Kolefnisgjald og sala losunarheimilda skilað ríkinu 59 milljörðum Eiður Þór Árnason skrifar 17. maí 2022 14:52 Íslenskir álframleiðendur eru meðal annars háðir losunarheimildum gróðurhúsalofttegunda. Vísir/Vilhelm Sala losunarheimilda gróðurhúsalofttegunda hefur skilað íslenska ríkinu 11,41 milljarði króna í tekjur. Tekjur ríkissjóðs af kolefnisgjaldi nema 47,72 milljörðum króna frá því að innheimta hófst árið 2010. Ríkið hóf að fá tekjur af uppboði losunarheimilda árið 2019 þegar 3,58 milljarðar króna skiluðu sér í ríkiskassann en talan tók stökk upp á við árið 2020 þegar tekjurnar námu 6,07 milljörðum. Í fyrra námu þær 847 milljónir króna samkvæmt bráðabirgðaútreikningum en á fyrsta ársfjórðungi þessa árs hafa stjórnvöld selt losunarheimildir fyrir 920 milljónir króna. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við þingfyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata. Samtals hafa tekjur af kolefnisgjaldi og sölu losunarheimilda því skilað 59,13 milljörðum í ríkissjóð frá árinu 2010. Báðir tekjustofnar renna beint í ríkissjóð en hvorugur þeirra er sérstaklega eyrnamerktur aðgerðum í loftslagsmálum. Tekjur af kolefnisgjaldi náði hámarki í fyrra Tekjur af kolefnisgjaldi náðu hámarki árið 2021 þær námu 5,77 milljörðum króna. Tekjurnar hafa farið hækkandi á seinustu árum í samræmi við hækkun kolefnisgjalds árið 2018, 2019, 2020. Fram kemur í svari fjármálaráðherra að kolefnisgjald hafi skilað 2,15 milljörðum króna í ríkissjóð á fyrstu þremur mánuðum þessa árs. Kolefnisgjald er lagt á gas- og dísilolíu, bensín, brennsluolíu og jarðolíugas og annað loftkennt vetniskolefni. Markmið gjaldsins er að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis og þar með losun gróðurhúsalofttegunda. Stjórnvöld gera ráð fyrir því að verð losunarheimilda muni hækka um 2 til 4 prósent árlega á næstu fimm árum en á móti er gert ráð fyrir fækkun losunarheimilda. „Í forsendum tekjuáætlunar er gert ráð fyrir að kolefnisgjald hækki í samræmi við þróun vísitölu neysluverðs, en þó aldrei umfram 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands. Með fjölgun umhverfisvænna og sparneytinna bifreiða er búist við að gjaldstofn kolefnisgjalds, sem eru lítrar og kílógrömm jarðefnaeldsneytis, fari lækkandi á komandi árum,“ segir í svari við fyrirspurninni. Ísland er hluti af viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir. Losun gróðurhúsalofttegunda frá tiltekinni starfsemi á EES-svæðinu er háð losunarheimildum og þurfa rekstraraðilar slíkrar starfsemi að tryggja sér slíkar heimildir. Heimildunum er að hluta til úthlutað endurgjaldslaust til rekstraraðila og að hluta til boðnar upp. Fram kemur á vef Umhverfisstofnunar að unnt sé að afla losunarheimilda við úthlutun yfirvalda í viðkomandi ríki, á uppboði á vegum stjórnvalda, með þátttöku í loftslagsvænum verkefnum samkvæmt Kýótó-bókuninni og með viðskiptum á frjálsum markaði. Umhverfismál Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Píratar Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Sjá meira
Ríkið hóf að fá tekjur af uppboði losunarheimilda árið 2019 þegar 3,58 milljarðar króna skiluðu sér í ríkiskassann en talan tók stökk upp á við árið 2020 þegar tekjurnar námu 6,07 milljörðum. Í fyrra námu þær 847 milljónir króna samkvæmt bráðabirgðaútreikningum en á fyrsta ársfjórðungi þessa árs hafa stjórnvöld selt losunarheimildir fyrir 920 milljónir króna. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við þingfyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata. Samtals hafa tekjur af kolefnisgjaldi og sölu losunarheimilda því skilað 59,13 milljörðum í ríkissjóð frá árinu 2010. Báðir tekjustofnar renna beint í ríkissjóð en hvorugur þeirra er sérstaklega eyrnamerktur aðgerðum í loftslagsmálum. Tekjur af kolefnisgjaldi náði hámarki í fyrra Tekjur af kolefnisgjaldi náðu hámarki árið 2021 þær námu 5,77 milljörðum króna. Tekjurnar hafa farið hækkandi á seinustu árum í samræmi við hækkun kolefnisgjalds árið 2018, 2019, 2020. Fram kemur í svari fjármálaráðherra að kolefnisgjald hafi skilað 2,15 milljörðum króna í ríkissjóð á fyrstu þremur mánuðum þessa árs. Kolefnisgjald er lagt á gas- og dísilolíu, bensín, brennsluolíu og jarðolíugas og annað loftkennt vetniskolefni. Markmið gjaldsins er að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis og þar með losun gróðurhúsalofttegunda. Stjórnvöld gera ráð fyrir því að verð losunarheimilda muni hækka um 2 til 4 prósent árlega á næstu fimm árum en á móti er gert ráð fyrir fækkun losunarheimilda. „Í forsendum tekjuáætlunar er gert ráð fyrir að kolefnisgjald hækki í samræmi við þróun vísitölu neysluverðs, en þó aldrei umfram 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands. Með fjölgun umhverfisvænna og sparneytinna bifreiða er búist við að gjaldstofn kolefnisgjalds, sem eru lítrar og kílógrömm jarðefnaeldsneytis, fari lækkandi á komandi árum,“ segir í svari við fyrirspurninni. Ísland er hluti af viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir. Losun gróðurhúsalofttegunda frá tiltekinni starfsemi á EES-svæðinu er háð losunarheimildum og þurfa rekstraraðilar slíkrar starfsemi að tryggja sér slíkar heimildir. Heimildunum er að hluta til úthlutað endurgjaldslaust til rekstraraðila og að hluta til boðnar upp. Fram kemur á vef Umhverfisstofnunar að unnt sé að afla losunarheimilda við úthlutun yfirvalda í viðkomandi ríki, á uppboði á vegum stjórnvalda, með þátttöku í loftslagsvænum verkefnum samkvæmt Kýótó-bókuninni og með viðskiptum á frjálsum markaði.
Umhverfismál Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Píratar Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Sjá meira