Baldvin valinn verðmætastur Sindri Sverrisson skrifar 16. maí 2022 15:30 Baldvin Þór Magnússon hefur staðið sig frábærlega fyrir Eastern Michigan háskólann. Instagram/@vinnym_99 Hlauparinn Baldvin Þór Magnússon bætti við sig nafnbót um helgina þegar hann var valinn verðmætasti keppandinn á svæðismóti Mið-Ameríku háskólariðilsins í frjálsum íþróttum í Bandaríkjunum. Erna Sóley Gunnarsdóttir varð svæðismeistari í kúluvarpi. Baldvin stóð sig frábærlega fyrir Eastern Michigan háskólann og varð þrefaldur svæðismeistari. Hann byrjaði á að vinna 10.000 metra hlaup á fimmtudaginn og fylgdi því svo eftir með því að vinna bæði 1.500 og 5.000 metra hlaup á laugardaginn, með aðeins rúmlega tveggja klukkutíma millibili! Baldvin hljóp 1.500 metra hlaupið á 3:47,52 mínútum og kom í mark 27/100 úr sekúndu á undan næsta manni. Í 5.000 metra hlaupinu hljóp hann svo á 14:41,99 mínútum. Sigurvegari í hverri grein hlaut safnaði 10 stigum fyrir sinn skóla og Baldvin safnaði því heilum 30 stigum fyrir Eastern Michigan. Í karlakeppninni endaði Eastern Michigan í 2. sæti með 155 stig en Kent State vann stigakeppnina með 196 stig. Baldvin var samt eins og fyrr segir valinn verðmætasti keppandinn. Baldvin hefur átt frábært keppnisár til þessa en í mars keppti hann í fyrsta sinn á stórmóti fullorðinna, á HM innanhúss í Belgrad, og komst þá í úrslit í 3.000 metra hlaupi og hafnaði í 14. sæti. Erna Sóley Gunnarsdóttir heldur áfram að gera það gott í Bandaríkjunum.mynd/frí Erna nærri Íslandsmeti sínu Erna Sóley Gunnarsdóttir var nálægt Íslandsmeti sínu þegar hún varð svæðismeistari í kúluvarpi, í C-USA riðlinum. Erna keppir fyrir Rice háskólann í Texas og stórbætti eigið Íslandsmet í mars þegar hún varpaði kúlunni 17,29 metra. Um helgina kastaði hún 17,15 metra og vann afar öruggan sigur. Áður hafði Dagbjartur Daði Jónsson orðið svæðismeistari í spjótkasti með 76,39 metra kasti, í Southeastern Conference riðlinum, en hann keppir fyrir Mississippi State háskólann. Thelma Lind Kristjánsdóttir úr ÍR keppti á svæðismeistaramóti ACC (Atlantic Coast Conference) í kringlukasti. Hún kastaði lengst 51,43 metra og hafnaði í 6 sæti. Frjálsar íþróttir Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Íslenski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Sjá meira
Baldvin stóð sig frábærlega fyrir Eastern Michigan háskólann og varð þrefaldur svæðismeistari. Hann byrjaði á að vinna 10.000 metra hlaup á fimmtudaginn og fylgdi því svo eftir með því að vinna bæði 1.500 og 5.000 metra hlaup á laugardaginn, með aðeins rúmlega tveggja klukkutíma millibili! Baldvin hljóp 1.500 metra hlaupið á 3:47,52 mínútum og kom í mark 27/100 úr sekúndu á undan næsta manni. Í 5.000 metra hlaupinu hljóp hann svo á 14:41,99 mínútum. Sigurvegari í hverri grein hlaut safnaði 10 stigum fyrir sinn skóla og Baldvin safnaði því heilum 30 stigum fyrir Eastern Michigan. Í karlakeppninni endaði Eastern Michigan í 2. sæti með 155 stig en Kent State vann stigakeppnina með 196 stig. Baldvin var samt eins og fyrr segir valinn verðmætasti keppandinn. Baldvin hefur átt frábært keppnisár til þessa en í mars keppti hann í fyrsta sinn á stórmóti fullorðinna, á HM innanhúss í Belgrad, og komst þá í úrslit í 3.000 metra hlaupi og hafnaði í 14. sæti. Erna Sóley Gunnarsdóttir heldur áfram að gera það gott í Bandaríkjunum.mynd/frí Erna nærri Íslandsmeti sínu Erna Sóley Gunnarsdóttir var nálægt Íslandsmeti sínu þegar hún varð svæðismeistari í kúluvarpi, í C-USA riðlinum. Erna keppir fyrir Rice háskólann í Texas og stórbætti eigið Íslandsmet í mars þegar hún varpaði kúlunni 17,29 metra. Um helgina kastaði hún 17,15 metra og vann afar öruggan sigur. Áður hafði Dagbjartur Daði Jónsson orðið svæðismeistari í spjótkasti með 76,39 metra kasti, í Southeastern Conference riðlinum, en hann keppir fyrir Mississippi State háskólann. Thelma Lind Kristjánsdóttir úr ÍR keppti á svæðismeistaramóti ACC (Atlantic Coast Conference) í kringlukasti. Hún kastaði lengst 51,43 metra og hafnaði í 6 sæti.
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Íslenski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Sjá meira