlum okkur. Mér hefur alltaf þótt ég heppin með hversu margar íslenskar konur hafa rutt mína braut - og það hefur alltaf verið mitt hjartans mál að leggja mig alla fram við að gera slíkt hið sama fyrir komandi kynslóðir. Þá er ekki síður mikilvægt að styðja við aðrar konur á sömu braut! Borgarstjórnarkosningar fara fram í Reykjavík á laugardaginn, og borgarstjóraefni Sjálfstæðismanna er sannkölluð „dóttir”. Ung og kraftmikil kona sem upplifað hefur tímana tvenna þrátt fyrir ungan aldur. Reynslumikil á atvinnumarkaði og í lífinu sjálfu. Barátta hennar og sigur á erfiðum veikindum hefur orðið mörgum innblástur og sýnt að þegar á hana reynir þá mætir hún orrustunni. Hildur er, rétt eins og dæturnar í crossfit heiminum, mikilvæg fyrirmynd fyrir ungar og efnilega konur. Hún hefur á skömmum tíma orðið öflugur talsmaður borgarbúa og eftirtektarverð stjórnmálakona. Hildur er svo sannarlega tilbúin, og hvað gæti veitt meiri innblástur en að sjá unga og glæsilega konu fá það tækifæri sem hún gerir tilkall til. Ég þekki sjálf mikilvægi öflugra fyrirmynda fyrir ungar konur. Saman sýnum við hver annarri hvað er hægt! Ef ein okkar getur eitthvað - afhverju ættum við hinar ekki að geta það líka?! Stjórnmál snúast auðvitað um strauma og stefnur. Hildur Björnsdóttir er með sínar stefnur á hreinu og hjartað á réttum stað. Stjórnmál snúast þó ekki síður um að skapa fyrirmyndir og góð hughrif. Hildur er alvöru fyrirmynd. Manneskja sem háði erfiða baráttu, hafði sigur og sækir nú til æðstu metorða! Valið í Reykjavík á laugardag er skýrt. Glæsilegan fulltrúa yngri kynslóðarinnar með hugrekki og drifkraft til staðar til þess að gera breytingar til hins betra! Eða áframhald á því sama. Reykvíkingar geta með atkvæði sínu á laugardaginn tekið þátt í því að skapa glæsilega fyrirmynd fyrir unga fólkið í borginni. Styðjum Sjálfstæðisflokkinn og ryðjum brautina fyrir unga fólkið okkar. Fáum DÓTTUR í borgina! Höfundur er tvöfaldur heimsmeistari í crossfit.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun