Mist Edvardsdóttir: Við erum ekkert að fara þarna fram uppá hreyfinguna sko Sverrir Mar Smárason skrifar 13. maí 2022 22:08 Mist Edvardsdóttir skoraði annað af tveimur mörkum Vals í dag, í annað skiptið í sumar. Mist Edvardsdóttir skoraði annað mark Vals í 0-2 sigri á Stjörnunni í Bestu deild kvenna í kvöld. Hún og félagi hennar í vörninni, Arna Sif, skoruðu mörkin og spiluðu frábærlega í vörninni í dag. Þetta var í annað sinn sem Valskonur vinna 2-0 og þær tvær skora mörkin en Mist segir það þó ekki vera leikplanið að þær skori öll mörk. „Ég get nú ekki sagt að þetta sé leikplanið en það er ágætt að við getum skilað einhverjum mörkum ef það gengur eitthvað illa að pota honum inn í opnum leik. Þetta er náttúrulega stór partur af leiknum þessi föstu leikatriði. Við erum ekkert að fara þarna fram uppá hreyfinguna sko. Við leggjum alveg upp með þessu og við æfum þetta, hvernig við hlaupum inn í teiginn og hvernig við ætlum að koma boltanum inn í teiginn,“ sagði Mist um mörkin og föstu leikatriðin. Vörn Vals var gríðarlega sterk í dag og gaf fá sem engin færi á sig. Mist segir undirbúning þjálfaranna hafa verið góðan fyrir leikinn í kvöld. „Ég held að þjálfararnir hafi lagt þennan leik vel upp. Þetta er oft svona taktískt á móti Stjörnunni og Kristjáni. Ég held að við höfum gert vel í okkar uppleggi hvernig við mættum þeim og leyfðum þeim að koma. Við hefðum alveg getað gert betur með boltann þegar við höfðum hann. Það er eitt sem við mættum bæta en heilt yfir bara ánægð með 2-0 sigur,“ sagði Mist. Mist hefur sjálf skorað tvö mörk í sumar líkt og fyrr segir og er ásamt Örnu Sif og Elínu Mettu markahæsti leikmaður liðsins. Hún segist þó ekki vera með neitt markmið hvað varðar markaskorun. „Æji það er ekkert markmið. Ég held að það væri skrýtið ef ég sem miðvörður væri að setja mér einhver marka markmið. Vonandi bara að halda hreinu sem oftast, ég ætla að segja að það sé markmiðið fyrir mig,“ sagði Mist og glotti. Valur hefur unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum tímabilsins en liðið tapaði í 2. umferð gegn Þór/KA fyrir norðan. Mist var hógvær í svari sínu um hvort það verði eini tapleikur tímabilsins þegar viðtalsmaður spurði. „Ég held að það væri mjög skrýtið að segja núna að við ætluðum taplausar í gegnum restina af mótinu. Það væri ansi hrokafullt og óraunhæft. Við förum ekkert inn í leiki til þess að tapa þeim en ég ætla að vera ógeðslega leiðinleg og klisjukennd og segja bara næsti leikur,“ sagði Mist að lokum. Valur Stjarnan Besta deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan-Valur 0-2 | Valssigur í Garðabænum Valur vann góðan 0-2 útisigur er liðið sótti Stjörnuna heim í fjórðu umferð Bestu-deildar kvenna í fótbolta í kvöld. 13. maí 2022 21:07 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Fleiri fréttir Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó Sjá meira
„Ég get nú ekki sagt að þetta sé leikplanið en það er ágætt að við getum skilað einhverjum mörkum ef það gengur eitthvað illa að pota honum inn í opnum leik. Þetta er náttúrulega stór partur af leiknum þessi föstu leikatriði. Við erum ekkert að fara þarna fram uppá hreyfinguna sko. Við leggjum alveg upp með þessu og við æfum þetta, hvernig við hlaupum inn í teiginn og hvernig við ætlum að koma boltanum inn í teiginn,“ sagði Mist um mörkin og föstu leikatriðin. Vörn Vals var gríðarlega sterk í dag og gaf fá sem engin færi á sig. Mist segir undirbúning þjálfaranna hafa verið góðan fyrir leikinn í kvöld. „Ég held að þjálfararnir hafi lagt þennan leik vel upp. Þetta er oft svona taktískt á móti Stjörnunni og Kristjáni. Ég held að við höfum gert vel í okkar uppleggi hvernig við mættum þeim og leyfðum þeim að koma. Við hefðum alveg getað gert betur með boltann þegar við höfðum hann. Það er eitt sem við mættum bæta en heilt yfir bara ánægð með 2-0 sigur,“ sagði Mist. Mist hefur sjálf skorað tvö mörk í sumar líkt og fyrr segir og er ásamt Örnu Sif og Elínu Mettu markahæsti leikmaður liðsins. Hún segist þó ekki vera með neitt markmið hvað varðar markaskorun. „Æji það er ekkert markmið. Ég held að það væri skrýtið ef ég sem miðvörður væri að setja mér einhver marka markmið. Vonandi bara að halda hreinu sem oftast, ég ætla að segja að það sé markmiðið fyrir mig,“ sagði Mist og glotti. Valur hefur unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum tímabilsins en liðið tapaði í 2. umferð gegn Þór/KA fyrir norðan. Mist var hógvær í svari sínu um hvort það verði eini tapleikur tímabilsins þegar viðtalsmaður spurði. „Ég held að það væri mjög skrýtið að segja núna að við ætluðum taplausar í gegnum restina af mótinu. Það væri ansi hrokafullt og óraunhæft. Við förum ekkert inn í leiki til þess að tapa þeim en ég ætla að vera ógeðslega leiðinleg og klisjukennd og segja bara næsti leikur,“ sagði Mist að lokum.
Valur Stjarnan Besta deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan-Valur 0-2 | Valssigur í Garðabænum Valur vann góðan 0-2 útisigur er liðið sótti Stjörnuna heim í fjórðu umferð Bestu-deildar kvenna í fótbolta í kvöld. 13. maí 2022 21:07 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Fleiri fréttir Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan-Valur 0-2 | Valssigur í Garðabænum Valur vann góðan 0-2 útisigur er liðið sótti Stjörnuna heim í fjórðu umferð Bestu-deildar kvenna í fótbolta í kvöld. 13. maí 2022 21:07