Samþykktu að hækka endurgreiðslurnar upp í 35 prósent Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. maí 2022 13:38 Lilja Alfreðsdóttir var í skýjunum með samþykkt nýja frumvarpsins í morgun. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin samþykkti í morgun frumvarp þess efnis að hækka endurgreiðslu af framleiðslukostnaði til kvikmyndaframleiðenda upp í 35 prósent fyrir stærri verkefni. Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra, setti drög að frumvarpinu í Samráðsgátt stjórnvalda í vikunni. Fram kom á Mbl í morgun að Lilja hefði á dögunum setið fund með fulltrúum framleiðendanna HBO og Amazon sem Íslandsstofa skipulagði. „Það vill þannig til að það eru mjög stórir erlendir aðilar sem hafa áhuga á því að koma hingað inn með verkefni sem eru upp á marga milljarða,“ segir Lilja í samtali við fréttastofu. Hlutfall endurgreiðslu af framleiðslukostnaði sem til fellur hér á landi er samkvæmt gildandi lögum 25 prósent. Fram kom á vef Stjórnarráðsins í vikunni að víða í nágrannalöndum Íslands sé hlutfallið komið í 35 prósent. Það séu þau lönd sem Ísland eigi í mestri samkeppni við í að laða til sín stærri og lengri tíma kvikmynda- og sjónvarpsverkefni Því sé mikið hagsmunamál fyrir íslenskan kvikmyndaiðnað að lögin verði endurskoðuð með tilliti til þeirrar samkeppni. Í frumvarpinu er lagt til að afmörkuð stærri verkefni, sem uppfylla ákveðin skilyrði sem fram koma í lögunum, eigi rétt á 35% endurgreiðslu af framleiðslukostnaði. „Þannig að hér er verið að stækka hugverkaiðnaðinn og það eru gjaldeyristekjur sem koma úr þessu. Þetta er mjög jákvætt,“ segir Lilja. Hún var í skýjunum að loknum ríkisstjórnarfundi. Hún telur málið svo til óumdeilt. „Ég myndi segja það. Það er verið að búa til störf í þessum skapandi greinum. Það hefur hingað til verið nokkuð jákvætt.“ Kvikmyndagerð á Íslandi Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra, setti drög að frumvarpinu í Samráðsgátt stjórnvalda í vikunni. Fram kom á Mbl í morgun að Lilja hefði á dögunum setið fund með fulltrúum framleiðendanna HBO og Amazon sem Íslandsstofa skipulagði. „Það vill þannig til að það eru mjög stórir erlendir aðilar sem hafa áhuga á því að koma hingað inn með verkefni sem eru upp á marga milljarða,“ segir Lilja í samtali við fréttastofu. Hlutfall endurgreiðslu af framleiðslukostnaði sem til fellur hér á landi er samkvæmt gildandi lögum 25 prósent. Fram kom á vef Stjórnarráðsins í vikunni að víða í nágrannalöndum Íslands sé hlutfallið komið í 35 prósent. Það séu þau lönd sem Ísland eigi í mestri samkeppni við í að laða til sín stærri og lengri tíma kvikmynda- og sjónvarpsverkefni Því sé mikið hagsmunamál fyrir íslenskan kvikmyndaiðnað að lögin verði endurskoðuð með tilliti til þeirrar samkeppni. Í frumvarpinu er lagt til að afmörkuð stærri verkefni, sem uppfylla ákveðin skilyrði sem fram koma í lögunum, eigi rétt á 35% endurgreiðslu af framleiðslukostnaði. „Þannig að hér er verið að stækka hugverkaiðnaðinn og það eru gjaldeyristekjur sem koma úr þessu. Þetta er mjög jákvætt,“ segir Lilja. Hún var í skýjunum að loknum ríkisstjórnarfundi. Hún telur málið svo til óumdeilt. „Ég myndi segja það. Það er verið að búa til störf í þessum skapandi greinum. Það hefur hingað til verið nokkuð jákvætt.“
Kvikmyndagerð á Íslandi Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira