200 ára hlutleysi kastað á glæ Guttormur Þorsteinsson skrifar 18. maí 2022 07:00 Núna hafa ríkisstjórnir Svíþjóðar og Finnlands samþykkt að sækja um aðild að hernaðarbandalaginu Nató og ríkisstjórn Íslands lýst því yfir að hún muni styðja þá umsókn. Þessi umsnúningur í utanríkisstefnu þessara áður hlutlausu landa kemur kannski ekki mjög á óvart. Bæði löndin hafa unnið náið með Nató síðan Kalda stríðinu lauk og í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu hefur orðið umsnúningur í afstöðu almennings til aðildar. Það er skiljanlegt að Svíar og Finnar hugi að öryggi sínu í ljósi þeirra hörmunga sem stríðið hefur kallað yfir Úkraínumenn. Það sem er torskildara er að ríkisstjórnir þessara landa skuli taka svona afdrifaríka ákvörðun án þess að boða þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef ákallið eftir aðild er svona sterkt meðal almennings ætti að vera sjálfsagt að staðfesta það með afgerandi hætti. Það tók marga áratugi fyrir þau sár að gróa sem innganga Íslands í Nató án þjóðaratkvæðagreiðslu opnaði árið 1949. Ísland hafði þó verið hlutlaust í mun skemmri tíma en Svíþjóð og Finnland nú. Það er spurning hvort að stjórnvöld vilji helst afgreiða þetta án of mikillar umræðu ef hún skyldi velta upp rökum sem mæla gegn þessari skyndilegu kúvendingu. Finnar hafa sjálfir fengið að finna fyrir innrás frá Rússlandi en eftir seinni heimsstyrjöld voru landamæri Sovétríkjanna og Finnlands ekki lengur tilefni til átaka. Svíar státa svo af 200 ára sögu hlutleysis sem hefur unnið landinu sess á alþjóðavettvangi. Á tímum Kalda stríðsins gátu sænsk stjórnvöld gagnrýnt framferði beggja risaveldanna og talað fyrir friði og kjarnorkuafvopnun. Eins og við höfum fengið að kynnast er þetta ekki samrýmanlegt Nató aðild. Nató er ekki bara bandalag um sameiginlegar varnir heldur hefur það tekið þátt í stríðsátökum fjarri landamærum sínum í Afganistan og Líbíu. Einstök Nató-ríki hafa svo skilið eftir sig sviðna jörð í Afríku og Mið-Austurlöndum síðustu ár. Pútín hefur enda notað það sem skálkaskjól og fyrirmynd í yfirgangi sínum og hernaði gagnvart nágrannaríkjum. Nató er líka kjarnorkuvopnabandalag sem áskilur sér rétt til þess að beita kjarnavopnum að fyrra bragði og þrýstir á um að aðildarríki þess samþykki ekki Sáttmála Sameinuðu Þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum. Ef óttinn við óútreiknanlegan og drottnunargjarna forseta Rússlands fær þjóðir til þess að leita skjóls í faðmi Nató ættu þær kannski að líta í kringum sig fyrst. Lýðræðið stendur höllum fótum í Bandaríkjunum og þau ráða því sem þau vilja innan Nató. Fátt virðist getað stoppað repúblikana frá því að sölsa undir sig öll völd og það er æ líklegra að Donald Trump setjist aftur í stól forseta, hvort sem hann fær næg atkvæði til þess eða ekki. Tyrkland er svo komið enn lengra á braut einræðis og er nú helsti þröskuldurinn í vegi aðildar Svíþjóðar og Finnlands að Nató. Erdogan forseti mun eflaust gera það að skilyrði að ríkin láti af stuðningi sínum við Kúrda sem eru grimmilega undirokaðir og sviptir grundvallarréttindum í Tyrklandi. Eins hræðilegt og stríðið í Úkraínu er þá hefur það líka sýnt fram á að Rússland er ekki eins öflugt herveldi og af er látið. Það er því sorglegt fyrir friðarsinna að þessar frændþjóðir okkar segi endanlega skilið við hlutleysi sitt og að rödd þeirra í þágu friðar verði kæfð innan bandalags sem ber mikla ábyrgð á mörgum verstu stríðsátökum síðustu áratuga, allt vegna stundarótta við annan fant. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guttormur Þorsteinsson NATO Svíþjóð Finnland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Núna hafa ríkisstjórnir Svíþjóðar og Finnlands samþykkt að sækja um aðild að hernaðarbandalaginu Nató og ríkisstjórn Íslands lýst því yfir að hún muni styðja þá umsókn. Þessi umsnúningur í utanríkisstefnu þessara áður hlutlausu landa kemur kannski ekki mjög á óvart. Bæði löndin hafa unnið náið með Nató síðan Kalda stríðinu lauk og í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu hefur orðið umsnúningur í afstöðu almennings til aðildar. Það er skiljanlegt að Svíar og Finnar hugi að öryggi sínu í ljósi þeirra hörmunga sem stríðið hefur kallað yfir Úkraínumenn. Það sem er torskildara er að ríkisstjórnir þessara landa skuli taka svona afdrifaríka ákvörðun án þess að boða þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef ákallið eftir aðild er svona sterkt meðal almennings ætti að vera sjálfsagt að staðfesta það með afgerandi hætti. Það tók marga áratugi fyrir þau sár að gróa sem innganga Íslands í Nató án þjóðaratkvæðagreiðslu opnaði árið 1949. Ísland hafði þó verið hlutlaust í mun skemmri tíma en Svíþjóð og Finnland nú. Það er spurning hvort að stjórnvöld vilji helst afgreiða þetta án of mikillar umræðu ef hún skyldi velta upp rökum sem mæla gegn þessari skyndilegu kúvendingu. Finnar hafa sjálfir fengið að finna fyrir innrás frá Rússlandi en eftir seinni heimsstyrjöld voru landamæri Sovétríkjanna og Finnlands ekki lengur tilefni til átaka. Svíar státa svo af 200 ára sögu hlutleysis sem hefur unnið landinu sess á alþjóðavettvangi. Á tímum Kalda stríðsins gátu sænsk stjórnvöld gagnrýnt framferði beggja risaveldanna og talað fyrir friði og kjarnorkuafvopnun. Eins og við höfum fengið að kynnast er þetta ekki samrýmanlegt Nató aðild. Nató er ekki bara bandalag um sameiginlegar varnir heldur hefur það tekið þátt í stríðsátökum fjarri landamærum sínum í Afganistan og Líbíu. Einstök Nató-ríki hafa svo skilið eftir sig sviðna jörð í Afríku og Mið-Austurlöndum síðustu ár. Pútín hefur enda notað það sem skálkaskjól og fyrirmynd í yfirgangi sínum og hernaði gagnvart nágrannaríkjum. Nató er líka kjarnorkuvopnabandalag sem áskilur sér rétt til þess að beita kjarnavopnum að fyrra bragði og þrýstir á um að aðildarríki þess samþykki ekki Sáttmála Sameinuðu Þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum. Ef óttinn við óútreiknanlegan og drottnunargjarna forseta Rússlands fær þjóðir til þess að leita skjóls í faðmi Nató ættu þær kannski að líta í kringum sig fyrst. Lýðræðið stendur höllum fótum í Bandaríkjunum og þau ráða því sem þau vilja innan Nató. Fátt virðist getað stoppað repúblikana frá því að sölsa undir sig öll völd og það er æ líklegra að Donald Trump setjist aftur í stól forseta, hvort sem hann fær næg atkvæði til þess eða ekki. Tyrkland er svo komið enn lengra á braut einræðis og er nú helsti þröskuldurinn í vegi aðildar Svíþjóðar og Finnlands að Nató. Erdogan forseti mun eflaust gera það að skilyrði að ríkin láti af stuðningi sínum við Kúrda sem eru grimmilega undirokaðir og sviptir grundvallarréttindum í Tyrklandi. Eins hræðilegt og stríðið í Úkraínu er þá hefur það líka sýnt fram á að Rússland er ekki eins öflugt herveldi og af er látið. Það er því sorglegt fyrir friðarsinna að þessar frændþjóðir okkar segi endanlega skilið við hlutleysi sitt og að rödd þeirra í þágu friðar verði kæfð innan bandalags sem ber mikla ábyrgð á mörgum verstu stríðsátökum síðustu áratuga, allt vegna stundarótta við annan fant. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun