Dymbilvika kosninga. Þegar og ef? Ásgeir Ólafsson Lie skrifar 13. maí 2022 13:10 Það er búið að vera gaman að fá að taka þátt í þessu fjöri fyrir kosningarnar 2022. Það sem stendur uppúr er það að við erum búin að kynnast mikið af fólki sem er tilbúið að kynna vinnustaði sína og fyrirtæki og fjölskyldur. Við getum auðvitað aldrei mætt á alla staði. En við erum þakklát fyrir að hafa fengið heimboð. Á listanum okkar er listafólk, veitingafólk, hugsjónarfólk, öryrkjar, húsmæður, verkafólk, tónlistarfólk og alls kyns baráttufólk sem hafa lagt sitt af mörkum fyrir komandi kosningar með sínu fallega viðmóti. Við erum mjög þakklát fyrir það fólk. Takk. Að ætla að taka slíkan slag að sækja um svona vinnu, er krefjandi, spennandi, orkutæmandi og orkugefandi á sama tíma. Eilítil rússíbanareið. Eitthvað sem ég persónulega myndi ekki kjósa að búa við frá degi til dags. En það er gaman að gera þetta í stutta stund. Þegar þú ert kominn með vald, ef þú færð vald, þá ætti hegðun þín og manneskja ekki að breytast. Vertu alltaf sami maðurinn. Þegar og ef. Þegar við setjumst niður eftir eurovision og hlustum eftir fyrstu tölum sem lesnar verða, á hjartað eftir að taka smá kipp. Það viðurkenni ég. Skildum við eitthvað eftir okkur? Náðum við til ykkar eða hefðum við þurft meira fé til að ná til ykkar? Okkar tilfinning er þegar talað er til ykkar sem hér búa að það þarf ekki milljónir af peningum til að kaupa ykkar atkvæði. Þú getur ekki keypt atkvæði. Þú getur ekki keypt manneskjur. Það sem við gátum auglýst á þessum skamma tíma var. ,,Hér erum við, svona erum við og svona verðum við líka ef við fáum vald“. Það var engin sérstök herkænska. Við ætluðum að ná í hjarta þeirra sem okkur lásu og að okkar stefnumálum hölluðust. Þið fenguð okkur eins og við erum alla daga. Það er mikill styrkur fólginn í að þora að koma fram og segja ,,ég veit það ekki“. Það er styrkur að geta sagst ekki hafa öll svörin. Það er styrkur að vera forvitinn og spyrja spurninga. Vegna þess að þegar maður veit ekki eitthvað, þá knýr forvitnin mann áfram að spyrja spurninga um það málefni og fá svör. Að kinka kolli og þykjast vita eitthvað getur ekki talist til afreka þegar maður gefur til kynna að maður sé tilbúinn að taka slíka krefjandi vinnu að sér. Að sitja í bæjarstjórn. Takk þið öll sem tókuð á móti okkur. Takk þið öll sem styðjið okkur og takk þið sem viljið hitta okkur og ræða málin og breyta því sem má fara betur í komandi framtíð. Við stefnum á að komast í meirihluta því það er þar sem við getum haldið áfram að láta verkin tala. Því telur hvert atkvæði dýrt. Þitt líka. Pólítík er samtal og mannorð. Góð pólítik er gott samtal og gott mannorð. Kjósum með hjartanu á laugardaginn og tileinkum okkur að gera það ávallt. Höfundur er markþjálfi og skipar 2. sæti á lista Kattaframboðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásgeir Ólafsson Lie Akureyri Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er búið að vera gaman að fá að taka þátt í þessu fjöri fyrir kosningarnar 2022. Það sem stendur uppúr er það að við erum búin að kynnast mikið af fólki sem er tilbúið að kynna vinnustaði sína og fyrirtæki og fjölskyldur. Við getum auðvitað aldrei mætt á alla staði. En við erum þakklát fyrir að hafa fengið heimboð. Á listanum okkar er listafólk, veitingafólk, hugsjónarfólk, öryrkjar, húsmæður, verkafólk, tónlistarfólk og alls kyns baráttufólk sem hafa lagt sitt af mörkum fyrir komandi kosningar með sínu fallega viðmóti. Við erum mjög þakklát fyrir það fólk. Takk. Að ætla að taka slíkan slag að sækja um svona vinnu, er krefjandi, spennandi, orkutæmandi og orkugefandi á sama tíma. Eilítil rússíbanareið. Eitthvað sem ég persónulega myndi ekki kjósa að búa við frá degi til dags. En það er gaman að gera þetta í stutta stund. Þegar þú ert kominn með vald, ef þú færð vald, þá ætti hegðun þín og manneskja ekki að breytast. Vertu alltaf sami maðurinn. Þegar og ef. Þegar við setjumst niður eftir eurovision og hlustum eftir fyrstu tölum sem lesnar verða, á hjartað eftir að taka smá kipp. Það viðurkenni ég. Skildum við eitthvað eftir okkur? Náðum við til ykkar eða hefðum við þurft meira fé til að ná til ykkar? Okkar tilfinning er þegar talað er til ykkar sem hér búa að það þarf ekki milljónir af peningum til að kaupa ykkar atkvæði. Þú getur ekki keypt atkvæði. Þú getur ekki keypt manneskjur. Það sem við gátum auglýst á þessum skamma tíma var. ,,Hér erum við, svona erum við og svona verðum við líka ef við fáum vald“. Það var engin sérstök herkænska. Við ætluðum að ná í hjarta þeirra sem okkur lásu og að okkar stefnumálum hölluðust. Þið fenguð okkur eins og við erum alla daga. Það er mikill styrkur fólginn í að þora að koma fram og segja ,,ég veit það ekki“. Það er styrkur að geta sagst ekki hafa öll svörin. Það er styrkur að vera forvitinn og spyrja spurninga. Vegna þess að þegar maður veit ekki eitthvað, þá knýr forvitnin mann áfram að spyrja spurninga um það málefni og fá svör. Að kinka kolli og þykjast vita eitthvað getur ekki talist til afreka þegar maður gefur til kynna að maður sé tilbúinn að taka slíka krefjandi vinnu að sér. Að sitja í bæjarstjórn. Takk þið öll sem tókuð á móti okkur. Takk þið öll sem styðjið okkur og takk þið sem viljið hitta okkur og ræða málin og breyta því sem má fara betur í komandi framtíð. Við stefnum á að komast í meirihluta því það er þar sem við getum haldið áfram að láta verkin tala. Því telur hvert atkvæði dýrt. Þitt líka. Pólítík er samtal og mannorð. Góð pólítik er gott samtal og gott mannorð. Kjósum með hjartanu á laugardaginn og tileinkum okkur að gera það ávallt. Höfundur er markþjálfi og skipar 2. sæti á lista Kattaframboðsins.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar