Þessu breytti Viðreisn Pawel Bartoszek skrifar 13. maí 2022 15:32 Í fjölmörgum samtölum við kjósendur fæ ég stundum spurningu um hvað geri Viðreisn ólíka öðrum flokkum og hverju vera Viðreisnar í borgarstjórn hafi breytt. Það er mér bæði ljúft og skylt að svara því. Viðreisn lofaði fyrir kosningarnar 2018 að lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði. Enginn annar flokkur setti slík loforð fram. Við náðum því í gegn og fasteignaskattarnir lækkuðu í 1,60 árið 2021, sem var ári á undan áætlun. Við ætlum að lækka þá enn meir. Viðreisn lofaði sumaropnun leikskóla. Við stóðum við það. Hugmyndin mætti nokkurri andstöðu og ég þori að fullyrða að hún hefði ekki orðið að veruleika ef Viðreisnar nyti ekki við. Viðreisn lofaði að gera Laugaveg að göngugötu allt árið. Aðrir flokkar í meirihlutanum voru sammála þessu en það var Viðreisn sem setti málið á dagskrá í kosningabaráttunni. Andstaðan meðal sumra hagaðila og annarra flokka var mikil en jákvæð reynsla af göngugötunni nú talar nú sínu máli. Við ætlum að lengja hana. Viðreisn setti sölu Malbikunarstöðvarinnar Höfða á dagskrá. Nú er búið að tryggja félaginu nýja staðsetningu og samþykkja skoðun á kostum og göllum sölunnar. Aðrir flokkar voru ekki með þessa áherslu og ég þori að fullyrða að meirihluti án þátttöku Viðreisnar hefði ekki sett málið í þennan farveg. Viðreisn hefur talað fyrir markaðslausnum. Þegar rafskútubyltingin náði til Íslands voru uppi ýmsar hugmyndir um að velja einn eða fá aðila til að þjóna borginni og setja mjög skýran ramma um starfsemina. Viðreisn hefur talað fyrir því að leyfa samkeppninni að njóta sín og ég fullyrði að þessi markaður hefði ekki orðið jafn frjáls og blómlegur ef Viðreisn hefði ekki staðið vörð um þau gildi. Viðreisn hefur staðið vörð um ábyrgan rekstur. Þegar krísan skall á af fullum þunga var ljóst að það stefndi í erfið ár. Viðreisn lagði áherslu á skýra langtímasýn í fjármálum borgarinnar. Borgin hefur þannig sett sér markmið um hallalausan rekstur frá miðju næsta kjörtímabili og eigin skuldaviðmið í stað þeirra sem ríkið hefur tímabundið numið úr gildi. Viðreisn hefur leitt vinnu við mótun heildstæðrar atvinnustefnu sem nú hefur litið dagsins ljós. Enginn flokkur lagði áherslu á atvinnumálin í seinustu kosningabaráttu með sama þunga og Viðreisn. Loks má nefna að á kjörtímabilinu var unnin fagleg forgangsröðun íþróttamannvirkja. Fátt er meira umtalað en hvaða íþróttamannvirki eigi að byggja næst og hvar og því er mjög merkilegt að Reykjavíkurborg og íþróttahreyfingin í Reykjavík hafi komið sér saman um sameiginlegan lista forgangsröðunar sem byrjað er að vinna eftir. Uppbyggingin í á gervigrasvöllum Þróttar, viljayfirlýsing um nýja höll í Laugardal, stækkun aðstöðu fyrir fimleika í Árbæ og fyrirhuguð uppbygging á KR-svæðinu eru öll afleiðing þessarar skýru forgangsröðunar. Að lokum, og það skiptir einna mestu máli, þá er Viðreisn ábyrgur flokkur sem getur unnið með öðrum og aðrir vilja vinna með. Fólk getur treyst á ábyrgð og stöðugleika í borgarstjórn þar sem Viðreisn er í sterkri stöðu. Höfundur er í 2. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Skoðun: Kosningar 2022 Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Í fjölmörgum samtölum við kjósendur fæ ég stundum spurningu um hvað geri Viðreisn ólíka öðrum flokkum og hverju vera Viðreisnar í borgarstjórn hafi breytt. Það er mér bæði ljúft og skylt að svara því. Viðreisn lofaði fyrir kosningarnar 2018 að lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði. Enginn annar flokkur setti slík loforð fram. Við náðum því í gegn og fasteignaskattarnir lækkuðu í 1,60 árið 2021, sem var ári á undan áætlun. Við ætlum að lækka þá enn meir. Viðreisn lofaði sumaropnun leikskóla. Við stóðum við það. Hugmyndin mætti nokkurri andstöðu og ég þori að fullyrða að hún hefði ekki orðið að veruleika ef Viðreisnar nyti ekki við. Viðreisn lofaði að gera Laugaveg að göngugötu allt árið. Aðrir flokkar í meirihlutanum voru sammála þessu en það var Viðreisn sem setti málið á dagskrá í kosningabaráttunni. Andstaðan meðal sumra hagaðila og annarra flokka var mikil en jákvæð reynsla af göngugötunni nú talar nú sínu máli. Við ætlum að lengja hana. Viðreisn setti sölu Malbikunarstöðvarinnar Höfða á dagskrá. Nú er búið að tryggja félaginu nýja staðsetningu og samþykkja skoðun á kostum og göllum sölunnar. Aðrir flokkar voru ekki með þessa áherslu og ég þori að fullyrða að meirihluti án þátttöku Viðreisnar hefði ekki sett málið í þennan farveg. Viðreisn hefur talað fyrir markaðslausnum. Þegar rafskútubyltingin náði til Íslands voru uppi ýmsar hugmyndir um að velja einn eða fá aðila til að þjóna borginni og setja mjög skýran ramma um starfsemina. Viðreisn hefur talað fyrir því að leyfa samkeppninni að njóta sín og ég fullyrði að þessi markaður hefði ekki orðið jafn frjáls og blómlegur ef Viðreisn hefði ekki staðið vörð um þau gildi. Viðreisn hefur staðið vörð um ábyrgan rekstur. Þegar krísan skall á af fullum þunga var ljóst að það stefndi í erfið ár. Viðreisn lagði áherslu á skýra langtímasýn í fjármálum borgarinnar. Borgin hefur þannig sett sér markmið um hallalausan rekstur frá miðju næsta kjörtímabili og eigin skuldaviðmið í stað þeirra sem ríkið hefur tímabundið numið úr gildi. Viðreisn hefur leitt vinnu við mótun heildstæðrar atvinnustefnu sem nú hefur litið dagsins ljós. Enginn flokkur lagði áherslu á atvinnumálin í seinustu kosningabaráttu með sama þunga og Viðreisn. Loks má nefna að á kjörtímabilinu var unnin fagleg forgangsröðun íþróttamannvirkja. Fátt er meira umtalað en hvaða íþróttamannvirki eigi að byggja næst og hvar og því er mjög merkilegt að Reykjavíkurborg og íþróttahreyfingin í Reykjavík hafi komið sér saman um sameiginlegan lista forgangsröðunar sem byrjað er að vinna eftir. Uppbyggingin í á gervigrasvöllum Þróttar, viljayfirlýsing um nýja höll í Laugardal, stækkun aðstöðu fyrir fimleika í Árbæ og fyrirhuguð uppbygging á KR-svæðinu eru öll afleiðing þessarar skýru forgangsröðunar. Að lokum, og það skiptir einna mestu máli, þá er Viðreisn ábyrgur flokkur sem getur unnið með öðrum og aðrir vilja vinna með. Fólk getur treyst á ábyrgð og stöðugleika í borgarstjórn þar sem Viðreisn er í sterkri stöðu. Höfundur er í 2. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun