Þessu breytti Viðreisn Pawel Bartoszek skrifar 13. maí 2022 15:32 Í fjölmörgum samtölum við kjósendur fæ ég stundum spurningu um hvað geri Viðreisn ólíka öðrum flokkum og hverju vera Viðreisnar í borgarstjórn hafi breytt. Það er mér bæði ljúft og skylt að svara því. Viðreisn lofaði fyrir kosningarnar 2018 að lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði. Enginn annar flokkur setti slík loforð fram. Við náðum því í gegn og fasteignaskattarnir lækkuðu í 1,60 árið 2021, sem var ári á undan áætlun. Við ætlum að lækka þá enn meir. Viðreisn lofaði sumaropnun leikskóla. Við stóðum við það. Hugmyndin mætti nokkurri andstöðu og ég þori að fullyrða að hún hefði ekki orðið að veruleika ef Viðreisnar nyti ekki við. Viðreisn lofaði að gera Laugaveg að göngugötu allt árið. Aðrir flokkar í meirihlutanum voru sammála þessu en það var Viðreisn sem setti málið á dagskrá í kosningabaráttunni. Andstaðan meðal sumra hagaðila og annarra flokka var mikil en jákvæð reynsla af göngugötunni nú talar nú sínu máli. Við ætlum að lengja hana. Viðreisn setti sölu Malbikunarstöðvarinnar Höfða á dagskrá. Nú er búið að tryggja félaginu nýja staðsetningu og samþykkja skoðun á kostum og göllum sölunnar. Aðrir flokkar voru ekki með þessa áherslu og ég þori að fullyrða að meirihluti án þátttöku Viðreisnar hefði ekki sett málið í þennan farveg. Viðreisn hefur talað fyrir markaðslausnum. Þegar rafskútubyltingin náði til Íslands voru uppi ýmsar hugmyndir um að velja einn eða fá aðila til að þjóna borginni og setja mjög skýran ramma um starfsemina. Viðreisn hefur talað fyrir því að leyfa samkeppninni að njóta sín og ég fullyrði að þessi markaður hefði ekki orðið jafn frjáls og blómlegur ef Viðreisn hefði ekki staðið vörð um þau gildi. Viðreisn hefur staðið vörð um ábyrgan rekstur. Þegar krísan skall á af fullum þunga var ljóst að það stefndi í erfið ár. Viðreisn lagði áherslu á skýra langtímasýn í fjármálum borgarinnar. Borgin hefur þannig sett sér markmið um hallalausan rekstur frá miðju næsta kjörtímabili og eigin skuldaviðmið í stað þeirra sem ríkið hefur tímabundið numið úr gildi. Viðreisn hefur leitt vinnu við mótun heildstæðrar atvinnustefnu sem nú hefur litið dagsins ljós. Enginn flokkur lagði áherslu á atvinnumálin í seinustu kosningabaráttu með sama þunga og Viðreisn. Loks má nefna að á kjörtímabilinu var unnin fagleg forgangsröðun íþróttamannvirkja. Fátt er meira umtalað en hvaða íþróttamannvirki eigi að byggja næst og hvar og því er mjög merkilegt að Reykjavíkurborg og íþróttahreyfingin í Reykjavík hafi komið sér saman um sameiginlegan lista forgangsröðunar sem byrjað er að vinna eftir. Uppbyggingin í á gervigrasvöllum Þróttar, viljayfirlýsing um nýja höll í Laugardal, stækkun aðstöðu fyrir fimleika í Árbæ og fyrirhuguð uppbygging á KR-svæðinu eru öll afleiðing þessarar skýru forgangsröðunar. Að lokum, og það skiptir einna mestu máli, þá er Viðreisn ábyrgur flokkur sem getur unnið með öðrum og aðrir vilja vinna með. Fólk getur treyst á ábyrgð og stöðugleika í borgarstjórn þar sem Viðreisn er í sterkri stöðu. Höfundur er í 2. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Skoðun: Kosningar 2022 Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Í fjölmörgum samtölum við kjósendur fæ ég stundum spurningu um hvað geri Viðreisn ólíka öðrum flokkum og hverju vera Viðreisnar í borgarstjórn hafi breytt. Það er mér bæði ljúft og skylt að svara því. Viðreisn lofaði fyrir kosningarnar 2018 að lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði. Enginn annar flokkur setti slík loforð fram. Við náðum því í gegn og fasteignaskattarnir lækkuðu í 1,60 árið 2021, sem var ári á undan áætlun. Við ætlum að lækka þá enn meir. Viðreisn lofaði sumaropnun leikskóla. Við stóðum við það. Hugmyndin mætti nokkurri andstöðu og ég þori að fullyrða að hún hefði ekki orðið að veruleika ef Viðreisnar nyti ekki við. Viðreisn lofaði að gera Laugaveg að göngugötu allt árið. Aðrir flokkar í meirihlutanum voru sammála þessu en það var Viðreisn sem setti málið á dagskrá í kosningabaráttunni. Andstaðan meðal sumra hagaðila og annarra flokka var mikil en jákvæð reynsla af göngugötunni nú talar nú sínu máli. Við ætlum að lengja hana. Viðreisn setti sölu Malbikunarstöðvarinnar Höfða á dagskrá. Nú er búið að tryggja félaginu nýja staðsetningu og samþykkja skoðun á kostum og göllum sölunnar. Aðrir flokkar voru ekki með þessa áherslu og ég þori að fullyrða að meirihluti án þátttöku Viðreisnar hefði ekki sett málið í þennan farveg. Viðreisn hefur talað fyrir markaðslausnum. Þegar rafskútubyltingin náði til Íslands voru uppi ýmsar hugmyndir um að velja einn eða fá aðila til að þjóna borginni og setja mjög skýran ramma um starfsemina. Viðreisn hefur talað fyrir því að leyfa samkeppninni að njóta sín og ég fullyrði að þessi markaður hefði ekki orðið jafn frjáls og blómlegur ef Viðreisn hefði ekki staðið vörð um þau gildi. Viðreisn hefur staðið vörð um ábyrgan rekstur. Þegar krísan skall á af fullum þunga var ljóst að það stefndi í erfið ár. Viðreisn lagði áherslu á skýra langtímasýn í fjármálum borgarinnar. Borgin hefur þannig sett sér markmið um hallalausan rekstur frá miðju næsta kjörtímabili og eigin skuldaviðmið í stað þeirra sem ríkið hefur tímabundið numið úr gildi. Viðreisn hefur leitt vinnu við mótun heildstæðrar atvinnustefnu sem nú hefur litið dagsins ljós. Enginn flokkur lagði áherslu á atvinnumálin í seinustu kosningabaráttu með sama þunga og Viðreisn. Loks má nefna að á kjörtímabilinu var unnin fagleg forgangsröðun íþróttamannvirkja. Fátt er meira umtalað en hvaða íþróttamannvirki eigi að byggja næst og hvar og því er mjög merkilegt að Reykjavíkurborg og íþróttahreyfingin í Reykjavík hafi komið sér saman um sameiginlegan lista forgangsröðunar sem byrjað er að vinna eftir. Uppbyggingin í á gervigrasvöllum Þróttar, viljayfirlýsing um nýja höll í Laugardal, stækkun aðstöðu fyrir fimleika í Árbæ og fyrirhuguð uppbygging á KR-svæðinu eru öll afleiðing þessarar skýru forgangsröðunar. Að lokum, og það skiptir einna mestu máli, þá er Viðreisn ábyrgur flokkur sem getur unnið með öðrum og aðrir vilja vinna með. Fólk getur treyst á ábyrgð og stöðugleika í borgarstjórn þar sem Viðreisn er í sterkri stöðu. Höfundur er í 2. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar