Dymbilvika kosninga. Þegar og ef? Ásgeir Ólafsson Lie skrifar 13. maí 2022 13:10 Það er búið að vera gaman að fá að taka þátt í þessu fjöri fyrir kosningarnar 2022. Það sem stendur uppúr er það að við erum búin að kynnast mikið af fólki sem er tilbúið að kynna vinnustaði sína og fyrirtæki og fjölskyldur. Við getum auðvitað aldrei mætt á alla staði. En við erum þakklát fyrir að hafa fengið heimboð. Á listanum okkar er listafólk, veitingafólk, hugsjónarfólk, öryrkjar, húsmæður, verkafólk, tónlistarfólk og alls kyns baráttufólk sem hafa lagt sitt af mörkum fyrir komandi kosningar með sínu fallega viðmóti. Við erum mjög þakklát fyrir það fólk. Takk. Að ætla að taka slíkan slag að sækja um svona vinnu, er krefjandi, spennandi, orkutæmandi og orkugefandi á sama tíma. Eilítil rússíbanareið. Eitthvað sem ég persónulega myndi ekki kjósa að búa við frá degi til dags. En það er gaman að gera þetta í stutta stund. Þegar þú ert kominn með vald, ef þú færð vald, þá ætti hegðun þín og manneskja ekki að breytast. Vertu alltaf sami maðurinn. Þegar og ef. Þegar við setjumst niður eftir eurovision og hlustum eftir fyrstu tölum sem lesnar verða, á hjartað eftir að taka smá kipp. Það viðurkenni ég. Skildum við eitthvað eftir okkur? Náðum við til ykkar eða hefðum við þurft meira fé til að ná til ykkar? Okkar tilfinning er þegar talað er til ykkar sem hér búa að það þarf ekki milljónir af peningum til að kaupa ykkar atkvæði. Þú getur ekki keypt atkvæði. Þú getur ekki keypt manneskjur. Það sem við gátum auglýst á þessum skamma tíma var. ,,Hér erum við, svona erum við og svona verðum við líka ef við fáum vald“. Það var engin sérstök herkænska. Við ætluðum að ná í hjarta þeirra sem okkur lásu og að okkar stefnumálum hölluðust. Þið fenguð okkur eins og við erum alla daga. Það er mikill styrkur fólginn í að þora að koma fram og segja ,,ég veit það ekki“. Það er styrkur að geta sagst ekki hafa öll svörin. Það er styrkur að vera forvitinn og spyrja spurninga. Vegna þess að þegar maður veit ekki eitthvað, þá knýr forvitnin mann áfram að spyrja spurninga um það málefni og fá svör. Að kinka kolli og þykjast vita eitthvað getur ekki talist til afreka þegar maður gefur til kynna að maður sé tilbúinn að taka slíka krefjandi vinnu að sér. Að sitja í bæjarstjórn. Takk þið öll sem tókuð á móti okkur. Takk þið öll sem styðjið okkur og takk þið sem viljið hitta okkur og ræða málin og breyta því sem má fara betur í komandi framtíð. Við stefnum á að komast í meirihluta því það er þar sem við getum haldið áfram að láta verkin tala. Því telur hvert atkvæði dýrt. Þitt líka. Pólítík er samtal og mannorð. Góð pólítik er gott samtal og gott mannorð. Kjósum með hjartanu á laugardaginn og tileinkum okkur að gera það ávallt. Höfundur er markþjálfi og skipar 2. sæti á lista Kattaframboðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásgeir Ólafsson Lie Akureyri Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Það er búið að vera gaman að fá að taka þátt í þessu fjöri fyrir kosningarnar 2022. Það sem stendur uppúr er það að við erum búin að kynnast mikið af fólki sem er tilbúið að kynna vinnustaði sína og fyrirtæki og fjölskyldur. Við getum auðvitað aldrei mætt á alla staði. En við erum þakklát fyrir að hafa fengið heimboð. Á listanum okkar er listafólk, veitingafólk, hugsjónarfólk, öryrkjar, húsmæður, verkafólk, tónlistarfólk og alls kyns baráttufólk sem hafa lagt sitt af mörkum fyrir komandi kosningar með sínu fallega viðmóti. Við erum mjög þakklát fyrir það fólk. Takk. Að ætla að taka slíkan slag að sækja um svona vinnu, er krefjandi, spennandi, orkutæmandi og orkugefandi á sama tíma. Eilítil rússíbanareið. Eitthvað sem ég persónulega myndi ekki kjósa að búa við frá degi til dags. En það er gaman að gera þetta í stutta stund. Þegar þú ert kominn með vald, ef þú færð vald, þá ætti hegðun þín og manneskja ekki að breytast. Vertu alltaf sami maðurinn. Þegar og ef. Þegar við setjumst niður eftir eurovision og hlustum eftir fyrstu tölum sem lesnar verða, á hjartað eftir að taka smá kipp. Það viðurkenni ég. Skildum við eitthvað eftir okkur? Náðum við til ykkar eða hefðum við þurft meira fé til að ná til ykkar? Okkar tilfinning er þegar talað er til ykkar sem hér búa að það þarf ekki milljónir af peningum til að kaupa ykkar atkvæði. Þú getur ekki keypt atkvæði. Þú getur ekki keypt manneskjur. Það sem við gátum auglýst á þessum skamma tíma var. ,,Hér erum við, svona erum við og svona verðum við líka ef við fáum vald“. Það var engin sérstök herkænska. Við ætluðum að ná í hjarta þeirra sem okkur lásu og að okkar stefnumálum hölluðust. Þið fenguð okkur eins og við erum alla daga. Það er mikill styrkur fólginn í að þora að koma fram og segja ,,ég veit það ekki“. Það er styrkur að geta sagst ekki hafa öll svörin. Það er styrkur að vera forvitinn og spyrja spurninga. Vegna þess að þegar maður veit ekki eitthvað, þá knýr forvitnin mann áfram að spyrja spurninga um það málefni og fá svör. Að kinka kolli og þykjast vita eitthvað getur ekki talist til afreka þegar maður gefur til kynna að maður sé tilbúinn að taka slíka krefjandi vinnu að sér. Að sitja í bæjarstjórn. Takk þið öll sem tókuð á móti okkur. Takk þið öll sem styðjið okkur og takk þið sem viljið hitta okkur og ræða málin og breyta því sem má fara betur í komandi framtíð. Við stefnum á að komast í meirihluta því það er þar sem við getum haldið áfram að láta verkin tala. Því telur hvert atkvæði dýrt. Þitt líka. Pólítík er samtal og mannorð. Góð pólítik er gott samtal og gott mannorð. Kjósum með hjartanu á laugardaginn og tileinkum okkur að gera það ávallt. Höfundur er markþjálfi og skipar 2. sæti á lista Kattaframboðsins.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun