Þau tóku sig til og greiddu niður skuldir alls 285 nemenda sem voru að útskrifast á sunnudaginn og var þetta stærsta fjárframlag sem hefur komið til skólans.
„Námslán sitja þungt á okkar fjölbreytta og hæfileikaríka hóp útskriftarnema,“
sagði Charles Hirschorn forseti skólans í ræðu sinni og bætti við: „Við vonum að þetta framlag muni veita verðskuldaðan létti og styrkja þá til að stunda þrár sínar og störf, dreifa örlætinu áfram og verða næstu leiðtogar samfélags okkar.“
Sumarskóli fyrir Stanford
Sjálfur stundaði Evan sumanám við skólann á unglingsárunum áður en hann fór í nám við Stanford háskólann.
„Það breytti lífi mínu og lét mér líða eins og ég væri heima,“
sagði hann um reynsluna. Hann segir námið hafa ögrað sér og hjálpað sér að vaxa sem hafi verið frábært innan um allt hæfileikaríka fólkið sem er þar.
Heiðursgráður
Parið fékk heiðursgráðu frá skólanum á sunnudaginn en Bobby Berk var einnig þess heiðurs aðnjótandi. Hann er er einn af stjórnendum Queer Eye þáttanna á Netflix. Bobby sagði í færslu sinni á Instagram að það hafi verið ótrúleg stund að upplifa augnablikið þegar tilkynnt var um niðurgreiðslurnar og að andlit nemendanna og foreldra þeirra hafi ljómað:
„Hversu falleg stund að sjá andlitin á þessum nemendum og fjölskyldum þeirra þegar þau voru að átta sig á því að þau væru ekki aðeins að labba frá skólanum með gráðu sem þau hafa lagt svo mikið á sig til þess að fá heldur væru þau líka að labba í burtu skuldlaus.“
Námsmenn stórskuldugir í Ameríku
Nemendur í Ameríku þurfa að meðaltali að taka lán upp á tæpar fjórar milljónir til þess að fá Bachelor gráðu í ríkisreknum skóla samkvæmt Education Data Initiative og eru margir allt sitt líf að borga niður námslánin sín. Einn af nýútskrifuðu nemendunum, Hope Mackey gat ekki annað en grátið í viðtali við LA Times eftir að hafa fengið fréttirnar og sagði:
„Þetta er brjálað, ég trúi því ekki að þetta sé í alvörunni að gerast.“